Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 34

Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 34
Húsbóndinn á Reykjavíkurhótelunum er Ólafur Torfason. Hann lenti óvænt í hringiðu hótel- reksturs fyrir tuttugu árum og líkar það vel. Nú þegar hótelin standa á tvítugu segir hann framtíðina nokkuð bjarta og margt spennandi í farvatninu, enda hótelrekstur sveipaður töfra- ljóma. Dagsverkin byrja klukkan sex og flesta daga vikunnar er ég mættur til vinnu upp úr sjö. Í seinni tíð hef ég tekið annan helgardaganna með ró og svo næ ég mér alltaf í kríu í hádeginu heima. Þetta gerir hátt í sextíu tíma vinnuviku og konan er alsæl með það; hún fær þá ekki leið á mér á meðan,“ segir Ólafur Torfason og skellir upp úr. Ólafur segir hótelrekstur skemmtilegan en í honum lenti hann alveg óvænt. Áður starfaði hann í matvörugeiranum þegar hann rak fyrirtækið Kaupgarð. „Ég var kominn með annan fótinn upp í háskóla til að mennta mig meira þegar örlögin leiddu mig annað. Í há- skólanum ætlaði ég að læra mannfræði og hagfræði og sá fyrir mér mikla þörf á hagfræðingum úti í heimi, þangað sem ég stefndi eftir námið,“ útskýrir Ólafur. „Hótelreksturinn kom hins vegar þannig til að upp úr 1990, leysti Kaupgarður til sín fjárvana byggingarfélag sem sat uppi með hálfkláraða húsatorfu í Egilsborgum, mitt á milli Rauðarárstígs og Þverholts. Torfan átti upphaflega að vera blanda af íbúðum og atvinnuhúsnæði en nú þurfti að finna húsunum nýtt hlutverk. Upp skaut hugmyndinni um hótel enda skiptist húsnæðið ágætlega í herbergi og í framhaldinu tryggði ég mér nafnið Hótel Reykjavík,“ segir Ólafur, inntur eftir tilurð Reykjavíkurhótelanna. Kappsamur frumherji Hótel Reykjavík opnaði í sumarbyrjun 1992 með þrjátíu herbergjum. Ári síðar bættust við 31 herbergi og önnur átján árið 1997. „Í fyrstu reyndu margir að telja mér hughvarf og hvar- vetna mætti ég neikvæðni og úrtölum. Það gerði ævintýrið enn meira spennandi því mér þykir fátt skemmtilegra en að sanna fyrir öðrum að þeir hafi rangt fyrir sér. Forrystu- menn íslenskra ferðamála á þessum tíma lýstu því yfir að hótelbransinn væri hinn erfiðasti og u.þ.b. 100 herbergjum ofaukið á markaðnum. Síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og þörfin aukist að sama skapi. Enda hef ég alltaf sagt að fyrst þurfum við að hafa herbergin klár áður en við fáum gestina,“ segir Ólafur og brosir. Hann segir framgang hótelkeðjunnar sýna að réttar ákvarðanir voru teknar á hverjum tíma. „Vitaskuld er gott að vera varkár en með hliðsjón af fortíðinni og þegar framtíðin er skoðuð er ljóst að við tókum réttu skrefin. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt á Íslandi og mun halda áfram að vaxa um ókomin ár. Við þurfum því að vanda okkur í öllum ákvörðunum sem tengjast ferða- mönnum, lengja ferðamannatímann, þróa nýja ferða- mannastaði og bæta aðgengi til að geta tekið sem best á móti gestum okkar. Þar að auki þarf að fara varlega í breytingar á skattaumhverfi greinarinnar.” Á torgi mannslífs og menningar Að sögn Ólafs er jafn og stöðugur uppgangur í rekstri Reykjavíkurhótelanna. Nýting herbergja batnar ár frá ári, sem og afkoman eftir töluvert bakslag í kjölfar hrunsins haustið 