Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 10
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR10
KONUNGAFÓLK Í HEIMSÓKN Katrín
hertogaynja af Cambridge við komuna
á hjúkrunarheimili í Kúala Lúmpúr
í Malasíu í síðustu viku. Hún og Vil-
hjálmur prins, eiginmaður hennar, hafa
verið á ferðalagi vegna krýningarafmæl-
is Elísabetar drottningar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Eigendur bresku
leikfangaverslunarkeðjunnar
Hamleys gengu frá sölu hennar til
franska félagsins Groupe Ludendo
á mánudag fyrir 59,2 milljón-
ir punda, rúmlega 11,6 milljarða
króna. Þar af falla 7,6 milljarðar
króna í skaut þrotabús Landsbanka
Íslands sem átti 65 prósenta hlut
í keðjunni. Eignarhluturinn var
bókfærður á lægra virði og því
mun salan þýða að endurheimtur
í bú Landsbankans verða meiri en
tilkynnt var um á síðasta kröfu-
hafafundi hans.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa viðræður við franska
félagið staðið yfir frá síðustu ára-
mótum. Ýmsir aðrir aðilar hafa
sýnt Hamleys áhuga síðan Lands-
bankinn eignaðist keðjuna, en
áhugi þeirra hefur iðulega ein-
skorðast við að vilja eignast hana
á hrakvirði. Það verð sem fékkst
fyrir Hamleys nú er í samræmi
við virðismat sem Bank of Amer-
ica Merrill Lynch framkvæmdi á
hlutnum fyrir hönd þrotabúsins.
Hamleys komst fyrst í íslenska
eigu í júní 2003 þegar Baugur
keypti keðjuna á 58,7 milljónir
punda, tæplega 11,6 milljarða
króna á gengi dagsins í dag. Þegar
Baugur varð gjaldþrota gekk
Landsbankinn að veðum sínum í
Hamleys og eignaðist 65 prósenta
hlut í keðjunni.
Hinn stóri eigandi Hamleys
fyrir söluna er Rowland-fjölskyld-
an, eigandi Banque Havilland og
einn af stærstu hluthöfum MP
banka. Hún átti um 32 prósenta
hlut sem hún eignaðist með því að
kaupa hann út úr þrotabúi Kaup-
þings í Lúxemborg á um 150 millj-
ónir króna. Hún fær nú um 3,7
milljarða króna fyrir hlutinn.
- þsj
Endurheimtur þrotabús Landsbankans aukast með sölunni á Hamleys:
Hamleys selt fyrir rúma ellefu milljarða
LEIKFÖNG Hamleys rekur átta leikfanga-
verslanir í Bretlandi og á Írlandi auk
fjölda annarra verslana víða um heim.
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
21
81
6
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
LÁTTU FAGMENN
META GULLIÐ
Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt
gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku
á þessu sviði.
Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla
og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri
skartgripagæðum.
Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og
framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri.
Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega
ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum.
Það skiptir mestu máli.
Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki.
Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18.
Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | MEIRA Á URVALUTSYN.IS
* Verð miðast við að bókað sé á netinu. Birt með fyrirvara um prentvillur. ** Hálft fæði: Morgun- og kvöldmatur.
Skoðaðu verðið hjá okkur til Tenerife í haust
m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði
TENERIFE | NÁNAR Á UU.IS
EGYPTALAND, AP Alls er talið að hið
minnsta 22 hafi látist í tengslum
við mótmæli gegn kvikmynd um
Múhameð spámann.
Al-Kaída í Norður-Afríku kall-
aði í gær eftir árásum á bandaríska
embættismenn og enn fleiri mót-
mælum. Í tilkynningu var dauði
Christophers Stevens, sendiherra
Bandaríkjanna í Líbíu, lofsamað-
ur. Þá hótuðu hryðjuverkasamtök-
in árásum í Alsír, Túnis, Marokkó
og Máritaníu og sögðu Bandaríkja-
menn hafa logið því í tíu ár að þeir
háðu stríð gegn hryðjuverkum,
þegar stríðinu væri í raun beint
gegn íslamstrú.
Tólf dóu í sjálfsmorðsárás í
Kabúl í Afganistan, þegar 22
ára gömul kona ók bíl fullum af
sprengiefnum á litla rútu. Ísl-
amskur öfgahópur hefur lýst yfir
ábyrgð á árásinni og segir hana
hafa verið hefnd fyrir myndina
umdeildu, Sakleysi múslima. Tíu
manns höfðu þegar látist í mót-
mælum víða um heim.
Í Pakistan komu hundruð manna
saman við skrifstofur bandaríska
ræðismannsins í Peshawar. Lög-
regla var kölluð til og að sögn
hennar kom til átaka með þeim
afleiðingum að bæði mótmælend-
ur og lögreglumenn særðust. Í
Kasmír-héraði var fyrirtækjum
lokað og almenningssamgöngur
stöðvuðust vegna mótmæla þar
sem fáni Bandaríkjanna var
brenndur. Lögregla beitti táragasi
og kylfum á mótmælendur.
Í Indónesíu var kveikt í hjólbörð-
um og bandaríska fánanum fyrir
utan ræðismannsskrifstofur í
borginni Medan. Hundrað stúdent-
ar komu einnig saman í borginni
Makassar og kröfðust þess að kvik-
myndagerðarmaðurinn Nakoula
Basseley Nakoula yrði líflátinn.
Mótmæli áttu sér einnig stað
fyrir utan bandaríska sendiráðið
í Bangkok í Taílandi. Einnig mót-
mæltu um 500 Palestínumenn í
austurhluta Jerúsalem og um 200
fóru að ísraelskri eftirlitsstöð.
Búið er að loka fyrir aðgang að
kvikmyndinni í Líbíu, Egyptalandi,
Indónesíu og Indlandi.
thorunn@frettabladid.is
Hóta árásum
á Bandaríkin
Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í
Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar
um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri
árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær.
FÁNABRENNA Bandaríski fáninn
brenndur í mótmælum í Medan í Indó-
nesíu í gær. Fjöldi múslíma kom saman
fyrir utan ræðismannsskrifstofu Banda-
ríkjanna í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Save the Children á Íslandi