Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 36

Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 36
13. október 2012 LAUGARDAGUR36 hins vegar vel hverjar áherslurnar voru. Karlar einokuðu þær nefnd- ir sem komu að framkvæmdum og slíku, en Bríet sat þar ein kvenna og studdi Knud Ziemsen, síðar borgarstjóra, í því umbótaverkefni að keyptur yrði valtari, en það var verkefni veganefndar. Valtarinn kom til landsins árið 1912 og var brátt nefndur Bríet Knútsdóttir í höfuðið á þeim sem unnu mest að málinu. Það voru hins vegar „mjúku málin“ sem áttu hug þeirra alla í fyrstu. Meðal baráttumála voru sundkennsla fyrir bæði kynin og leikvellir fyrir börn. Bríet beitti sér fyrir því að börn fengju mat í skól- N ú hafa fjórar götur í hinu gróna Túna- hverfi í Reykjavík verið nefndar upp á nýtt. Ekki fallast allir á rökin að baki þessari ákvörðun borgaryfirvalda; margir segja að margt annað ætti að vera framar í forgangsröðinni og að skattfénu væri betur varið í önnur verkefni. Hvað sem því líður standa að baki nafnabreytingunni fjórar konur sem án nokkurs vafa brutu blað í íslenskri sögu og full ástæða er til að minnast með veglegum hætti. 1908 Kosningar til bæjarstjórnar í Reykjavík árið 1908 voru um margt sérstakar. Þá buðu konur sig fram til embættis í sveitarstjórnar- kosningum í fyrsta skipti, sem er merkilegt eitt og sér. En í kosning- unum til bæjarstjórnar Reykjavíkur buðu líka fram átján listar, sem á sér vart hliðstæðu. Þetta stóra skref var auðvitað möguleiki vegna þró- unar áranna á undan en það var ekki fyrr en árið 1907 sem kosn- ingaréttur kvenna var ekki háður miklum takmörkunum, og kjörgengi þeirra varð staðreynd. Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti hug- myndina að því að kvenfélögin í Reykjavík bæru fram sérstakan kvennalista árið 1908. Bríet hafði kosningarrétt vegna stöðu sinnar og var á meðal þeirra þrettán kvenna, já, þrettán, sem kusu í kosningunum í Reykjavík árið 1903. Kvenfélögin sem stóðu að baki listanum voru fimm að tölu. Efst á listanum var Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kvenfélags, í öðru sæti var Þórunn Jónassen, formaður Thor- valdsensfélagsins, í því þriðja Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður Kven- réttindafélags Íslands, og í því fjórða Guðrún Björnsdóttir, sem var félagi í Kvenréttindafélagi Íslands. Kosningaáróður Á vef Kvennasögusafnsins grein- ir að konurnar unnu geysivel fyrir kosningarnar. Þær efndu til fyrir- lestra um lagalega stöðu kvenna, um nýju kosningalögin og um bæjar- og sveitarstjórnarmál. Þær skiptu bænum í níu hverfi og kusu nefndir sem höfðu það hlutverk að heimsækja hverja einustu konu með kosningarétt og hvetja hana til að kjósa. Þær opnuðu kosningaskrif- stofu og gáfu út kosningastefnuskrá. „Í stuttu máli má segja að þær hafi verið upphafsmenn að skipulögðum kosningaáróðri i Reykjavík,“ segir í texta sögusafnsins. Á kjörskrá árið 1908 voru 2.838 en bæjarbúar voru alls 11.016. Konur á kjörskrá voru 1.209 og karl- ar 1.629. Atvæðisréttar síns neyttu 593 konur (49%) og 1.027 karlar (63%) eða 57% kjósenda sem var meira en nokkru sinni. Til að gera langa sögu stutta fékk listi kven- félaganna yfirburðakosningu eða langflest atkvæðin, 345 að tölu og voru það 21,8% greiddra atkvæða og komu öllum sínum fulltrúum að borði bæjarstjórnar. Hvað breyttist? Auðvitað breyttust stjórnar hættir í Reykjavík með setu fjögurra kvenna í fimmtán manna stjórn. Þegar nefndir voru skipaðar sást Bríet og Skúli fógeti deila götu Fjórar götur í Túnahverfi í Reykjavík munu í framtíðinni bera nöfn þeirra kvenna sem fyrstar voru kosnar í