Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 35
Í jarta Reykjavíkur stendur Best Western Hótel Reykjavík sem er nútímalegt og aðlaðandi þriggja stjörnu hótel. Hótelið er elst af Reykjavíkurhótelunum og fagnar 20 ára afmæli í haust. Hótelið býður upp á 79 herbergi, allt frá einstaklingsherbergjum upp í svítur, með öllum helstu þægindum. Þjónustan er vinaleg og góð í rólegu andrúmslofti. Öll herbergin hafa bað og/ eða sturtu, minibar, síma, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, útvarp og hárþurrku. Bæði fjölskylduherbergin og svíturnar eru á tveimur hæðum. Rúmgóð setustofa er á neðri hæðinni og svefnherbergin eru á efri hæðinni. Öll herbergin á Best Western Hótel Reykjavík eru reyklaus. Á hótelinu er bílageymsla sem stendur gestum til boða á meðan dvöl stendur. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn La Luna sem sér- hæfir sig í ítölskum mat, til dæmis pizzum, pastaréttum og salötum. Á hverjum morgni er ljúffengt morgun- verðarhlaðborð og á kvöldin er hótelbarinn opinn þar sem hægt er að njóta kaldra og heitra drykkja í notalegu umhverfi. Best Western Hótel Reykjavík er eins og nafnið gefur til kynna hluti af erlendri keðju. Best Western International er bandarísk hótelkeðja sem stofnuð var árið 1946. Keðjan samanstendur af rúmlega 4.000 hótelum í yfir 90 löndum. Best Western International hefur verið starfrækt í Banda- ríkjunum í 64 ár og í 34 ár í Evrópu. Staðsetning hótelsins er sérstaklega hentug; stutt er í marga áhugaverðustu staði borgarinnar og í gamla miðbæinn. Hótelið er skammt frá Reykjavíkurflugvelli og B.S.Í. og auk þess er Hlemmur rétt hjá með strætóferðir í allar áttir. Ólafur Torfason er stjórnarformaður Reykja- víkurhótela og Fosshótela. Reykjavíkurhótelin eru hvert með sitt sérkenni og sjarma. Hótelin eru þrjú; Best Western Hótel Reykjavík, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum. Hótelin þrjú eru sniðin að ólíkum þörfum hótelgesta. Hvort sem gestur leitar eftir góðu 3* ferðamannahóteli, fyrsta flokks miðbæjarhóteli eða 4* ráðstefnuhóteli þá bjóða Reykjavíkurhótelin upp á hótel við hæfi. 1992 - Hótel Reykjavík opnar við Rauðarárstíg 37 með 30 herbergjum. 1993 - 31 ný herbergi bætast við Hótel Reykjavík. 1995 - Grand Hótel Reykjavík opnar við Sigtún 38 eftir að Ólafur og félagar kaupa Holiday Inn. 1997 - 18 ný herbergi bætast við Hótel Reykjavík. 1997 - Ráðstefnuaðstaða er stórefld með opnun Gullteigs á Grand Hótel Reykjavík. 2005 - Ólafur opnar Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti. 2007 - Turninn tekinn í notkun á Grand Hótel Reykja- vík og hótelherbergjum fjölgar úr 108 í 312. 2009 - Ólafur varð meirihlutaeigandi í Fosshótelum, sem nú hafa runnið saman með Reykjavíkur- hótelum í nýtt hótelfélag sem fengið hefur nafnið Íslandshótel. Hótelin eru í meirihlutaeign Ólafs Torfasonar og fjöl- skyldu en minni hluthafar eru eigendur Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónarssonar og fleiri. Hótelin eru öll starf- rækt í eigin húsnæði utan hótelsins í Aðalstræti þar sem húsnæðið er leigt af Reitum. Saga Reykjavíkurhótelanna BEST WESTERN Hótel Reykjavík Ég er kallaður Kallinn Hótel Reykjavík Best Western Hótel Reykjavík Rauðarárstíg 37, 105 Reykjavík Sími: 514 7000 www.hotelreykjavik.is info@hotelreykjavik.is Kristinn Guðmundsson, yfirþjónn á Grand Hótel Reykjavík er öllum hnútum kunnugur í hótel- og veitingabransanum eftir áratugastarf. Hann segir starfið fjölbreytt og lifandi en alls ekki auðvelt. Það þurfi ákveðna skapgerð til að sinna því vel. „Ég byrjaði ellefu ára sem lyftustrákur á Borginni. Þá var meira að segja sveif á lyftunni en ekki takki,“ segir Kristinn en hann man tímana tvenna í hótel- og veitinga- bransanum. „Ég er fæddur árið 1949 svo þetta eru orðinn ansi mörg ár. Ég er hættur næturdrollinu í dag og ríf nú bara kjaft í dagvinnu,“ segir hann og hlær. „Ég er kallaður „kallinn“ hérna!