Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 201212 MENGIÐ MINNA Með árunum verða fleiri og fleiri meðvitaðir um að hugsa vel um umhverfi sitt og reyna að leggja sitt af mörkum við verndun náttúrunnar. Einn liður í því er að minnka mengun sem verður vegna útblásturs bíla. Sala á umhverfisvænum bílum hefur aukist jafnt og þétt og vert er að hafa eftirfarandi þætti í huga næst þegar fest eru kaup á nýjum bíl. Ekki kaupa stærri bíl en þörf er á, stærri bílar eyða meiru. Veljið sparneytinn bíl. Reynið að draga úr bensíneyðslu, það sparar líka peninga. Fáið hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu vegar, minni núningsmótstaða þýðir minni bensíneyðsla. Aksturslag hefur einnig áhrif og hægt er að draga úr mengun með ýmsum ráðum. Takið rólega af stað, dragið úr hraða og haldið snúningshraðanum niðri. Jafn og stöðugur hraði bætir eldsneytisnýtinguna, sparar eldsneyti og minnkar slit á vél, hjólbörðum, skiptingu og bremsum. Með auknum hraða eykst viðnámið og því versnar eldsneytisnýtingin eftir því hraðar sem er ekið. Heimild: fib.is GRÆN LÁN Flest fjármögnunar- fyrirtæki landsins bjóða upp á sérkjör til þeirra lántakenda sem fjárfesta í grænum bílum. Grænir bílar eru skilgreindir sem bílar með minnsta mögulega útblástur, sem eru flokkar A/B/C, og losa 0-120 g af koltví- sýringi á hvern ekinn kílómetra. Markmið slíkra fjármögnunar- kosta er meðal annars að stuðla að skynsamari nýtingu eldsneytis og um leið hagkvæm- ari rekstri bifreiðar fyrir heimili og fyrirtæki. Um leið stuðla slíkar lánveitingar að lægri eldsneytis- kostnaði hjá heimilum og fyrir- tækjum landsins. Að öllu jöfnu er slík fjármögnun í boði fyrir bæði bílalán og bílasamninga. Hagstæð kjör fjármögnunarfyrir- tækja felast að öllu jöfnu í því að engin lántökugjöld eru innheimt af slíkum lánum. Að öðru leyti gilda sömu skilmálar á þessum lánum og á öðrum lánum. Hægt er að fá lán til kaupa á nýjum eða notuðum bílum og veitt eru lán fyrir allt að 75% af kaupverði bíls. Hámarkslánstími er að öllu jöfnu sjö ár að frádregnum aldri bílsins. Um vaxtakjör og aðra skilmála slíkra lána má lesa á vefjum fjár- mögnunarfyrirtækjanna. GRÆNUSTU BÍLARNIR Umhverfisvænstu bílarnir eru þeir sem ganga fyrir rafmagni. Þeir eru hins vegar flestir takmarkaðir við akstur í borgum þar sem hámarkshraði þeirra er lágur og hlaða þarf þá reglulega. Hvaða bílar eru það þá sem hafa minni áhrif á umhverfið en hamla ekki eigendum sínum í að komast allra sinna ferða? Bresk vefsíða sem er tileinkuð grænum bílum, The Green Car Website, tók saman lista yfir þá bíla sem gera fólki kleift að aka frjálst um en hafa minni útblástur en aðrir bílar. Umhverfisvænsti bíllinn er talinn vera Chevrolet Volt. Hann er rafbíll og er út- blástur hans aðeins 27 grömm. Í öðru sætinu eru Vauxhall Ampera sem er líka rafbíll með 27 grömm í útblástur. Hybrid-bíllinn Toyota Prius kemur þar á eftir en hann gengur fyrir bensíni/dísil og rafmagni og útblástur frá honum er 49 grömm. SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínylhreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur. Nánari upplýsingar á www.sonax.is Glansandi bíll með SONAX bón- og hreinsivörum grípur augað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.