Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 22

Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 22
13. október 2012 LAUGARDAGUR22 kjördæmi og vorum þar langstærst. Ég held að það sé samhengi þarna á milli.“ Flestar reyndustu þingkonurnar eru að hætta í vor. Ásta Ragn heiður Jóhannesdóttir hefur ekki gefið upp hvað hún ætlar að gera en allar aðrar sem komu inn fyrir aldamót eru á útleið. Á meðan er fjöldi karla sem hefur setið miklu lengur og vill sitja áfram. Finnst þér þetta segja eitthvað um pólitíska umhverfið? „Já, og mér finnst ágætt að þetta sé dregið fram. Talandi um Ástu Ragn- heiði; hún hefur staðið sig gríðarlega vel, hún hefur tekið erfiðar ákvarðan- ir – ákvarðanir sem ég hef ekki alltaf verið sátt við – en hún hefur staðið sig vel sem þingforseti. Af hverju ætti hún að hætta frekar en Össur, Ögmundur eða Steingrímur J.? Það er einhvern veginn eins og líftími kvenna í pólitík sé styttri, fyrir utan undantekninguna sem er Jóhanna Sigurðardóttir. Margt má um Jóhönnu segja og ég er algjörlega ósammála henni pólitískt, en hún hefur gert margt ágætlega fyrir hönd kvenna þótt mér finnist hún hafa klikkað sem forystumaður í ríkisstjórn varðandi jafnréttismálin. Hún er samt búin að sýna fram á að konur geti líka verið lengi í pólitík, sem er gott, en hún er undantekning. Það er eins og það sé minni þolin- mæði gagnvart því að konur séu til lengri tíma í pólitík en gagnvart körl- um.“ Þorgerður segir að svo virðist sem flokkurinn sé loksins að komast yfir það tímabil að vera „einnar konu flokk- ur“. Nú séu konur mjög afgerandi á flestum sviðum hans. „Það er gömul saga og ný að það er önnur umræða um konur í pólitík en karla. Allt frá því að það sé enn talað um útlit og fatasmekk kvenna en eitthvað allt annað sem teng- ist körlunum. Þetta er enn rosalega hallærislegt en ég bind miklar vonir við að þetta sé að breytast.“ Umræðan hefur verið erfið Nú er hálft þriðja ár frá því að um- ræðan um fjármál þín stóð sem hæst. Finnst þér þetta eftir á að hyggja hafa verið skiljanleg viðbrögð eða var þetta ómakleg umræða? „Mér er minnisstætt það sem Guðni Th. Jóhannesson sagði strax eftir hrunið: að nú rynni upp tími sem við myndum í framtíðinni ekki vera neitt sérstaklega stolt af sem þjóð. Ég held að margt hafi verið skiljanlegt og eðli- legt – reiði, uppbrot, ýmislegt – en að margt hafi líka verið óskiljanlegt. Ég held að það sé ekki tímabært að vera með sleggjudóma eða mat á sögunni núna en eitt af því sem mér hefur verið hugleikið gegnum þennan ólgusjó og má ekki bregðast í íslensku sam félagi er réttarríkið og grundvallarreglur þess. Ég vona að sagan muni sýna að þó að við höfum stundum verið á ystu mörkum þá höfum við ekki farið yfir þessa línu sem er gullvæg í borgara- legu samfélagi sem kennir sig við mannréttindi.“ Þorgerður er meðal annars að hætta á þingi vegna fjölskyldu sinnar. „Eitt af því sem ekki bara konur í pólitík heldur karlar líka upplifa er endalaust samviskubit yfir því að vera ekki heima – að ná stundum ekki í afmæli og á aðra viðburði á vegum fjölskyldunnar. Eitt það erfiðasta sem maður upplifði þegar maður var kom- inn á fullt í pólitíkina var þegar eitt barnanna vaknaði á nóttunni og kallaði ekki lengur „mamma“ heldur „pabbi“. Það eru þessi litlu atriði sem á endan- um vega þungt. Að sjálfsögðu hefur umræðan í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn, mig og mína fjölskyldu verið erfið – það er ekki spurning. Á sama tíma á árinu 2008 komu upp erfiðleikar með eitt barnanna minna og það er eitthvað sem ég þurfti að yfirvinna sálrænt – að læra að lifa með því að eiga fatlað barn. Það gerir enginn ráð fyrir öðru en að eignast heilbrigt barn og nú þarf ég að læra á kerfið, fyrst og fremst barnsins vegna. Ég veit eitt og annað um kerfið, en ég þarf að læra á það eins og aðrir. Þegar maður hugsar um mengi allra þessara hluta, þessa mósaíkmynd, og þarf að glíma bæði við ákveðið mótlæti í vinnunni og að sumu leyti í fjölskyld- unni, þá held ég að maður verði þegar upp er staðið að hugsa aðeins meira um fjölskylduna. Manni finnst maður ekki hafa gert nóg. Ég held að á meðan ég er í stjórnmálum fái fjölskyldan mín ekki það andrými sem hún þarf á að halda og þess vegna stíg ég til hliðar – að minnsta kosti um tíma.