Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 70

Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 70
13. október 2012 LAUGARDAGUR42 Einhugur þjóðar- innar í þessu máli er okkar sterkasta vopn. Við vitum ekkert um, hvort eða hve nær okkur gefst tækifæri til slíkrar at- kvæðagreiðslu aftur. Þetta ættu þeir að hugleiða, sem horfa of mjög á aukaatriði í þessu máli, en eru annars frelsisunn- andi lýðveldissinnar. Finnur Jónsson, Skutull 17. maí 1944 Hannibals úr stöðu barna- fræðara. Honum mislíkaði hve margir Ísfirðingar hefðu greitt atkvæði gegn stjórnarskránni. „Drengskaparrýru og van- gefnu smámenni tókst á þessum merkilegustu tímamótum í lífi þjóðarinnar að véla allmargar einfaldar og skammsýnar sálir samborgara sinna, til þess að snúast gegn stofnun lýðveldis- ins.“ Og ekki hætti fúkyrðaflaumur- inn þar. Fólk var sagt elta „blinda heimsku smámennis með skóla- stjóratitil“, kallaður nátthúfa, manntetur, óþokki, grautarhaus og andlegur leppalúði. Og Fjall- konan, hin andlega móðir Íslands, var ekki sátt við Hannibal, að mati Sigurðar. „Nei, vissulega mundi móðir vor, Fjallkonan, gráta yfir slík- um amlóða og svikara.“ Fabrikkeruð samstaða Lýðveldiskosninganna er minnst sem glæsts áfanga í sjálfstæðisbar- áttu íslenskrar þjóðar. Enginn þarf að velkjast í vafa um að útkoman hefði orðið sú sama, án áróðursins. Íslendingar vildu sitt sjálfstæði. Menn ættu hins vegar að fara varlega í að vitna til þessa atburðar sem dæmi um órofa samstöðu. Það er ástæða fyrir því að áróður af viðlíka toga er bannaður. Fjöl- miðlar stóðu gagnrýnisröddum ekki jafn opnir, líkt og krafist er í dag. Til að mynda neitaði Ríkis- útvarpið að birta eftirfarandi aug- lýsingu frá Hannibal: „Vestfirzk alþýða! Vertu trú — vertu sterk! Hlýddu engu, nema samvizku þinni við þjóðaratkvæða- greiðsluna.“ Gagnrýni Hannibals laut fyrst og fremst að því að stjórnarskráin væri ekki nógu vel úr garði gerð. Eftir viku ganga Íslendingar að kjörborðinu að nýju, til að kjósa um drög að nýrri stjórnarskrá. Sú gagnrýni sem stjórnarskráin hefur orðið fyrir bendir til þess að Hannibal hafi að einhverju leyti haft rétt fyrir sér. Í slendingar ganga að kjör- borðinu eftir viku og kjósa um hvort drög stjórnlaga- ráðs eigi að vera grund- völlur að nýrri stjórnar- skrá lýðveldisins. Fullur hugur virðist vera á því að breyta stjórnarskránni, þó sumir vilji að sú breyting verði á vegum Alþing- is. Stjórnarskráin sem allir vilja breyta var samþykkt með 95,04% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Kjörsókn var fáheyri- lega góð; 98,61% kjósenda greiddi atkvæði sitt. Það er ekki mikill glannaskapur að álykta sem svo að hin spurning- in sem lögð var fyrir þjóðina árið 1944 hafi átt stærstan þátt í að draga fólk að kjörborðinu. Lands- menn kusu nefnilega líka um hvort slíta ætti sambandinu við Dani og lýsa yfir stofnun lýðveldis. Og Íslendingar vildu sjálfstæði, um það er engum blöðum að fletta og um það vitnar þátttakan og niður- staðan. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að stjórnvöld gerðu allt til að niðurstaðan yrði eins og hún á endanum varð og sveigðu ýmsar reglur í því skyni. Allir eitt! Stjórnvöld höfðu akk af því að þátttakan yrði sem mest. Til að hægt yrði að stofna lýðveldi þurfti að segja upp sambandslagasamn- ingnum frá 1918. Í honum var ákvæði um að kosningaþátttaka yrði að vera að minnsta kosti 75 prósent og þar af þyrftu þrír fjórðu hlutar að samþykkja uppsögn samningsins. Allt kapp var því lagt á að þátttak- an yrði sem mest og nið- urstaðan sú eina rétta; uppsögn