Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 93

Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 93
LAUGARDAGUR 13. október 2012 65 Útvarpsþátturinn gamalgróni Party Zone verður með 22 ára afmælisþátt á Rás 2 á laugar- dagskvöld og á Ruv.is/party- zone. Mörgum plötusnúðum og vinum þeirra verður boðið í partí í Stúdíó 12 og verður útvarpað beint frá herlegheitunum. Þeir sem koma fram í þættinum eru FKNHNDSM, Már & Nielsen, Dj Margeir (Gluteus Maximus), Viktor Birgisson ásamt Söndru Barilli og Sísý Ey. Klukkan 23 um kvöldið hefst svo afmælispartí á skemmtistaðnum Dollý þar sem fram koma Andrés Nielsen, Sísí Ey og DJ Margeir. Afmæli hjá Party Zone AFMÆLI Kristinn Helgi Stefánsson og Helgi Már Bjarnason stjórna Party Zone. Leikarinn Robert Pattinson hefur undanfarið verið að sleikja sárin eftir framhjáhald fyrrverandi kærustu sinnar Kristen Stewart. Síðustu vikur hafa slúðurmiðlar velt fyrir sér hvort Pattinson hafi fyrirgefið svikin og sé búinn að taka við Stewart á ný. Leikarinn gerði hins vegar út um það er hann var myndaður í faðmlögunum við óþekkta ljós- hærða stúlku á skemmtistað í New York í vikunni. Slúðurmiðill- inn Tmz.com birtir myndirnar og hefur eftir ónafngreindum heim- ildamönnum að Pattinson hafi ekki slitið sig frá stúlkunni allt kvöldið. Forvitnilegt verður að fylgjast með þeim Stewart og Pattinson er nýjasta Twilight-myndin, The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part 2, verður frumsýnd í nóvem- ber. Í faðmlögum KOMINN MEÐ NÝJA? Robert Pattinson sást í faðmlögum við óþekkta stúlku á skemmtistað í New York. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Matthew McConaughey er ekki svipur hjá sjón, en hann hefur lést um rúmlega 13 kíló á síðustu vikum. Ástæða fyrir þyngdartapi McConaughey er að hann er að leika í myndinni The Dallas Buyer´s Club sem er sönn saga um mann sem smitast af alnæmi á áttunda áratuginum og leitar á náðir óhefðbundinna lækninga til að lengja lífið. McConaughey sagði í viðtali við spjallþáttakónginn Larry King að hann drykki mikið te til að grennast en að það hefði verið erfitt þar sem eiginkona hans, Camila, væri ólétt af þriðja barni þeirra hjóna og því dugleg að freista hans með girnilegum mat. „Það tekur tíma fyrir líkamann að venjast lítilli næringu en fyrir mig hefur þetta verið ákveðin hreinsun, andleg og líkamleg.“ Ekki er langt síðan McConaughey þurfti að þyngja sig fyrir hlutverk strippara í Magic Mike en þá borðaði hann fimm máltíðir á dag. Óþekkjanlegur McConaughey LÉST UM 13 KÍLÓ Leikarinn hefur lést mikið á síðustu vikum. NORDICPHOTOS/GETTY Rúmlega ár er síðan Hollywood- parið Ashton Kutcher og Demi Moore skildi en skilnaðurinn er þó ekki enn þá genginn í gegn. Hjónin eiga víst erftt með að skipta á milli sín eignum og peningum. Eignir þeirra eru metnar á nokkra millj- arða, en Moore og Kutcher voru gift í sex ár. Í byrjun hjónabands- ins var Moore meiri stjarna en síðustu ár hefur Kutcher verið að klifra upp metorðastigann í Holly- wood. Kutcher hefur nú tekið saman við leikkonuna Milu Kunis og hún er eflaust ekki ánægð með að hann sé enn giftur Moore. Skilnaðurinn gengur hægt EKKI SKILIN Demi Moore og Ashton Kutcher eiga erfitt með skipta á milli sín eignum og því hefur skilnaðurinn tafist. NORDICPHOTOS/GETTY facebook.com/noisirius
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.