borgarstjórn Reykja- víkur. Tilefnið er að borgaryfirvöld vilja gera konunum hærra undir höfði en hingað til, auk þess að rétta hlut kvenna almennt í íslenskri sögu. Svavar Hávarðsson kynnti sér merkilegan kafla í sögu Reykjavíkur og sögu mannréttindabaráttu á Íslandi. Foreldrar: Bjarnhéðinn Sæmundsson, bóndi - Kolfinna Snæbjarnardóttir. Bríet fæddist að Haukagili í Vatnsdal árið 1856. Þegar hún var rúmlega tvítug lést faðir hennar og gerðist Bríet þá vinnukona í Eyjafirði. Hún gekk í Kvennaskólann að Lauga- landi í Eyjafirði veturinn 1880-81 en hann var stofnaður árið 1877. Þá var stúlkum meinað að ganga í framhaldsskólana, Latínuskólann í Reykjavík, læknaskólann og presta- skólann og gagnfræðaskólann á Möðruvöllum. Bríet stundaði kennslu barna í Reykjavík og í Þingeyjarsýslu. Hún giftist Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra Fjallkonunnar, árið 1888 og bjó eftir það í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn, Laufeyju árið 1890 og Héðin árið 1892. ■ Bríet var stofnandi og ritstjóri Kvennablaðsins 1895-1919 og Barnablaðsins 1898-1903. ■ Félagi í Hinu íslenska kvenfélagi. ■ Gekkst fyrir stofnun Kvenréttinda- félags Íslands árið 1907 og var formaður þess árum saman. ■ Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908- 1910 og 1914-1920. Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) Foreldrar: Björn Skúlason, umboðs- maður og bóndi - Bergljót Sigurðar- dóttir. Guðrún fæddist að Eyjólfsstöðum á Völlum árið 1853 og ólst þar upp til tíu ára aldurs er faðir hennar féll frá. Fór hún þá til Eskifjarðar í fóstur og nokkrum árum síðar til móður- bróður síns á Langanesi. Þaðan sigldi hún til Kaupmanna- hafnar og var þar um skeið en kom síðan til baka til frændfólks síns á Langanesi. Hún gekk að eiga séra Lárus Jóhannesson árið 1884 og bjuggu þau að Sauðanesi á Langa- nesi. Þau eignuðust fjórar dætur, Margréti Ragnheiði Friðriku 1885, Bergljótu 1886, Guðrúnu Ingibjörgu 1887, og Láru Ingibjörgu 1888. Guðrún varð ekkja eftir aðeins fjögurra ára hjónaband og flutti með dætrum sínum til Reykjavíkur árið 1900. Hóf hún þar mjólkursölu og skrifaði um nauðsyn þess að koma betra skipulagi á hana til tryggingar hreinlæti og heilbrigði bæjarbúa. ■ Guðrún var einn stofnenda Kven- réttindafélags Íslands. ■ Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908- 1914. Guðrún Björnsdóttir (1853-1936) Foreldrar: Skúli Þorvaldsson Sívertsson, bóndi í Hrappsey - Hlíf Jónsdóttir Katrín ólst upp í Hrappsey og kom fyrst til Reykjavíkur 14 ára gömul og þá í kynnisför til Katrínar Sívertsen föður- systur sinnar. Þar kynntist hún eigin- manni sínum Guðmundi Magnússyni, lækni og prófessor. Þau eignuðust eina dóttur 1892 en hún lifði aðeins fáeina daga. Eina fósturdóttur ólu þau upp. Guðmundur var fyrsti læknir hér á landi sem gerði holskurði og aðstoðaði Katrín hann frá fyrstu tíð við skurðaðgerðir. Hugur Katrínar hneigðist alla tíð til lækninga, en foreldrar hennar lögðust gegn því að hún yrði ljósmóðir. ■ Katrín starfaði innan Hins íslenska kvenfélags og gegndi þar for- mennsku frá 1903 til 1924. ■ Átti þátt í stofnun Bandalags kvenna árið 1917 og var í fyrstu stjórn félagsins. ■ Sat lengi í stjórn Thorvaldsensfélags- ins og var kjörin heiðursfélagi 1929. ■ Áberandi í söfnun íslenskra kvenna til byggingar Landspítalans. ■ Átti sæti um árabil í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík. ■ í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1916. Katrín Magnússon (1858-1932) Foreldrar: Pétur Hafstein, sýslumaður og amtmaður - Guðrún Hannesdóttir Stephensen Þórunn missti móður sína er hún var aðeins tíu