Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 19
Chevrolet Aveo er nú fáanlegur með dísilvél sem eyðir ekki nema 3,6 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Hann er öruggasti bíllinn í sínum flokki og einkar glæsilega hannaður, hlaðinn aukabúnaði og á góðu verði. Öryggi öllu framar Enginn bíll hefur fengið jafn háa einkunn í árekstrarprófunum líkt og Chevrolet Aveo. „Hann fékk fimm stjörnur í öllum flokkum árekstrarprófa, bæði í Evrópu og Ameríku. Þetta á við bæði hvað varð- ar öryggi farþega og ökumanns,“ segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna. Öflug dísilvél og góðir aksturseigin- leikar Vélin í Chevrolet Aveo er 1,3 lítra dísil- vél sem gerir það að verkum að aflið er mikið, eða 95 hestöfl, sem er töluvert fyrir bíl sem vegur ekki meira en 1.200 kíló. Eldsneytiseyðsla þessarar öflugu nettu vélar er lítil, eða ekki nema 3,6 lítrar á hverja hundrað ekna kílómetra í blönd- uðum akstri. Í langkeyrslu eyðir hann enn minna. Stýringin er einkar stefnu- föst og hún, ásamt fínstilltu fjöðrunar- kerfi, skilar þér ánægjulegri akstursupp- lifun og nákvæmni í akstri. Í borgarakstri er fullkomið samræmi milli sparneytni og snerpu sem tryggir þægindi, afkasta- getu og litla eldsneytisnotkun. Glæsileg hönnun Bíllinn er fimm dyra með sportlega yfir- byggingu og svipmótið er í senn glæsi- legt og kraftalegt. „Það er ofsalega þéttur og flottur frágangur á öllu, þannig að til- finningin er að maður sitji í margra millj- óna króna lúxusbíl.“ Hlaðinn aukabúnaði Þótt Aveo sé á góðu verði, bjóði besta ör- yggi sem völ er á og sé sparneytinn, lætur Chevrolet ekki þar við sitja heldur hleð- ur aukahlutum á bílinn. „Aveo er með „cruise control“, útvarpsstillingar í stýr- inu og sérstakt hólf með tengi fyrir ipod eða mp3-spilara sem svo er hægt að stjórna frá stýri. Auðvitað er hann svo með raf- magn í rúðum og speglum, fjarstýrðum samlæs- ingum, hita í sætum, hitamæli og armp- úða á ökumannssæti auk fleiri þæginda.“ Startstopp-tækni Aveo er búinn svokallaðri startstopp- tækni sem virkar þannig að þegar stigið er á kúplinguna og bíllinn er í kyrrstöðu drepur vélin á sér, til dæmis á rauðu ljósi. Þegar kúplingunni er svo sleppt fer vélin aftur í gang. Tæknin dregur þannig úr meng- un og eyðslu elds- neytis. Kynningarblað Dísilbílar, rafbílar, metanbílar, tvinnbílar, smábílar og aðrir eyðslugrannir bílar. SPARNEYTNIR MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2012 BÍLAR Nú er enn þá lengra í tóman tank á Chevrolet Aveo Chevrolet Aveo Eco fæst nú með ótrúlega sparneytinni dísilvél sem eyðir aðeins 3,6 lítrum á hundraðið. Hann hefur hlotið viðurnefnið draumabíll foreldranna og er fyrsti smábíllinn sem fengið hefur fimm stjörnur í öllum árekstrarprófum, bæði í Evrópu og Ameríku. DRAUMABÍLL FORELDRANNA Nýlega greindi bílavefmiðillinn vroomgirls.com frá niðurstöðum ítarlegrar úttektar á því sem aðstandendur hans nefna bestu unglingabílana. Horft var til margra mismunandi þátta; spar- neytni, verðs, útlits, innra rýmis, notagildis og öryggis. Sex bílar komust í úrslit, þar á meðal Aveo. Í úttektinni hlaut hann viðurnefnið „draumabíll foreldra“. Þar réði valinu umhyggja foreldra um öryggi barna sinna á vegunum, enda fyrsti smábíllinn sem hlýtur fimm stjörnur á árekstrarprófum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. „Foreldrar vilja auðvitað að börnin sín séu örugg þótt þau séu á litlum bíl. Chervolet Aveo veitir mesta öryggið af öllum þeim bílum sem í boði eru af þessari stærð, eyðir svo til engu og er glæsilega hannaður.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.