Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 2
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR2 BANDARÍKIN, AP Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, þurfti að svara í fjölmiðlum fyrir óheppileg ummæli sín í gær. Myndband sem tekið var leynilega af ræðu Romneys á kosningafundi með auðugustu stuðnings- mönnum sínum var gert opinbert í gær og þykir vand- ræðalegt fyrir forsetaframbjóðandann. Þar segir Romney nærri helming kjósenda í Banda- ríkjunum lifa á ríkinu og að flestir þeirra borgi ekki skatta. Hann sagði jafnframt að „það væri ekki hans að hafa áhyggjur af þessu fólki“ og að boðskapur hans um lægri skatta kæmist ekki til skila til þess. Þá sagði Romney Palestínumenn ekki hafa áhuga á því að eiga friðsælt samband við Ísrael. Hann sagði Palestínumenn einnig hafa það markmið að útrýma Ísrael. Framboð Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, dreifði myndbandinu víða á vefnum í gær. Mitt Romney reyndi að útskýra ummælin og sagði þau „ekki mjög fallega orðuð“. Hann stendur þó við mein- ingu orða sinna. Palestínumenn mótmæltu orðum frambjóðandans. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði ummæli Romneys ólíðandi. Enn er mjótt á munum með þeim Obama og Romney í skoðanakönnunum. Obama forseti hefur nokkurra prósentustiga forskot sem hefur að öllum líkindum aukist eftir atburði gærdagsins. - bþh Mitt Romney forsetaframbjóðandi lét óheppileg orð falla á fjáröflunarfundi: Þykir hafa stórskaðað framboðið MITT ROMNEY Forsetaframbjóðendurnir þurfa að tala víða og sannfæra bæði kjósendur og styrktaraðila um að styðja sig. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍK Meirihluti Besta flokks- ins og Samfylkingarinnar felldi á fundi borgarstjórnar í gær tillögu Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka allar útsvarshækkanir í tíð meirihlutans. Í yfirlýsingu frá borgarstjórn- arflokki sjálfstæðismanna segir að fram hafi komið í ársreikningi borgarinnar 2011 og hálfsárs- uppgjöri þessa árs að skatttekjur séu umfram fjárþörf, sem nemur nærri þremur milljörðum síðan í ársbyrjun 2011. Í yfirlýsingu frá Besta flokkn- um segir að málflutningur Sjálf- stæðisflokksins sé óásættanlegur og meirihlutinn ætli ekki að „taka þátt í innistæðulausum skýja- borgum á kosningavetri“. Útsvar verði ekki lækkað án þess að skerða þjónustu. - sh Tillaga sjálfstæðismanna felld: Höfnuðu því að lækka útsvarið SPURNING DAGSINS Sunnudaginn 23. september kl. 16:00 Bresku píanósnillingarnir Allan Schiller og John Humphreys leika fjórhent fjölbreytta og glæsilega dagskrá. HUMPHREYS OG SCHILLER Píanótónleikar TÍBRÁ TÖFRATÓNAR Í www.salurinn.is Einar, ertu aflamarkmaður? „Já, ég hlýt að teljast það og er sérfræðingur þegar kemur að boltaþorski.“ Einar Hjörleifsson, markvörður Víkings frá Ólafsvík, starfar sem sjómaður á Guð- mundi Jenssyni SH. LÖGREGLUMÁL Akureyringur um miðjan aldur var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær, en hann hafði setið inni síðan fyrir helgi grunaður um kynferðisbrot gegn fjórtán ára gömlum dreng. Akureyri vikublað greindi fyrst frá málinu og sagði að brotið hefði átt sér stað á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Þar kom einnig fram að skólayfirvöld á Akureyri hefðu brugðist við með fræðslu til skóla- barna. Maðurinn mun hafa játað sök að hluta. Hann og drengurinn þekktust. - sh Laus úr gæsluvarðhaldi: Grunaður um brot gegn pilti BRUSSEL, AP Anders Fogh Rasmus- sen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 her- maður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða. Sveitir NATO munu ekki taka þátt í reglubundnum aðgerðum eins og að manna varðstöðvar og taka þátt í eftirlitsferðum með afgönskum bandamönnum sínum. „Þetta hefur verið ákveðið til að takmarka hættuna sem steðjar að sveitum okkar,“ sagði Rasmus- sen í Brussel í gær. Hann lagði áherslu á að ákvörðunin hefði ekki áhrif á áætlanir NATO í Afganistan, að Afganar sjái að fullu um öryggismál árið 2014. - bþh Breytingar í Afganistan: NATO-liðar minna á ferð ÁHÆTTA Dregið verður úr samstarfi NATO og afganska hersins til að draga úr áhættu sveita NATO. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Fjölmenningarsetur, sem starfrækt hefur verið á Ísafirði, verður eflt samkvæmt frumvarpi til laga um mál- efni innflytj- enda. Ráðherra mun skipa for- stöðumann set- ursins til fimm ára í senn. