Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 4
13. október 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 12.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,5088 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,49 123,07 196,73 197,69 158,80 159,68 21,287 21,411 21,496 21,622 18,331 18,439 1,5603 1,5695 188,66 189,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 18° 13° 9° 13° 15° 8° 8° 26° 12° 26° 12° 27° 7° 13° 20° 8° Á MORGUN 5-10 m/s. MÁNUDAGUR Stíf A-átt syðra annars víða 5-13 m/s. 6 6 6 5 3 7 7 8 9 9 14 8 7 7 8 7 8 6 7 10 17 9 5 7 7 5 6 4 6 5 4 4 VÍÐA DÁLÍTIL VÆTA Hvasst og frekar leiðinlegt veður um sunnan og vestanvert landið í dag en úr- komulítið og hæg- ari norðaustantil. Lægir og dregur úr vætu til morguns og prýðis gott veður um mesta allt land. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Félög og einstakling- ar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. Árið 2002 voru veittar tæplega 55,2 milljónir króna í styrki, en hæstu styrkina hlutu Aflvaki hf. og starfsmannafélag Orku- veitunnar, 15,5 milljónir og 7,7 milljónir. Þá fékk Orkustofnun fjórar milljónir og Reykjavíkur- borg fékk einnig fjórar milljónir vegna ljósahátíðar í borginni. Árið 2003 var 57,1 milljón veitt í styrki en Aflvaki og starfs- mannafélag OR voru áfram stærstu styrkþegarnir. Þá fékk Háskóli Íslands 7,3 milljónir í styrk vegna meistaranáms. Árið 2004 jukust styrkirnir í tæpar 77 milljónir en þá fékk starfsmannafélagið ríflegri styrk en árin á undan, eða 14,5 millj- ónir. Háskólinn fékk styrk upp á 11,5 milljónir vegna meistara- verkefna og Aflvaki fékk 8,5 milljónir. Þá fékk Háskólinn í Reykjavík þrjár milljónir. Árið 2005 lækkuðu styrkirnir aftur í tæpar 63 milljónir, en þá var hætt að styrkja Aflvaka. Utan starfsmannafélagsins hlaut Landgræðslan hæsta styrkinn það árið, fimm milljónir vegna uppgræðslu við Hengil. 2006 voru framlög til starfs- mannafélagsins tekin út úr styrkjunum, en samt hækk- uðu styrkirnir upp í rúmar 82 milljónir. Íþrótta- og tómstunda- ráð fékk hæsta styrkinn, 9,5 milljónir. Árið 2007 var styrkjunum skipt í tvennt, annars vegar styrki sem stjórn OR samþykkti og hins vegar aðra styrki, sem ekki fóru í gegnum stjórnina. Frá 2007 til 2010 voru 516 milljónir veittar án aðkomu stjórnarinnar. Stjórnin samþykkti styrki upp á 47,5 milljónir en aðrir styrk- ir námu 146,3 milljónum króna. Þeir hækkuðu því úr 82 milljón- um í tæplega 194 milljónir milli ára. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fékk hæsta styrkinn, rúmar 26 milljónir króna. Næst mest fékk starfsmannafélagið, sem á ný kom inn. Heildarstyrkirnir hækkuðu í 214,2 milljónir árið 2008. Stjórnin veitti rúmlega 63 milljónir og almennir styrkir námu 150 milljónum. Raunvísindastofnun HÍ fékk 36 milljónir króna og Land- búnaðarháskólinn 21. Árið 2009 héldu styrkirnir áfram að hækka og fóru í 242 milljónir króna. Þar af fékk sveitar félagið Ölfus 50 milljónir króna vegna uppgræðslusjóðs. Þá fékk Háskóli Íslands tæpar 29 milljónir og Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands rúmar 28 milljónir. Stjórnin veitti 53 millj- ónir og almennir styrkir námu 189 milljónum. Árið 2010 lækkuðu styrkirnir í 169,6 milljónir. Þá fékk Háskóli Íslands 24,5 milljónir og orkuskóli Reyst fékk 21,7 milljónir. Stjórnin veitti 16 milljónir en almennir styrkir voru 153 milljónir. thorunn@frettabladid.is Orkuveitan veitti yfir millj- arð í styrki frá 2002 til 2010 Á árunum 2002 til 2010 námu styrkir frá Orkuveitunni til einstaklinga, stofnana og félaga rúmlega 1,1 milljarði. Hæstu styrkirnir voru veittir árið 2009. Frá 2007 voru 500 milljónir veittar án aðkomu stjórnar. FÉLAGSMÁL Elín Björg Jónsdóttir var í gær endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára. Elín Björg hefur verið formaður frá árinu 2009 og hún fékk 212 atkvæði í kjör- inu sem fór fram á þingi BSRB. Jónas Engilbertsson hlaut tólf atkvæði en auðir seðlar voru þrír. Þá var einnig kosið til fram- kvæmdanefndar BSRB. Árni Stefán Jónsson var endurkjörinn fyrsti varaformaður og Garðar Hilmarsson annar vara formaður. Kristín Á. Guðmundsdóttir verður áfram ritari. Þá var Snorri