samningsins. Stjórnvöld stofn- uðu Landsnefnd lýð- veldiskosninganna til að hafa umsjón með kosningunum. Allir stjórnmálaflokkar áttu fulltrúa í nefnd- inni og hún hafði meðal annars það verkefni með hönd- um að sannfæra kjósendur um að kjósa – og hvernig þeir ættu að kjósa. Reka áróður. Og það gerði hún svikalaust eins og sést í þessu ávarpi hennar til íslenska kjósand- ans, sem birt var í öllum blöðum og lesið í Ríkisútvarpinu: Aldrei hefir jafnmikilvægt og þjóðheilagt mál verið lagt undir yðar atkvæði eða nokk- urs íslenzks kjósanda síðan land byggðist. Nú býðst yður það háleita tækifæri, sem aldrei hefir áður boðizt og mun aldrei bjóðast framar, að þér sjálfir fáið lagt yðar mikilvæga hlut í vogarskálina til þess að ná samstundis því takmarki, sem þjóðin hefir þráð um aldir, en saknað og farið á mis við, illu heilli, um nær því sjö alda skeið. Ef þessi óskastund þjóðar- innar væri vanrækt nú, þá er ólíklegt að hún komi nokkru sinni aftur. Höldum því saman rakleitt að settu marki. Allir eitt. Lokatakmarkið Þetta eru skýr skilaboð. Kjósend- ur höfðu tækifæri til þess að ná því takmarki sem íslenska þjóð- in hafði þráð um aldir, að verða sjálfstæð. Hér má sjá rómantíska sögu skoðun sjálfstæðisbaráttunn- ar í sinni tærustu mynd. Íslend- ingar áttu að hafa verið kúgaðir af erlendu valdi, en nú gafst færi á að losa sig við hlekkina. Til að hnykkja enn frekar á skilaboðunum birtust greinar í blöðum og erindi í útvarpi um þá óáran sem íslensk þjóð hafði orðið fyrir í gegnum aldirnar og það sett í samhengi við dönsk yfirráð. Og væru huglægu skilaboðin ekki nóg birti landsnefndin mynd af kjörseðli í blöðunum, rétt út fylltum. Enginn átti því að velkj- ast í vafa um hvernig átti að greiða atkvæði. Reglum varðandi kosningar var breytt og kjördagur stóð yfir í fjóra daga, frá 20. til 23. maí. Þá voru heimakosningar teknar upp að nýju og farið með kjörseðla til þeirra sem komust ekki að heim- an. Þær höfðu verið harðlega gagn- rýndar þar sem með talið var að hægt væri að hafa óeðlileg áhrif á kjósendur við slíkar aðstæður. Mannlegir músarindlar Íslendingar skiptust í hraðskiln- aðar- og lögskilnaðarmenn. Í stórum dráttum má segja að þeir fyrrnefndu hafi viljað nýta fyrsta tækifæri til sambandsslita, en hinir fara eftir lögum og réttum háttum í hvívetna. Meðal ann- ars að lýsa ekki yfir sjálfstæði á meðan konungur Íslendinga var fangi nasista. Hannibal Valdi- marsson var einn þeirra. H a n n va r skólastjóri á Ísafirði, for- seti Alþýðu- sambands Vestfjarða og ritstjóri Skutuls, blaðs þess. Síðar átti hann eftir að sitja á þingi ára- tugum saman. Hannibal tal- aði fyrir því að betra færis yrði beðið, en þegar ljóst var að sú yrði ekki raunin beindi hann gagnrýni sinni að stjórnarskránni. Hann færði rök fyrir því að stjórn- arskráin sem samþykkja ætti til bráðabirgða væri ótæk. Hann hvatti Íslendinga til að samþykkja sambandsslitin, en fella stjórnar- skrána. Óhætt er að segja að sú skoð- un hafi vakið upp úlfúð. Og haldi menn að illmælgi og níð sé eitt- hvað sem hafi orðið til í athuga- semdakerfum vefmiðla, þá er það misskilningur. Hannibal var brigslað um föðurlandssvik og heimsku. Sjálfur gat hann svarað fyrir sig, sagðist til að mynda frekar vilja vera kallaður kvislingur og þjóðsvikari við hlið margra mætra manna „en þótt ég af spilltri sam- tíð hefði verið kallaður sjálfstæðis- hetja milli mannlegra músarindla eins og Hauks Helgasonar og Sig- urðar frá Vigur,“ en þar nefndi hann sína helstu gagnrýnendur. Vangefið smámenni Gusurnar gengu yfir Hannibal, en óhætt er að segja að enginn