“ Kristinn vann sig upp úr pikkalóstarfinu og flutti sig yfir á Gullfoss. Hann fór svo í læri á Naustið árið 1965 og útskrifaðist árið 1969 sem framreiðslumaður. Hann hefur komið víða við síðan, meðal annars í Leikhúskjallaranum, á Hótel Holti og Þórscafé. Þá vann hann skrifstofuvinnu hjá Félagi framreiðslumanna í mörg ár en kunni ekki við sig bak við skrifborð. „Ég fann mig ekki í níu til fimm skrifstofuvinnu og fór í Perluna þegar hún opnaði. Árið 1997 kom ég hingað á Grand Hótel Reykjavík og er hér enn,“ segir hann. Þegar hann er spurður hvort hann hafi aldrei orðið leiður á starf- inu segir hann það oft hafa komið fyrir. „Ég væri ekki að segja satt ef ég hefði aldrei fengið leiða. En starfið er mjög lifandi og fjölbreytt. Maður kynnist mörgu fólki og sér margt. Ég hef alltaf kunnað vel við fjölbreytileikann. Ég hef gaman af því ennþá þó ég hafi oft hugsað sem svo að nú færi ég að hætta. Svo er ég allt í einu orðinn 63 ára og finnst ég hreint ekki tilbúinn til þess að hætta strax, ekki fyrst ég hef heilsuna ennþá. Ég vinn frá 7 til 15 á daginn og hef ennþá brennandi metnað fyrir starfinu. Þó ég finni svo sem fyrir því að gangarnir hafa lengst og tröppurnar hækkað.” Kristinn segir starfið þó ekki endilega auðvelt og alls ekki allra. Það þurfi ákveðna skapgerð til að sinna því vel. Hæfi- legt kæruleysi sé kostur en þó þurfi að fylgja ákveðnum reglum. Hann hefur aldrei látið tiktúrur gesta angra sig. „Það þarf bara að nálgast hlutina með réttu hugarfari,“ segir hann. „Maður verður að vera góður mannþekkjari, það er ekki hægt að nota sömu taktíkina á alla. Ég var til dæmis alltaf með rautt nef í vasanum þegar ég vann í Perlunni í gamla daga og setti það upp þegar einhver kom inn sem þurfti á upplyftingu að halda,“ segir Kristinn og hlær. „Ég hætti því svo þegar hinir þjónarnir voru orðnir afbrýðisamir yfir athyglinni sem ég fékk. Það þarf að líka að passa móralinn í vinnunni.“ Kristinn er gjarnan kallaður til í opinberar veislur og þegar kóngafólk sækir landið heim. Hann segist ekki nota sérstaka tækni á kóngafólkið fremur en aðra gesti. „Það eru auðvitað fleiri reglur um hvað má gera og hvað ekki og maður heldur sig meira til hlés. En kóngafólk er bara venjulegt fólk,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er beðinn um einhverjar krassandi sögur. „Ég hef auðvitað lent í ýmsu og starfið er ekki alltaf dans á rósum. Ánægjulegar upplifanir eru þó auðvitað fleiri, en þessu heldur maður öllu fyrir sig.“ Í tilefni af 20 ára afmæli Reykjavíkurhótelanna bjóðum við eftirfarandi tilboð. Tilboðin er hægt að bóka frá 1. -31. október en gilda fyrir veturinn 2012-2013. afmælistilboð á 20 þúsund20ára Grand kvöldverður á Brasserie Grand Veglegur 3ja rétta kvöldverður með sérvöldum vínum. Huggulegheit á Hótel Reykjavík Centrum Gisting með morgunmat fyrir tvo í miðborginni, vínflaska og ávaxtakarfa við komu. Afmælisdekur á Grand Hótel Reykjavík Gisting fyrir tvo með morgunmat, drykkir á Miðgarðsbar og aðgangur að Reykjavík spa. Gisting í tvær nætur á Best Western Hótel Reykjavík Gisting með morgunmat í tvær nætur fyrir tvo í miðborginni. Dömu- og herradekur á Reykjavík Spa Ómótstæðilegt dekur fyrir hana og hann í glæsilegu Reykjavík Spa. Sex til sýnis á Fjalakettinum Sex réttir af sérréttarseðli veitingastaðarins ásamt vínflösku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.