Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 201210 Metanbíll er venjulegur bensínbíll með viðbót- arbúnaði sem gerir það að verkum að bíllinn getur keyrt á bensíni og metani. Búnaði er komið fyrir í vél- arhlíf bílsins og metantankar sett- ir undir hann að aftan, í farangurs- rými, á palli eða á annan hentugan stað og leiðslur lagðar milli vélar og tanka. Metan er ódýrara en bensín og mengar minna auk þess sem niður- felling á vörugjöldum er í boði á met- anbreyttum bílum. Metan er loft- tegund sem meðal annars myndast á urðunarstöðum sorps við niður- brot á lífrænum úrgangi og þaðan er metangasið fengið sem nýtt er á bíla á Ísland. Ókosturinn við metan er að það er ekki fáanlegt nema á tveimur bensínstöðum á höfuðborgarsvæð- inu. Það liggur þó fyrir að opna fleiri slíkar stöðvar í framtíðinni. Tvinnbíll eða hybrid-bíll er bíll sem knúinn er rafmótor og bensín- eða dísilvél. Lítil rafhlaða er í bílnum sem knýr rafmótorinn. Raf- mótorinn knýr bílinn áfram úr kyrr- stöðu en þegar ákveðnum hraða er náð tekur bensínvélin við. Auk þess vinna þessir tveir aflgjafar saman á fjölbreyttari hátt, en það er mismun- andi eftir bíltegundum og stýrikerfi bílsins. Þegar stigið er á hemlana er orkan sem skapast við það fönguð til að hlaða rafgeymi bílsins, svo aldrei þarf að stinga honum í samband við rafmagn. Tvinnbílar eru orkuspar- andi og eyða minna eldsneyti en hefðbundnir bensín- eða dísilbílar og hafa notið mikilla vinsælda und- anfarin ár. Rafmagnsbíll er bíll sem eingöngu er knúinn áfram af raforku. Hann hefur enga vél, aðeins rafmótor og rafhlöðu sem stinga þarf í samband við rafmagn til að hlaða. Rafmagnsbílar skila engum útblæstri og eru því einkar vistvænir. Hins vegar eru takmörk á því hve langt er hægt að aka á hverri hleðslu og hraðinn er minni en hjá bensín-, dísil- og tvinnbílum. Vetnisbíll er knúinn rafmótor. Vetni er sett á geymslutanka bílsins og því svo um- breytt í raforku í sérstökum efnaraf- al. Þessi aðferð er hentugri en raf- magnsbílatæknin að því leyti að ekki þarf að hlaða rafgeymi líkt og í rafmagnsbílum heldur aðeins fyllt á vetnistankinn. En hleðsla á raf- geymum er einkar tímafrek. Vand- kvæði hafa þó verið á því hvernig skuli geyma vetnið en sú tækni er í stöðugri þróun. Annar ókostur við vetni er orkutap. Fyrst þarf að fram- leiða vetni með rafmagni og svo að umbreyta vetninu aftur í rafmagn. Við þessar breytingar tapast mikil orka og margir sem segja það óhag- kvæman kost þegar á heildina er litið. Á undanförnum árum og áratugum hefur þróun mismunandi bíla tekið stökk fram á við. Ekki hefur þó fundist varanleg lausn sem leys-ir bensín- og dísilbíla af hólmi. Þessar gerðir eru þó orðnar nokkuð margar. Metanbíll, vetnisbíll, rafmagnsbíll og tvinnbíll eru kannski ekki annað en orð á blaði fyrir suma. En hvaða merkingu hafa þessi orð? Mismunandi vistvænir bílar Margar gerðir vistvænna bíla sem byggja á mismunandi tækni eru til. Ekki er þó auðvelt að átta sig á hver þeirra sé vænlegasti arftaki hefðbundinna bensín- og dísilbíla. Metangas er lofttegund sem meðal annars myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot lífræns úrgangs. Tvinnbílar eru knúnir af rafmótor og bensín- eða dísilvél. Rafbílar hafa enga vél, aðeins rafmótor og rafhlöðu sem þarf að stinga í samband við rafmagn. ÓKEYPIS Í BÍLASTÆÐI Reykjavíkurborg býður eigendum visthæfra bíla að leggja bílum sínum án endurgjalds í gjaldskyld bílastæði borgarinnar. Gjaldfrjáls bílastæði fyrir visthæfa bíla voru innleidd með Grænum skrefum árið 2007 með það að markmiði að auka notkun sparneytinna ökutækja og einnig ökutækja sem nota innlenda orku. Reglunum var breytt í borgarráði sumarið 2011 og gilda út árið 2012. Visthæfir bílar teljast meðal annars vera bensín- og dísilbílar og tvinnbílar sem gefa ekki frá sér meira en 120 grömm af koltvísýringi á kílómetra. Einnig eru bílar með brunahreyfli sem ganga fyrir innlendum orkugjöfum, til dæmis metanóli, metani og lífdísil, og gefa ekki frá sér meira en 120 grömm af koltvísýringi á kílómetra gjaldgengir í slík bílastæði. Einnig flokkast bílar sem ganga fyrir rafmagni og vetni í þennan flokk. Umræddar bifreiðar og ökutæki mega þó ekki vera þyngri en 1.600 kg. og séu þeir á nagladekkjum fellur gjaldfrelsið niður. Lista yfir bíla sem uppfylla kröfur Reykjavíkurborgar um ókeypis bílastæði má finna inn á vef Bílgreinasambandsins, www.bgs.is. Vetnisbíll er knúinn rafmótor. Vetni er sett á geymslutanka bílsins og því svo umbreytt í raforku í sérstökum efnarafal. Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 243 kr. og akstur á ári 20.000 km Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.420 kr.Eyðsla1 218.700 kr. 4,5 l 447.120 kr. 9,2 l - = 24.480 kr.Bifreiðagjöld 9.760 kr.34.240 kr. - = 2.040 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.420 kg 221 g/km - = E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 4 2 3 Þú getur sparað allt að 250.000 kr. á ári Ef þú ekur grænum bíl þá getur þú sparað allt að 250.000 kr. á ári í eldsneytiskostnað og bifreiðagjöld. Kíktu á ergo.is og kynntu þér yfir 50 nýjar tegundir grænna bíla og kosti grænna bílalána. Engin lántökugjöld út september 2012!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.