Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 38
13. október 2012 LAUGARDAGUR38
vaxta munaviðskipta fyrir hrun fjár-
málakerfisins, talið nema um 420
milljörðum íslenskra króna. Þetta
fé hefur oft verið nefnt hengja afla-
ndskróna (overhang) sem geti farið
snögglega úr kerfinu, með alvarlegum
áhrifum fyrir hagkerfið. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn telur þetta fé nema um
23 prósentum af árlegri landsfram-
leiðslu Íslands, eða sem nemur 372
milljörðum króna, sé mið tekið af
árlegri landsframleiðslu í fyrra.
Áætlun Seðlabankans hefur ekki síst
miðað að því að minnka þessa fjárhæð,
og telur bankinn að sú vinna hafi þegar
skilað árangri, þó erfitt sé að meta
með nákvæmum hætti hversu mikill
árangur hafi náðst.
Höftin ekki að fara
Nú fjórum árum eftir að gjaldeyris-
höftum var komið á er alls óvíst hve-
nær mögulegt verði að afnema höftin,
og er áfram einblínt á að áherslan
verði á að meta aðstæður sem fyrir
hendi eru á hverjum tíma, með tilliti
til þess hvort afnám hafta sé mögu-
legt. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla-
bankastjóri lagði áherslu á það atriði á
fundi um fjármálastöðugleika 5. októ-
ber, ríkisfjármálin yrðu að vera komin
á réttan kjöl fyrir afnám hafta. Það
væri einna mikilvægasta for sendan,
þar sem höftin hefðu í reynd þau áhrif
nú að fjármagnskostnaður ríkisins
væri minni en hann væri annars, og
það væri viðbúið að lántökukostnaður
ríkisins og íslenskra fyrirtækja myndi
hækka við afnám hafta, í það minnsta
tímabundið. Þess vegna skipti miklu
máli að vera með sjálfbæran ríkis-
rekstur.
Þrýstingurinn eykst
Innan haftanna, í fábreyttu fjár-
festingaumhverfi, er hætta á því að
eignaverð verði bjagað. Á þetta hefur
Seðlabankinn bent í ritum sínum, m.a.
Peningamálum. Sérstaklega eru það
lífeyrissjóðirnir sem geta lent í vand-
ræðum með að ávaxta fé sjóðsfélaga,
þar sem fáir kostir koma til greina,
þar sem nýfjárfesting erlendis er ekki
möguleg. Sem dæmi um erfiðleikana, þá
hafa sjóðirnir verið með á bilinu 150 til
180 milljarða á innlánsreikningum und-
anfarin tvö ár, sem ávaxtast lítið sem
ekkert. Eftir því sem lengri tími líður
innan hafta þá eykst þrýstingurinn á
afnám þeirra frá innlendum fjárfestum.
Í þessu umhverfi getur eignaverð bjag-
ast og þannig getur teiknast upp fölsk
mynd af stöðu efnahagsmála.
Pólitískar deilur
Eftir hrun hafa pólitísk átök um gjald-
miðlamálin og peningastefnu harðnað
nokkuð. Undirliggjandi eru þar ekki
síst átök um hvort Íslandi eigi að verða
hluti af Evrópusambandinu og taka upp
evru. Hvað sem líður stefnu mörkun
í peningamálum til framtíðar og hug-
myndum um upptöku alþjóðlegrar
myntar, þá er krónan gjaldmiðill Íslend-
inga og verður áfram. Í það minnsta
næstu árin, sem einkennast munu af
áframhaldandi tiltekt eftir hrunið sem
leiddi til haftabúskapar.
S
tundum er rætt um hrun
fjármálakerfisins, dagana 7.
til 9. október 2008, og hrun
krónunnar sem tvo aðskilda
atburði. Það er umdeilan-
legt að svo hafi verið, ekki
síst í ljósi þess með hvaða augum
alþjóðamarkaðir voru farnir að horfa
til Íslands um ári áður en allt hrundi.
„Íslendingar gerðu sér ekki grein fyrir
því að landið var í reynd orðið að vog-
unarsjóði,“ segir í grein hins virta
blaðamanns Michaels Lewis, með fyrir-
sögninni Wall Street on The Tundra
(Wall Street í freðmýrinni), sem birt-
ist í Vanity Fair og fjallaði um hrun
íslenska fjármálakerfisins.
Rautt ljós
Í augum fjárfesta á alþjóðamörkuðum
var Ísland orðið að einni samfelldri
áhættu. Skipti þá engu hvort rætt var
um Glitni, Kaupþing eða Lands bankann
í því samhengi. Oftast var horft til
landsins í heild og ójafnvægisins sem
blasti við, fremur en einstakra þátta.
