Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 39
Kynningarblað Mataræði, hreyfing,
áskoranir, bindindi, streita, dekur og spa.
HEILSA
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
MEISTARAMÁNUÐUR
Einn fjölmargra þátttakenda í ár er grafíski hönnuðurinn Hjalti Axel Yngvason sem
tekur nú þátt þriðja árið í röð. Hann
segir erfitt að skorast undan
áskoruninni enda taki margir
vinir hans og fjölskyldumeð-
limir þátt. „Í ár er áfengið
hvílt í október eins og
venjulega en nú
hef ég einnig
hætt að drekka
kaffi, te og aðra
koffíndrykki. Svo
reyni ég að borða hollan mat,
svo kallað steinaldarfæði, þar sem
sneitt er til dæmis fram hjá unnum
kjötvörum og ekki neytt hveitis og
sykurs svo dæmi séu tekin. Ég set
mér einnig alltaf það markmið að
ganga á fjögur fjöll í þessum mán-
uði og er nú þegar
búinn að ganga
á eitt fjall og tek
annað um helgina.“
Hjalti segist taka
á sömu þáttunum
ár eftir ár en hann
próf i þó a l ltaf
eit t hvað ný tt í
hverjum Meist-
a ra má nuði. „Ka f f i-
bindindið er nýtt í ár og síðan
prófaði ég crossfit núna í október.“
Mánuðurinn hefur farið vel af stað
í ár hjá Hjalta en hann segir átakið
ganga betur með hverju árinu sem
líður. „Maður er farinn að hugsa
um þetta einum til tveimur mán-
uðum fyrr. Síðan hafa málin þróast
þannig að ég er farinn að tileinka
mér margt sem ég tek mér fyrir
hendur í Meistaramán uðinum í
daglegu lífi. Áður en ég tók þátt í
fyrsta sinn stundaði ég til dæmis
enga skipulagða líkamsrækt en
nú er hún hluti af daglegri rútínu
minni. Þannig er Meistaramán-
uðurinn ágætis tími fyrir fólk til
að hugsa almennt um heilsuna og
taka skref í átt að betra líferni.“
Tekist á við nýjar áskoranir
Meistaramánuðurinn er góður tími til að hugsa um heilsuna. Margir þátttakendur prófa nýja hluti á þessu tímabili sem
seinna verða hlutar af daglegri rútínu þeirra. Flestir hætta að drekka, taka mataræðið í gegn og hreyfa sig meira.
„Kaffibindindið er nýtt í ár og síðan prófaði ég crossfit,“ segir Hjalti Axel Yngvason, graf-
ískur hönnuður. MYND/VILHELM
Október er Meistaramánuður. Þá skorar fólk sjálft sig á hólm og setur sér ákveðin markmið og reglur sem
það fylgir eftir í heilan mánuð. Upphafs-
menn Meistaramánaðar eru Þorsteinn Kári
Jónsson og Magnús Berg Magnússon sem
voru báðir í háskólanámi í Kaupmanna-
höfn þegar þeir skipulögðu fyrsta Meistara-
mánuðinn árið 2008. Þá voru þátt takendur
einungis tveir, þeir sjálfir. Þorsteinn segir
kveikjuna hafa verið þá að þeir voru ungir
menn sem skemmtu sér vel um helgar en
vildu gjarnan ná fastari tökum á náminu.
„Við byrjuðum tveir og síðan ákváðum við
að skora á félaga okkar þannig að hópurinn
taldi um 20 manns ári síðar. Eftir það byrj-
uðum við með litla bloggsíðu og þá jókst
fjöldinn mikið og ári síðar var hópurinn
um 200 manns. Í fyrra var svo öllum gefinn
kostur á þátttöku og mörg þúsund manns
tóku þátt en þá vorum við fluttir til Íslands.“
Meginmarkmið átaksins er að sögn Þor-
steins að fá fólk til að líta í eigin barm og átta
sig á því hvernig það getur sjálft orðið besta
út gáfan af sjálfum sér. „Við hvetjum þátt-
takendur til að taka á ákveðnum þáttum, til
dæmis heilsu, hreyfingu og andans málum
en aðallega snýst þetta um hvernig fólk
getur orðið sín eigin fyrirmynd.“
Að sögn Þorsteins er algengt að þátt-
takendur hætti að drekka og reykja tóbak
þennan mánuðinn, geri róttækar breytingar
á matar ræði sínu og hreyfi sig meira. „Þannig
byrjuðum við líka á sínum tíma. Mánuðurinn
snýst líka um að vakna fyrr á morgnana og
koma einhverju í verk áður en rútína dagsins
hefst. En fyrst og fremst hvetjum við fólk til
að skoða hvað það vill sjálft koma í verk. Það
getur verið mjög fjölbreytt, til dæmis að lesa
meira, margir listamenn birta verk sín dag-
lega í október, sumir nota tannþráð á hverjum
degi og aðrir heimsækja eða hringja í foreldra
eða afa og ömmu oftar. Það eru þessir litlu
hlutir sem gleymast oft í amstri hversdags-
ins.“
Þorsteinn segir vinsældir síðustu ára að
vissu leyti hafa komið þeim á óvart, en þó
ekki alveg. „Okkur finnst alltaf jafn áhugavert
hvað mikið af fólki vil taka þátt. En þegar við
hugsum út í þetta kemur þetta okkur í raun
ekki svo mikið á óvart því okkur fannst við
þurfa þetta sjálfir á sínum tíma. Að því leyt-
inu komu vinsældirnar okkur ekki á óvart og
það er gaman að sjá hversu margir taka þátt.“
Skora sjálfan
sig á hólm
Meistaramánuður hefur fest sig í sessi hérlendis en þúsundir
taka þátt í honum. Þátttakendur setja sér sjálfir eigin markmið
og reglur. Margir fara vel út fyrir þægindarammann.
Upphafsmenn og stjórnendur
Meistaramánaðarins. Frá
vinstri, Jökull Sólberg Auðuns-
son, Þorsteinn Kári Jónsson
og Magnús Berg Magnússon.
MYND/ANTON