Magnússon, for- maður Landssambands lögreglu- manna, kjörinn gjaldkeri en hann kemur einn nýr inn í fram- kvæmdanefndina. - þeb Elín Björg Jónsdóttir: Endurkjörin formaður BSRB ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR Rottueitur í lifrarpylsunni Rottu- eða músaeitur var í lifrarpylsu- bitum sem var dreift í og við reiðhöll Gusts þegar hundasýning var haldin þar í síðasta mánuði. Forsvarsmaður Hundaræktunarfélagsins Rex ætlar að funda með tæknideild lögreglunnar á mánudag. LÖGREGLUFRÉTTIR Heildarstyrkir Orkuveitunnar og einstaka styrkir milljónír króna 500 þúsund fékk Hrafn Gunnlaugsson til að gera kvikmyndina „Ísland í öðru ljósi“ 302 þúsund fékk Ólafur Egilsson til að láta Kristján Jóhannsson halda tónleika í Peking 550 þúsund fékk Garðyrkjufélag Íslands vegna fræðslumála milljónír króna2002 55,2 1,2 milljónir fékk Nýlistasafnið vegna sýningar Matthews Barney 500 þúsund fékk Hrafn Gunnlaugsson vegna kvikmyndarinnar „Ísland í öðru ljósi“ 2,2 milljónir fékk Latibær vegna útvarps Latabæjar milljónír króna2003 57,1 1,5 milljónir fékk Útvarp Saga vegna kostunar 1,1 milljón fékk Jakob F. Ásgeirsson til að skrifa ævisögu 300 þúsund fékk íþróttafélagið ÍA 2004 77 milljónír króna 350 þúsund fékk Eggert Skúlason til að gera DVD-disk um stangveiði 1,3 milljónir fékk Veiðifélag Elliðavatns sem arðgreiðslu vegna afnota af uppeldisstöðvum 2005 62,9 3,4 milljónir til Latabæjar vegna Orkuátaksins 2006 350 þúsund fékk ÍA 5 milljónir fékk Reykjavíkurborg vegna ýmissa verkefna milljónír króna2006 82,2 1 milljón króna fékk knattspyrnudeild Skallagríms 1,8 milljónir fékk Latibær fyrir Útvarp Latabæjar 1 milljón fékk knattspyrnudeild Fylkis 2 milljónir fékk Plús film vegna heimildarmyndar 900 þúsund fékk sendiráð Íslands í London 2007 193,8 milljónír króna 2,2 milljónir króna fékk Borgarbyggð vegna Bjössarólós 1 milljón króna fékk Valur vegna Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu 2008 214,2 milljónír króna 50 milljónir króna fékk sveitarfélagið Ölfus 2 milljónir fékk Íslenska óperan 1 milljón fékk Golfklúbbur Þorlákshafnar 500 þúsund fékk Listafélag Langholtskirkju 2009 242 milljónír króna 1 milljón króna fékk Grafarholtssókn 500 þúsund fékk Haukur Arnþórsson vegna hönnunar um örugg netföng 20 milljónir fékk utanríkisráðuneytið vegna heimssýningar Expo 250 þúsund fékk Golfklúbbur Bakkakots vegna árgjalds 2010 169,6 milljónír króna Dæmi um styrki og heildarstyrkir hvers árs Ekki er rétt sem fram kom í Frétta- blaðinu á mánudag að fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hefðu verið sakfelldir fyrir ólögleg lán úr sjóðnum til Kópa- vogsbæjar. Hið rétta er að að þeir voru dæmdir fyrir að gefa fjármála- ráðuneytinu rangar upplýsingar um lánveitinguna. LEIÐRÉTT ÖRYGGISMÁL Náðst hefur samkomu- lag á vettvangi Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar (IMO) um stað- festingu á samþykkt um öryggi fiskiskipa, smíði þeirra og búnað. Torremolinos-bókunin svokallaða er frá árinu 1977, en þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir á undanförnum árum og áratugum hefur ekki tekist að hrinda henni í framkvæmd þar sem forms- atriðum hefur ekki verið fullnægt. Til að samþykktin taki gildi þarf tiltekinn fjöldi aðildarríkja IMO að fullgilda hana, en fram til þessa hefur ekki náðst samkomulag um hver þessi fjöldi aðildarríkja skuli vera. Eins þarf tiltekinn fjöldi skipa að falla undir samþykktina og nú liggur fyrir að hún öðlist gildi alþjóð- lega þegar 22 ríki með fiskiskipastól upp á 3.600 skip 24 metra eða lengri hafa fullgilt hana. Íslendingar stað- festu samþykktina árið 1986. „Þetta er tvímælalaust stærsta skrefið sem stigið hefur verið í átt að bættu öryggi sjómanna á fiskiskipum á heimsvísu,“ segir Guðfinnur G. Johnsen, sem hefur fylgt málinu eftir fyrir hönd LÍÚ. Talið er að árlega farist 26 þúsund sjómenn í heimin- um en aðbúnaður skipa er víða bág- borinn. - shá Talið er að árlega farist 26 þúsund sjómenn í heiminum en aðbúnaður skipa er víða bágborinn: Stórt skref stigið í öryggismálum sjómanna Á ÍSLANDSMIÐUM Íslendingar hafa náð gríðarlega góðum árangri í öryggis- málum sjómanna á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.