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Verkefni Fjölmenningar- seturs eru meðal annars að veita stjórnvöldum og fyrirtækjum ráðgjöf í tengslum við málefni innflytjenda. Samkvæmt fjárlög- um fær setrið hátt í 30 milljónir á næsta ári. Þá verður komið á fót sex manna innflytjendaráði sem á að vera ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun. - kóp Frumvarp um innflytjendur: Fjölmenningar- setur fær meira GUÐBJARTUR HANNESSON Maðurinn sem lést á sjúkra- húsi eftir sprengingu í blokk- aríbúð við Ofanleiti í Reykja- vík á sunnudag hét Jón Hilmar Hálfdánarson. Hann var fæddur árið 1973 og bjó í íbúð- inni þar sem sprengingin varð. Hann var ókvæntur og barn- laus. Hann lést eftir hádegi á mánudag. Talið er að sprengingin hafi orðið vegna gasleka í íbúðinni. Lést eftir gas- sprengingu LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt var síðdegis í gær úrskurðaður í fjög- urra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu vegna brota sem talin eru tengj- ast vélhjólasamtökunum Outlaws. Lögreglan réðst inn í tvö hús í fyrrakvöld, fyrst í Mosfellsbæ og síðan í Hafnarfirði, og handtók sjö manns, fimm karla og tvær konur. Fimm voru handteknir í heimahús- inu í Mosfellsbæ en tveir í félags- heimili Outlaws í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Fólkið er flest um og yfir tvítugt en einn maðurinn er rúmlega þrítugur. Hluta hinna handteknu var sleppt lausum strax í fyrrinótt en hinir voru yfirheyrðir í gær og síðan leystir úr haldi, það er allir nema einn, sem ákveðið var að færa fyrir dómara. Hann er talinn hafa verið iðinn við afbrot undanfarnar vikur og mánuði, og á grundvelli þess mat lögreglan það svo að ástæða væri til að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Á það féllst dómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að við húsleitirnar hafi fund- ist fíkniefni, þýfi, vopn og auk þess sprengiefni í húsinu í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða – fyrst og fremst amfetamín og kannabisefni í neysluskömmtum. Mjög mikið fannst hins vegar af ætluðu þýfi, aðallega í heimahúsinu í Mosfellsbæ þar sem sá var hand- tekinn sem nú situr í varðhaldi. Það var mikið til raftæki; símar, iPod- tónhlöður og tölvur sem talið er að hafi verið stolið í innbrotum á heim- ili og fyrirtæki að undanförnu. Þá fannst einn riffill, auk þess sem teknir voru hnífar af sumum hinna handteknu. Loks fannst, í félagsheimilinu í Hafnarfirði, dínamíttúba, sem þó hefði þurft hvellhettu til að sprengja. Eftir að Ríkharð Júlíus Ríkharðs- son, forsprakki Outlaws, var dæmd- ur í þriggja og hálfs árs fangelsi í fyrra fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu hefur annar maður, Ragnar Davíð Bjarnason, stýrt samtökunum. Ragnar, kallaður Raggi sænski, á langan brotaferil að baki. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi hins vegar ekki verið meðal hinna handteknu í gær. stigur@frettabladid.is Mikið þýfi, riffill og dínamít hjá Outlaws Ungur maður tengdur vélhjólasamtökunum Outlaws úrskurðaður í varðhald í kjölfar húsleita í Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Þar fannst mikið af raftækjum sem talin eru stolin, riffill og dínamíttúba. Nýr leiðtogi Outlaws ekki handtekinn. MIKILL VIÐBÚNAÐUR Þegar einn mannanna var leiddur fyrir dómara síðdegis í gær biðu sumir félaga hans fyrir utan. Þegar hann var leiddur út í lögreglubíl á eftir sögðust þeir myndu heimsækja hann í fangelsið. DÓMSMÁL Icesave-mál Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) gegn íslenska rík- inu var tekið til dóms eftir fjögurra klukkustunda málflutning í hádeg- inu í gær, að íslenskum tíma. Nú tekur við bið eftir dómsuppkvaðn- ingu, sem er talin verða skömmu fyrir áramót. Breski lögfræðingurinn Tim Ward fór fyrir átta manna málflutn- ingsteymi Íslands og sagði í ræðu sinni að ekkert í tilskipun Evrópu- sambandsins um innstæðutrygg- ingar kvæði á um að ríkisábyrgðar eða ríkisfjármögnunar væri krafist á innstæðutryggingarsjóðum. Ward andmælti öllum málatil- búnaði ESA og Evrópusambands- ins, sem hafði stefnt sér til meðal- göngu í málinu til að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fór Ward ítarlega yfir tilurð innstæðutil- skipunarinnar og lýsti því mati að slíkt kerfi gæti hvergi í heiminum risið undir stórfelldu bankaáfalli. Íslensk stjórnvöld hafi í banka- hruninu gripið til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir heildarhrun efnahagskerfisins. Einnig kvöddu sér hljóðs fulltrúar Hollands, Bretlands, Noregs og Liechtensteins. - sh Tim Ward mótmælti málatilbúnaði ESA í Icesave-málinu í Lúxemborg: Sagði ríkisábyrgðar hvergi krafist Í DÓMSALNUM Tim Ward, með hárkollu á höfði, hlýðir á ræður annarra lög- manna. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.