mánaða gömul og ólst upp til fermingar ýmist hjá nákomnum ættingjum eða föður sínum. Skömmu eftir fermingu fór Þórunn til náms- dvalar í Kaupmannahöfn og gekk m.a. á skóla fröken Nathalie Zahle, en hann var í miklu áliti í Danmörku og fröken Zahle mikil kvenréttindakona sem vann að því að tengja saman menntun kvenna og réttindabaráttu þeirra. Frá Kaupmannahöfn kom Þórunn til Reykjavíkur og þar giftist hún Jónasi Jónassen landlækni árið 1871. Þau eignuðust eina dóttur árið 1873, Soffíu. Þórunn var kjörin fyrsti formaður Thorvaldsensfélagsins sem stofnað var árið 1875. Hún var formaður félagsins til æviloka, eða í 47 ár. ■ Ritari í Landspítalasjóðanefnd, en með byggingu spítalans vildu íslenskar konur minnast þeirra tímamóta er þær öðluðust kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis 19. júní 1915. ■ Í bæjarstjórn 1908-1910. Þórunn Jónassen (1850-1922) HEIMILD: KVENNASOGUSAFN.IS ■ GÖTUNÖFNIN SEM BREYTAST Guð rúna rtún Bríetartún var Skúlagata Laugavegur Sn or ra br au t Þórunnartún var Skúlatún K atrínartún var H öfðatún K atrínartún var H öfðatún var S ætú n Sætún verður Guðrúnartún, Höfðatún verður Katrínar- tún, Skúlatún verður Þórunnartún og Skúlagata verður Bríetartún. Hlemmur MYND/REYKJAVÍKURBORG anum, en vegna mikillar fátæktar á þessum árum voru mörg börn illa vannærð. Matargjafir komust á og var þeim haldið áfram af og til fram á fjórða áratuginn. Kannski eru þessi orð Bríetar frá því um sumarið 1908 leiðarvísir að því fyrir hvað var verið að berjast en hún segir í pistli í Kvennablaðinu 31. ágúst: „… hefir flestum konum verið kent það all tilfinnanlega, að við erum settar á bekk með ómynd- ugum, glæpamönnum og vitfirr- ingum þegar um dýrustu réttindi þjóðarinnar er að tefla. Vér viljum starfa að því, að slíkt ástand hald- ist ekki lengi, og að vér fáum fullan rétt til að vera með, þegar um vel- ferð lands og lýðs er að ræða. Það eru einnig börn vor og föðurland vort, sem verið er að vinna fyrir.“ Réttar götur Tillaga að breytingunum var sam- þykkt á fundi borgarráðs í október 2010. En af hverju Túnahverfið? Í bréfi byggingarfulltrúa til skipulagsráðs árið 2009 segir að nafnanefnd telji það ekki við hæfi að velja nöfnunum stað á götur í nýbyggingahverfum borgarinnar heldur verði valið að finna nöfnun- um stað innan eldri hluta Reykja- víkur; sú aðferð sé gamalreynd bæði erlendis og hér heima. Taldi nefndin að heppilegt svæði fyrir slíka breytingu sé vesturhluti Túna- hverfis, „… en á þessu svæði eru staðsettar skrifstofur flestra sviða Reykjavíkurborgar, þar er og mót- tökuhúsið Höfði, stolt Reykja víkur, jafnaldra setu kvenna í borgar- stjórn,“ eins og segir í bréfinu. Til þess var tekið að þar var í rúm 40 ár fundarsalur borgarstjórnar ásamt tækniskrifstofum borgar- innar í Skúlatúni. „Þá liggur svæð- ið í útjaðri byggðar í Reykjavík árið 1908. Starfsemi Reykjavíkurborg- ar á svæðinu í a.m.k. 60 ár, ásamt Höfða, skapa vali þessu sögulegan bakgrunn til þess að götur á svæð- inu geti borið nöfn fyrstu kvenna í borgarstjórn.“ Nafnanefnd gerði það einnig að tillögu sinni að samhliða hefð- bundnum götunafnaskiltum yrði samþykkt að koma fyrir upplýs- ingaskiltum með fullu nafni hverr- ar konu, fæðingar- og dánarári og áletrun sem minnti á tilefnið. Bríet og Skúli deila götu Á miðvikudag gekk breytingin í gegn með uppsetningu merkinga; Bríet fær austurhluta Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni og deilir því götu með Skúla fógeta. Höfðatún kemur í hlut Katrínar og heitir Katrínartún. Þórunn tekur við Skúla túni og Sætún víkur fyrir Guðrúnartúni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.