Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 42
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is KATRÍN JÓNSDÓTTIR leiðir íslenska landsliðið út á völlinn í 60. sinn þegar stelpurnar okkar mæta þeim norsku á Ullevaal Stadion í dag en þetta er lokaleikur liðanna í undankeppni EM og hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Katrín tók fyrst við fyrirliðabandinu þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði landsliðinu í fyrsta sinn í ársbyrjun 2007. Íslensku stelpurnar hafa unnið 32 af 59 leikjum með Katrínu sem fyrirliða. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is NOREGUR – ÍSLAND BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Sætún 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur. Í breytingunni felst að hluti byggingarinnar sem liggur samsíða Borgartúni verði framlengdur til vesturs, byggt verði ofan á núverandi norðurhús og bílakjallari verði lengdur til vesturs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillaga liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, 19. september til 31. okóber 2012. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 31. okóber 2012. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík, 19. september 2012 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið FÓTBOLTI Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í dag þegar liðið leikur lokaleik sinn í undankeppni EM 2013. Níu leikir eru að baki og ljóst að eitt stig til viðbótar nægir til að koma stelpun- um inn á annað Evrópumótið í röð. Verkefnið í kvöld er vissulega krefj- andi. Norska liðið er á heimavelli, þremur sætum ofar á FIFA-listan- um og er búið að vinna átján síðustu heimaleiki sína í undankeppni HM eða EM. Íslensku stelpurnar sýndu það hins vegar með 3-1 sigri í fyrri leiknum að þær eru til alls líklegar þegar liðið er í rétta gírnum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk í sigrinum á Norðmönn- um fyrir rúmu ári og hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir íslenska liðið í þessari undankeppni. Vön norska grasinu „Það var gaman að skora á móti þeim á heimavelli. Ég er búin að spila hérna í Noregi í sumar og er því orðin vön norsku grasi,“ sagði Hólmfríður í léttum tón en hún hefur raðað inn mörkum með Avaldsnes í norsku b-deildinni. „Það er búið að tala mikið við mig um þennan leik. Þetta verður sérstakt fyrir mig því ég á marga vini hérna og liðsfélagarnir mínir halda allir með Noregi. Það pepp- ar mig enn þá meira upp fyrir það að koma til baka til Haugesund á afmælisdaginn minn, nýbúin að vinna Noreg,“ segir Hólmfríður sem verður 28 ára gömul á morgun. „Þetta er allt undir okkur komið og ég held að það sé mjög mikil spenna í hópnum og við allar klárar í leikinn,“ segir Hólmfríður. Liðið var í sömu stöðu fyrir fjórum árum þegar stelpunum nægði jafntefli í lokaleiknum í Frakklandi. Sá leikur tapaðist en stelpur fóru í umspilið og komust á EM. „Ég ætla ekki að hugsa um ein- hvern leik fyrir fjórum árum því það er bara leikurinn á morgun sem skiptir máli. Við þurfum bara að vera með það í huga að vinna þennan leik og markmiðið okkar var alltaf frá byrjun að vinna rið- ilinn. Það stendur enn og góður möguleiki að ná því á morgun. Við nennum ekkert í neitt umspil og ætlum bara að klára þetta hér í Noregi.“ Þær eru skíthræddar við okkur Þóra B. Helgadóttir markvörður hafði ekki mikið að gera í sigrinum á Norður-Írum á laugardaginn en það verður örugglega annað uppi á teningnum í dag. „Við erum búnar að bíða rosa- lega lengi eftir þessum leik,“ segir Þóra, sem þekkir vel til norska liðsins. „Þetta er sært lið því þetta er gamalt stórveldi í kvennabolt- anum og þær hafa ekki náð sér á strik. Þær eru enn þá fyrir ofan okkur á styrkleikalistanum og eiga að vera betri. Ég held samt að þær séu skíthræddar við okkur,“ segir Þóra. Stend við mín orð Leikur Noregs og Íslands hefst klukkan 17.30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV. „Ef þjóðin getur ekki stillt á RÚV á morgun þá veit ég ekki hvenær hún getur gert það,“ segir Mar- grét Lára Viðarsdóttir. „Við ætlum okkur áfram og beint á EM. Ég sagði það fyrir fjórum árum að það væri frábært að komast á EM en það væri stórkostlegt að vinna riðilinn og komast beint á EM. Ég stend fast við þau orð. Ég vona það innilega að fólk geri sér grein fyrir því hvað við erum að fara út í mikil- vægan leik á morgun.“ Fær Fríða EM-sæti í gjöf? Stelpurnar okkar geta tryggt sér farseðilinn inn á úrslitakeppni EM 2013 í Sví- þjóð með hagstæðum úrslitum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í kvöld. Jafntefli gegn Noregi nægir íslenska liðinu til að vinna riðilinn og sleppa við umspilið. UNDIRBÚIN Hólmfríður Magnúsdóttir teygir á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.