Þar sem bankakerfið var orðið tæplega
tífalt stærra en árleg landsframleiðsla
og tæplega áttatíu prósent skuldbind-
inga bankanna voru í annarri mynt
en krónunni, þá var heildarmyndin
fremur hættumerki en sértæk atriði.
Þetta birtist sem rautt ljós á alþjóða-
mörkuðum, einkum síðustu mánuðina
fyrir hrun fjármálakerfisins. Öll sund
voru lokuð. Neyðarástand skapaðist í
kjölfarið.
„Enn eitt ruglið“
Krónan var í frjálsu falli þegar mest
gekk á og ekkert gat stöðvað fallið,
að því er virtist. Seðlabankinn sendi
frá sér tilkynningu 7. október, þegar
neyðarlögin höfðu verið samþykkt á
Alþingi, þar sem sagði að gengi krón-
unnar hefði verið fest miðað við vísi-
töluna 175. „Seðlabanki Íslands hefur
að fengnu samþykki forsætisráðherra
ákveðið að eiga viðskipti á millibanka-
markaði í dag á gengi sem tekur mið
af gengisvísitölu 175, sem samsvarar
um 131 krónu gagnvart evru,“ sagði í
tilkynningu vegna þessa. Þetta gekk
ekki. Innan sólarhrings varð það ljóst.
Krónan hélt áfram að falla, enda alls-
herjarvantraust á mörkuðum gagnvart
Íslandi.
Í skýrslu Rannsóknar nefndar Al-
þingis er haft eftir Þórarni G. Péturs-
syni, núverandi aðalhagfræðingi Seðla-
bankans, að yfirlýsingin um fastgengið
hefði verið „enn eitt ruglið“. Eftir á að
hyggja tóku þessar tilraunir Seðla-
bankans mið af efnahagslegu neyðar-
ástandi sem hafði skapast, raunar
ekki aðeins á Íslandi heldur alþjóðlega
sömuleiðis. Í bók Hanks Paulson, On
The Brink (Á brúninni), fyrrverandi
fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
lýsir hann atburðum sem áttu sér stað
í Bandaríkjunum á sama tíma, í byrjun
október 2008, þannig að einhverjum
klukkustundum hafi munað að atvinnu-
leysi í Bandaríkjunum hefði orðið um
30 prósent á innan við viku, allt fjár-
málakerfi landsins stöðvast og almenn
óreiða skapast á götum borga. Inngrip
seðlabanka á síðustu stundu bjargaði
því að hjólin héldu áfram að snúast,
þrátt fyrir erfiðleika.
Í höft
Hrun krónunnar var að þessu leyti ekki
aðskilið frá hruni fjármála kerfisins,
heldur frekar samofið einstæðum
atburðum á fjármálamörkuðum hér
á landi og erlendis, enda réðst gengi
hennar af frjálsum fjármagnsflutn-
ingum. Í nóvember var gripið til þess
að setja á gjaldeyrishöft og voru þau
hluti af efnahagsáætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda.
Höftin áttu að koma í veg fyrir veru-
lega erfiðleika í tengslum við greiðslu-
jöfnuð Íslendinga og höfðu það að
markmiði að stuðla að stöðugu gengi án
þess að treyst væri um of á vaxtatækið.
Haftabúskapur hefur frá þessum tíma
verið hluti af daglegu lífi Íslendinga.
Tíu mánuðum eftir að höftin voru sett
á, í ágúst 2009, kynnti Seðlabankinn
áform um afnám hafta. Í áætluninni
eru talin upp nokkur meginatriði sem
þurfa vera fyrir hendi svo afnám hafta
sé mögulegt.
Hin mikilvægustu eru, sam-
kvæmt gögnum Seðlabanka Íslands,
þjóðhagslegur stöðugleiki og þar
með talið trúverðugar aðgerðir til
að tryggja sjálfbær ríkisfjármál,
minnkandi verðbólga, traust fjár-
málakerfi og nægi legur gjaldeyris-
forði. Annað vandamál er að meta
hversu mikill fjármagnsflótti er lík-
legur til þess að fara úr íslenska fjár-
málakerfinu við afnám hafta, með til-
heyrandi veikingar áhrifum á gengi
krónunnar. Samkvæmt síðustu opin-
berum gögnum Seðlabanka Íslands,
sem birt voru í fjármálastöðugleika-
riti bankans 5. október sl., er kvikt
fjármagn aflandskróna í eigu útlend-
inga, sem er ekki síst tilkomið vegna
Haftabú-
skapur
hefur frá
þessum
tíma verið
hluti af
daglegu lífi
Íslendinga.
Haftabúskapur í kjölfar hruns
Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar í efnahagsmálum Íslands á síðustu fjórum árum, þá er þjóðin enn í höftum. Gengi krónunnar
hrundi með falli íslenska fjármálakerfisins, og eftir máttlausar tilraunir við að ná stjórn á málunum voru gjaldeyrishöft sett á.