hafi tekið jafn djúpt í árinni og nefndur Sigurður Bjarnason frá Vigur. Í blaði sínu Vestur- landi krafðist hann uppsagnar Lýðræði eða bull í leppalúða? Hannibal gerði grein fyrir gagnrýni sinni á stjórnarskrána í blaði sínu Skutli. Alltaf lá fyrir að um bráðabirgðaplagg væri að ræða, sem síðar átti að útfæra betur og gefa Íslending- um vandaða stjórnarskrá. Hafa ber í huga að á þessum árum sat utanþingsstjórn og Hannibal gagnrýndi að með því væri fyrsta grein stjórnarskrárinnar brotin: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þjóðinni væri því boðið upp á „ómenguð ósannindi strax í fyrstu grein sjálfrar stjórnarskrárinnar, og við það vil ég ekki sætta mig fyrir mitt leyti.“ Hannibal skildi heldur ekki flýtinn og gagnrýndi undirbúningsleysið. Honum þótti tímasetningin einfaldlega ekki við hæfi: „Heimurinn er blóði drifinn. Ísland er her- numið. Erlent setulið er í landinu og tæpast hægt að fullyrða, að íslensk stjórnarvöld hafi æðsta úrslitavald yfir örlögum íslenzkra þegna. Stundin virðist því hvorki skynsam- lega eða smekklega valin til stofnunar hins íslenzka lýðveldis.“ Sú gagnrýni sem helst á við í dag er kannski sú að Hannibal treysti einfaldlega ekki þingmönnum til að semja nýja stjórnar- skrá; hann vildi að þjóðin fengi að sjá full- búna stjórnarskrá og kjósa um hana beint, en stjórnmálamenn samþykktu hana ekki sín á milli. „Slík eftirkaup vil ég ekki eiga við hina íslenzku stjórnmálaforingja. – Ég treysti þeim ekki um of, hvorki um drengskap eða víðsýni. – Lýðveldisstjórnarskrá framtíðarinnar vil ég sjá, og ég vil fá að kynna mér hana og ræða hana, áður en ég læt frá mér fara jákvætt atkvæði um lýðveldisstofnunina. Lýðveldi á Íslandi er mér helgari hugsjón en svo, að ég láti bjóða mér það að taka ávkvörðun um hana blindandi.“ STJÓRNMÁLAMÖNNUM EKKI TREYSTANDI FYRIR STJÓRNARSKRÁNNI KOSNINGARNAR Stjórnvöld lágu ekki á þeirri skoðun sinni að lýðveldiskosningarnar snerust um að uppfylla aldagamlan draum íslenskrar þjóðar. Sannir Íslendingar skyldu kjósa rétt. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR UNDIRBÚNINGUR Þjóðin kepptist við að undirbúa fagnaðarstundina og allir vildu geta flaggað íslenska fánanum. HANNIBAL VALDIMARSSON Íslendingar kusu um lýðveldisstjórnarskrána árið 1944. Hannibal Valdimarsson hvatti þjóðina til að fella hana enda væri hún ekki nógu vel unnin. Fyrir vikið var hann úthrópaður sem föðurlands- svikari í fjölmiðlum, kallaður leppalúði, grautar- haus og sagður vangefinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé kynnir sér hvernig tókst að ná 100% kjör- sókn í sumum hreppum í þjóðaratkvæðagreiðslu. SVONA ÁTTU AÐ GERA Landsnefnd lýðveldiskosning- anna sýndi kjósendum hvernig átti að fylla kjörseðilinn rétt út. Einhugur þjóðarinnar vakinn Vér megum ekki saurga minningu for- feðra vorra og sæmd sjálfra vor með því að gleyma skyldu vorri á þessari örlaga- stundu. Vesturland, 20. maí 1944 Hinsvegar vil ég leggja meira upp úr þvi en hann [Hanni- bal] gerir, að stjórnar- skráin er aðeins til bráðabirgða eins og hún liggur nú fyrir. [...] Þegar gengið verð- ur frá stjórnarskránni til frambúðar, gefst þjóðinni væntan lega tækifæri til að ræða hana og greiða um hana atkvæði. Birgir Finnsson, Skutull, 20. maí 1944 Enginn Íslendingur getur setið heima við atkvæða- greiðsluna, eftir að hafa lesið boðskap konungs. Hver einasti kjósandi á landinu muri á kjördegi leysa sína þegnskaparskyldu og greiða atkvæði MEÐ lýðveldis- stjórnarskránni. Morgunblaðið (leiðari), 6. maí 1944
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.