Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 23
KYNNING − AUGLÝSING Sparneytnir bílar19. SEPTEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR 5 Fyrir stóra fjölskyldu Prius + er sparneytinn sjö manna fjölskyldubíll. Í honum er skemmtilegt að ferðast enda nóg pláss fyrir alla og afar hagkvæmt fyrir heimilisbudduna. Prius + heilsaði landsmönnum fyrr á þessu ári. Hann er frábær fjölskyldubíll með veglegu rými fyrir fólk og farangur. Prius + fylgir ríkuleg rekstrarhagkvæmni fyrir heimilisbókhaldið og vitaskuld góð tilfinning fyrir að menga ekki umhverfið. Eins og allir í Prius-fjölskyldunni hefur Prius + sérstöðu þegar kemur að tæknilegum búnaði sem finnst ekki í hefðbundnum fólksbílum. Toyota tefldi fram uppfærðum Prius á heimsmarkaði í fyrra en einnig splunku- nýjum Yaris Hybrid. Báðir þessir bílar hafa slegið í gegn og reiknað er með að hundrað nýir Yaris Hybrid-bílar verði seldir hérlendis áður en nýtt ár gengur í garð. Nýi Priusinn er í ögn breyttri útgáfu og er afar glæsilegur að sjá. Innréttingar eru íburðarmeiri og bíllinn útbúinn helsta tækni- og öryggisbúnaði sem Toyota hefur sett í sína fínustu bíla. Bilanatíðni Prius er mjög lág og íslenskir eigendur í skýjunum með bíla sína, enda sparneytnir og skemmtilegir í akstri. Farangursrými er gott og hefur síst minnkað þrátt fyrir rafhlöður í rýminu. Smáir og vinsælir Nýr og glæsilegur Toyota Prius kom til landsins í fyrra, eins og hybrid-útgáfa af Toyota Yaris. Báðir hafa slegið í gegn vegna sparneytni, góðs útbúnaðar og aksturseiginleika.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.