SEÐLABANKASTJÓRI Spurningar um framtíðarskipan í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Seðlabanki
Íslands kynnti ríflega 600 síðna skýrslu um valkosti í þessum efnum til framtíðar litið, 17. september sl. Þar voru kostir og gallar ýmissa leiða,
sem mögulegar eru, metnir. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sést hér skömmu áður en kynning á skýrslunni fór fram, í húsakynnum Seðla-
bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í slenska krónan hefur óneitanlega leikið stórt hlutverk í sviptingum undanfarinna ára. Fall
krónunnar gerði fjárhagslegt tjón við hrun fjár-
málakerfisins árið 2008 mun meira en ella og var
helsta skýringin á því að kaupmáttur sveiflaðist
meira hérlendis en annars staðar. Hin mikla kaup-
máttarrýrnun átti svo sinn þátt í því að magna upp
skuldavanda heimila. Krónan leiddi okkur jafn-
framt í gjaldeyrishöft, eitt landa í okkar heims-
hluta. Þannig hefur krónan sýnt skuggahliðar
sínar skýrt og greinilega undanfarin ár.
Því verður hins vegar ekki heldur á móti mælt
að gengisfall krónunnar hafði einnig þau jákvæðu
áhrif að beina kaupum landsmanna á vörum og
þjónustu í auknum mæli í áttina að innlendri
framleiðslu í stað innfluttrar. Það hefur skipt
miklu og skýrir að einhverju leyti hvers vegna
samdráttur landsframleiðslu varð þó ekki meiri
en raun ber vitni. Það á líka sinn þátt í því að
atvinnuleysi minnkar nú tiltölulega hratt og hag-
vöxtur er meiri en bjartsýnustu menn þorðu að
vona fyrir fjórum árum.
Þessi saga dregur ágætlega fram suma af kost-
unum og göllunum við að hafa sjálfstæðan gjald-
miðil í örhagkerfi eins og því íslenska.
Sögulega hefur lífið með krónunni almennt
verið þyrnum stráð. Krónan hefur verið óstöðug-
asti gjaldmiðill í okkar heimshluta, hvort heldur
horft er til gengis eða verðlags. Gagnslaus utan-
lands og þær atvinnugreinar innanlands sem hafa
getað komist hjá því að nota hana hafa almennt
gert það. Þannig nota helstu útflutningsatvinnu-
vegir Íslendinga krónu mjög lítið.
Framtíð þessa gjaldmiðils er mjög óljós. Seðla-
bankinn dró ágætlega fram þá kosti sem við
eigum í gjaldmiðlamálum í nýútkominni skýrslu,
sem ekki verður reynt að rekja hér í smáatriðum.
Valkostirnir eru þó tiltölulega einfaldir. Annað
hvort höldum við krónunni – vonandi með betri
árangri en undanfarna áratugi – eða við tökum
upp evru.
Kostir og gallar við evruupptöku eru að hluta
þekktir en óvissan á evrusvæðinu flækir óneitan-
lega málið. Að því leyti erum við þó í ákjósanlegri
stöðu. Við þurfum ekki að ákveða hvort við tökum
upp evru fyrr en eftir nokkur ár, eigum þess
raunar ekki kost fyrr. Þá mun væntanlega hafa
skýrst hvernig evrusamstarfinu verður háttað í
framtíðinni og hve vel tekst að vinna úr núver-
andi vanda. Þá verður hægt að taka ákvörðun um
það hvort við viljum taka upp annan gjaldmiðil á
réttum og þekktum forsendum. Þangað til sitjum
við uppi með krónuna hvort sem okkur líkar betur
eða verr.
Krónískt vandamál
FJÖGUR ÁR FRÁ EFNAHAGSHRUNI – FJÓRÐA GREIN
Gylfi Magnússon, dósent og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra skrifar
1.478
MILLJARÐAR
voru inni á inn-
lánsreikningum
í íslenska fjár-
málakerfinu í lok
ágúst á þessu ári,
samkvæmt tölum
Seðlabankans.
147
MILLJARÐAR
voru inni á innláns-
reikningum lífeyris-
sjóðanna í ágúst, en
sambærileg tala var
sjö milljarðar árið
2007, þegar þenslan
var sem mest.
STÝRI-
VEXTIR
voru hækkaðir í 17,5
prósent á svipuðum
tíma og gjaldeyris-
höftin voru sett.
STÝRI-
VEXTIRNIR
standa nú í 5,75
prósentum og líkur
standa til þess, sam-
kvæmt yfirlýsingu
Peningastefnu-
nefndar Seðlabanka
Íslands, að þeir
hækki á næstunni.
Magnús
Halldórsson
magnush@365.is