“ Að minnsta kosti um tíma seg- irðu. Þú heldur því opnu að þú munir hugsan lega snúa aftur í stjórnmál? „Eitt af því sem ég er búin að læra í stjórnmálum er að vera ekki með nein- ar digrar yfirlýsingar. Ég get ekki úti- lokað það og sagt: „Nei, ég ætla aldrei að koma aftur.“ Ég hef óbilandi áhuga á pólitíkinni en það er síðan annað mál hvernig ég mun beita mér. Það getur vel verið að ég muni gera það með ein- hverjum hætti á öðrum vígstöðvum.“ Kjánaskapur SUS Þú líktir hluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við bandarísku Teboðshreyfinguna í þættinum Klink- inu á Vísi á dögunum. Til hvaða fólks ertu að vísa og í hvaða málum finnst þér þetta birtast? „Í kjölfarið komu svo nokkrir frá VG og sögðu að það væri líka teboðs- hreyfing innan þeirra raða. Það er ekk- ert hægt að tiltaka einhverjar sérstakar persónur. Það sem ég er að tala um eru þessar öfgar, hvar sem er. Það er eins og ysti kanturinn alls staðar sé ráðandi. En ég trúi því að innan allra þessara flokka sé miklu stærri kjarni, upp til hópa frjálslynt fólk sem vill umræðu og þorir að segja hug sinn.“ Þorgerður nefnir fund áhrifafólks úr stjórnmálum og viðskiptalífi um Evrópu mál sem haldinn var í síðustu viku. Hann sé skýrt merki um að fólk geti sameinast um tiltekin málefni þvert á flokka. „Og öðruvísi mér áður brá þegar kemur að flokknum mínum. Hann hefur Ég hef þá skoðun að það eigi að vera kona í forystu flokksins. Ég nenni ekki að hlusta á þessa frasa um að kynið skipti ekki máli af því að við eigum bara að líta á hæfi einstak- linganna. Þ orgerður Katrín Gunnars- dóttir lýsti því nýverið yfir að hún hygðist hætta á þingi í vor eftir fjórtán ára stjórnmálaferil. Hún segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. „Já, af því að stjórnmálin eru það skemmtilegasta sem ég hef gert, bæði sem ráðherra og ekki síður sem þing- maður. Miðað við allt sem á undan er gengið væri ég löngu hætt ef mér liði ekki vel hér. Ég var til í að taka slaginn en á móti kemur að álagið á fjölskyld- una hefur verið mikið og þess vegna þótti mér kominn tími til að stíga til hliðar.“ Hún nefnir sérstaklega vara- formanns tíð sína í flokknum, sem hafi verið einkar gefandi. „Ég vona að sá sem verður nýr varaformaður njóti þess jafnvel og ég að vera í þess- ari stöðu. Það er hrikalega gaman ef maður er í því með réttu hugarfari.“ Hefurðu skoðun á því hver það á að vera? „Ég hef þá skoðun að það eigi að vera kona í forystu flokksins. Ég nenni ekki að hlusta á þessa frasa um að kynið skipti ekki máli af því að við eigum bara að líta á hæfi einstaklinganna. Við erum bara komin með svo marg- ar konur að það er ekki lengur hægt að tala svona. Mér finnst sárt að sjá á eftir Ólöfu [Nordal] en ég skil henn- ar sjónarmið mjög vel. Og við höfum sem betur fer mikið af frambæri legum konum til að taka við af henni, til dæmis Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur], Ragnheiði Elínu [Árnadóttur] og fleiri. Áttum okkur í guðanna bænum á því að konur í forystu flokksins eru gríðar lega mikilvægar. Ég hef bent á að þegar við fórum í kosningarnar 2007 og unnum stórkostlegan sigur – það er meira en að segja það að auka fylgi flokks eftir sextán ára stjórnarsetu um tæp fjögur prósent – það var að mínu mati vegna nýrrar forystu annars vegar og hins vegar þess að konur voru framarlega á öllum listum. Við feng- um yfir fjörutíu prósent í Suðvestur- Líftími kvenna í pólitík er styttri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ákveðið að veita fjölskyldu sinni andrými og hætta í stjórnmálum – að minnsta kosti að sinni. Í samtali við Stíg Helgason útskýrir hún ummæli sín um íslensku teboðshreyfinguna og gagnrýnir tuðandi alþingismenn. FRAMHALD Á SÍÐU 24 ÞARF AÐ LÆRA Á KERFIÐ Dóttir Þor- gerðar glímir við einhverfu og ýmsar hamlanir. Þorgerður segist hafa þurft að yfirvinna það sálrænt að eignast barn sem glími við mikla erfiðleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.