Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 16
16 13. október 2012 LAUGARDAGUR Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengis málum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjald- miðils uppfulla af staðreynda- villum. Hér á eftir er stutt samantekt á svörum við sjö gagnrýnisatriðum þeirra, en mun ýtarlegra svar má finna á heimasíðu SÍ (www.sedla- banki.is). 1. Greinarhöfundar telja SÍ rangtúlka niðurstöður rannsókna Edwards og Magendzo á áhrif- um einhliða upptöku á hagvöxt og hagsveiflur. Því fer fjarri. Það sést best af túlkun Edwards sjálfs í yfirlitsgrein frá 2011 þar sem hann gengur lengra en SÍ og full- yrðir að lönd sem hafa reynt ein- hliða upptöku búi bæði við nokkru minni hagvöxt og meiri hag- sveiflur en lönd með eigin gjald- miðil. Í skýrslu SÍ er ekki notað jafn afdráttarlaust orðalag, m.a. í ljósi annarra rannsókna sem gefa ekki eins einhlítar niðurstöður. 2. Greinarhöfundar gagn- rýna mat SÍ á einskiptiskostnaði við einhliða upptöku. Í skýrsl- unni segir að hann geti legið á bilinu 70-87 ma.kr., þar af eru 42 ma.kr. vegna útskiptingar á seðl- um og mynt í umferð. Afgangur- inn stafar af líklegri aukningu í eftirspurn eftir seðlum og mynt í takt við niðurstöður rannsókna. Greinar höfundar eru því að mis- skilja textann. 3. Greinarhöfundar staðhæfa að SÍ hafi fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að viðkomandi mynt hafi þegar verið notuð í miklum mæli og nefna El Salvador máli sínu til stuðnings. Í skýrslunni er einungis fullyrt að þetta eigi við um flest ríki. El Salvador hefur vissulega nokkra sérstöðu hvað varðar lágt hlutfall bankainnstæðna í Banda- ríkjadal í aðdraganda upptökunn- ar en það segir hins vegar afar lítið þar sem minnihluti íbúa þar í landi hefur aðgengi að banka- þjónustu. Meiru máli skiptir að verulegar fjárhæðir í Bandaríkja- dal streyma til landsins ár hvert frá brottfluttum þegnum. Þetta innstreymi nam að meðaltali um 16% af landsframleiðslu á hverju ári tímabilið 2000-2010 og er að langmestu leyti greitt út í dollara- seðlum sem að litlu leyti leitar í bankainnstæður. 4. Greinarhöfundar segja að í skýrslunni sé því ranglega haldið fram að meirihluti fjármála kerfis El Salvador sé í innlendri eigu. Hér verður að hafa í huga að það er ekki fyrr en fimm árum eftir upptökuna sem erlendir bankar hefja kaup á innlendum bönkum. Fullyrðingunni í skýrslunni var því einkum ætlað að gefa til kynna að hægt sé að starfrækja banka- kerfi í innlendri eigu þrátt fyrir einhliða upptöku gagnstætt því sem oft er sagt. 5. Svo virðist sem greinar- höfundar telji SÍ halda því fram að notkun almennings á gjald- miðlum annars ríkis sé háð laga- takmörkunum. Í skýrslunni segir einungis að einhliða upptaka geti talist inngrip í fullveldisrétt ríkis en það breytir engu um samninga- frelsi einstaklinga og lögaðila um val á mynt í samningum sínum. 6. Gagnrýnt er að einkum sé lögð áhersla á galla einhliða upp- töku. Nefna þeir umfjöllun um Svartfjallaland sem dæmi þar sem ekki sé minnst á mikinn hag- vöxt um leið og einblínt er á verð- bólguna þar. Þessi málflutningur stenst enga skoðun. Nokkru áður er fjallað um að hagvöxtur hafi verið ágætur í landinu. Þessu til við- bótar er ýtarleg umfjöllun í skýrsl- unni um fjölmarga mögulega kosti mismunandi gengistenginga sem einnig eiga við um upptöku annars gjaldmiðils. 7. Greinarhöfundar gagnrýna að skýrslan fjalli um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármála- kerfis. Þetta er ekki rétt þar sem í skýrslunni er fjallað um lánveit- anda til þrautavara sem forsendu fjármálastöðugleika. Færð eru rök fyrir því, studd af rannsóknum, að geta seðlabanka til að prenta eigin gjaldmiðil setji þá í einstaka aðstöðu til að aðstoða innlent fjár- málakerfi í tímabundnum lausa- fjárvanda og að án trausts lánveit- anda til þrautavara sé meiri hætta á bankaáhlaupum og erfiðara að eiga við þau skelli þau á. Af þess- um orsökum eru stjórnvöld í El Salvador, í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, t.d. að vinna í því að styrkja stöðu lánveitanda til þrautavara þar í landi. Að lokum: Einhliða upptaka ann- ars gjaldmiðils er valkostur sem vissulega á að skoða. Hér verð- ur hins vegar ekki tekið undir þá skoðun að hún sé besti kosturinn. Umfjöllun um þetta í skýrslu SÍ er tilraun til að taka saman helstu sjónarmið en var aldrei hugsuð sem lokaorðið um þennan valkost. Ef þessi leið verður farin krefst það töluverðs undirbúnings og ýtarlegri greiningar en unnt var að birta í skýrslunni eða ætla má út frá málflutningi greinar höfunda. Það á ekki síst við vegna þess að einhliða upptaka hefur til þessa ekki verið reynd í þróuðu iðn- ríki með tiltölulega stórt innlent bankakerfi í viðkvæmri stöðu og takmarkaða notkun annars gjald- miðils. Hún hefur heldur ekki verið reynd í landi sem stendur frammi fyrir áþekkum vanda hvað varð- ar hvernig og á hvaða gengi eigi að skipta út aflands krónum við einhliða upptöku né í landi sem stendur frammi fyrir svo miklum erlendum skuldum. Ríkin sem farið hafa þessa leið búa þvert á móti við stöðugt innflæði gjald eyris frá brottfluttum þegnum sínum sem nemur vænum hluta landsfram- leiðslu á hverju einasta ári. Mikilvægt er að skoða þá kosti sem í boði eru af yfirvegun með langtímahagsmuni þjóðar innar í huga. Eins og greinar höfundar benda á er engin töfralausn til og allar leiðir hafa kosti og galla, þ.m.t. einhliða upptaka. Í skýrslu SÍ er einmitt fjallað um bæði kosti og galla allra þeirra leiða sem til umfjöllunar hafa verið. Mikilvægt er að skoða þá kosti sem í boði eru af yfirvegun með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga. Staðlausar staðhæfingar um staðreyndavillur Gjaldmiðlar Gunnar Gunnarsson Þorvarður Tjörvi Ólafsson Þórarinn G. Pétursson hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands Frá aðeins kr. 59.900 Sevilla 26. október Frábær sértilboð á flugi og gistingu! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á morgunflugi 26. október og gistingu í 3 nætur á mjög góðum hótelum í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menningu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu næturlífi og endalausu úrvali veitingastaða og verslana. Verð kr. 59.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 26. október. Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði. Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Tryp Macarena **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 29.800. Hluthafafundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn mánudaginn 22. október nk. kl. 10:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Framlagning efnahags- og rekstrarreiknings félagsins skv. 85. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög 2. Kjör skilanefndar 3. Önnur mál. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 9:30 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni 19. október 2012. Reykjavík 12. október 2012 Stjórn Bakkavör Group ehf. Hluthafafundur Bakkavör Group ehf. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING Í DAG KL. 11:00-15:00 UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.