2008. „Ferðatilhögun hótelgesta hefur sömuleiðis breyst á þessum tuttugu árum. Þeir koma nú með mun styttri fyrir- vara og dvelja lengur í senn,“ segir Ólafur. “Níu af hverjum tíu gestum Reykjavíkurhótela eru erlendir eða yfir 90% gesta. Allt eru það góðir og velkomnir gestir eins og íslenskirgestir sem gera sér glaðan dag hjá okkur eða gista á ferðalagi vinnu sinnar vegna. Íslendingar eru í eðli sínu veraldarvanir heimsborgarar sem kunna að njóta þess besta í mat og drykk“. Hann segir hótel sveipuð töfraljóma því þar sé hægt að lyfta sér upp, njóta dekurs, þjónustu og ævintýra um leið og fólk nái að kúpla sig út úr umgjörð og amstri hvunndagsins. „Á hótelum mætist fólk frá öllum heimshornum og ólíkum menningarheimum. Því skapast framandi og skemmtilegur ys og þys. Umhverfið er lifandi og síbreytilegt og sem dæmi getur samanlagður gestafjöldi í gistingu og á ráðstefnum á Grand Hótel Reykjavík slagað upp í meðalstórt byggðarlag úti á landi, með öllum sínum fjölbreytileika í mannlífi og menningu.“ Gæfuríkur tími Ólafur segir lykilinn að velgengni Reykjavíkurhótelanna felast m.a. í að gesturinn sé ánægður að dvöl lokinni og þar skiptir góður nætursvefn í góðum rúmi höfuðmáli, einnig veglegur morgunverður og gleðilegt viðmót í móttöku. Til að fylgjast sem best með gæðum og þjónustu gistir Ólafur reglulega á hótelum sínum um land allt. „Sem ferðalangur geri ég reyndar litlar kröfur þegar kemur að hótelherbergjum en hef leyft mér að fara á allra glæsilegustu hótelin í Kína. Það er mikil upplifun og gaman að fylgjast með þróuninni. Annars kann ég allsstaðar vel við mig, líka í litlum skonsum þar sem ég get sofnað í góðu rúmi.“ Metnaður okkar felst meðal annars í því að gestirnir séu sáttir. Við höfum blessunarlega verið laus við hótelgesti sem rústa herbergjum en sumir hafa fyrir sið að leggjast í 41 gráðu heitt bað og sturta sig svo frammi á gólfi. Þá halda þeir að öryggisniðurfall undir vaski sé aðalniðurfallið fyrir sturtuna og vatn rennur um allt og á milli hæða. Við út- bjuggum því herbergin í turninum með sturtu og baðkari svo gestir okkar frá Asíu gætu nú sturtað sig slysalaust ef þeir fjölguðu ferðum sínum verulega, eins og komið hefur á daginn. Þetta er hins vegar ekki með vilja gert; þeir eru vanir mikilli baðmenningu og við höfum reynt að aðlaga okkur því.“ Reykjavíkurhótel í útlöndum En hvernig sér Ólafur framtíð Reykjavíkurhótelanna fyrir sér? „Við munum ótrauð halda áfram að vaxa og dafna. Ég átti mér lengi draum um að opna hótel í útlöndum en sem betur fer rættist hann ekki á þeim tíma. Ég læt hann þó verða að veruleika einn daginn enda kornungur maður sem á nóg eftir. Hótel á Spáni, í Kaupmannahöfn og víðar, með Íslands- deild, íslenskri hönnun, íslenskum mat, söluskrifstofu og fleiru í þeim dúr. Reykjavíkurhótelin standa nú á tvítugu, í blóma lífsins og við erum rétt að byrja.“ Reykjavíkurhótel í blóma lífsins Feðgar á ferð; Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fosshótela, Ólafur Freyr Ólafsson, hótelstjóri Best Western Hótel Reykjavík, Ólafur Torfason, stjórnarformaður Reykjavíkurhótelanna og Þórhallur Ólafsson, hótelstjóri Hótel Reykjavík Centrum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.