Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 10
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR10 DY N AM O R EY KJ AV ÍK BRÓSI HÁRGREIÐSLUMEISTARI „AÐGENGILEG, FRÆÐANDI OG GLÆSILEG BÓK“ Nú þarftu ekki að fara á hágreiðslustofu til að fá nýja og spennandi greiðslu eða mikilvæg ráð um hvernig þú átt að sinna hárinu þínu. Allt þetta finnurðu í þessari aðgengilegu og ríkulega myndskreyttu bók! „Þessi bók er best geymda fegurðarleyndarmálið mitt. … Spennandi leyndarmál leynast á hverri síðu.“ TOBBA MARINÓS Sunnudagi nn 4. nóvemb er kl. 14 verður útg áfu bókarin nar fagnað í Ey mundsson Smáralind. Íris mun sýna nokkrar greiðslur úr bókinni, veita góð ráð og bjóða heppnum áhorf- endum spennandi greiðslu. ÍRIS SVEINSDÓTTIR Vatn í tónlist og myndlist Vatn í listum er viðfangsefni hádegisfyrirlesturs í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12:10. Þar fjallar Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um vatn í myndlist og Karólína Eiríksdóttir tónskáld fjallar um vatn í tónlist. Vatn hefur ekki aðeins hagnýtt gildi fyrir manninn heldur hefur vatn í öllum mögulegum myndum verið listamönnum innblástur í gegn um tíðina. Þannig er vatn algengt viðfangsefni myndlistarmanna og heilu tónverkin hafa verið samin um vatn. Á fyrirlestrinum verða sýndar myndir af listaverkum þar sem vatn kemur við sögu og tóndæmi leikin. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:10 og stendur til kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Erindið er hið síðasta í röð hádegisfyrirlestra sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin efna til í tilefni af evrópsku ári vatnsins. VELFERÐARMÁL Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra sá fyrst tölur um sjálfsvígstilraunir hjá Landspítalanum í Fréttablaðinu í gær. Hann ætlar að skoða málið og afla upplýsinga frá Landlækn- isembættinu í kjölfar umfjöllunar- innar. „Þetta eru nýjar tölur fyrir okkur, við höfum aldrei fengið að sjá þær áður. En þetta er eins og með annað í heilbrigðiskerfinu að skráningu er ábótavant,“ segir hann. „Við munum skoða skráning- ar hjá Landlækni varðandi sjálfs- víg í kjölfar þessarar fréttar.“ Árlega fremja á bilinu 30 til 35 manns sjálfsvíg á Íslandi. Tíðnin hefur staðið í stað undanfarinn áratug og jókst ekki eftir efna- hagshrunið. Ríkið eyrnamerkir sjö millj- ónir á ári í forvarnir gegn sjálfs- vígum. Féð rennur til Landlæknis og í laun eins hjúkrunarfræðings í hlutastarfi. Til samanburðar er um 200 milljónum varið í forvarn- ir gegn umferðarslysum, en bana- slysum í umferðinni hefur bless- unarlega fækkað á undanförnum árum og eru þau nú yfirleitt á bilinu 10 til 20 á ári. Landspítalinn tekur á móti um 500 tilfellum árlega vegna sjálfs- vígstilrauna og hefur fjöldinn margfaldast síðan árið 2007. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er þó talið að fjöldatölurn- ar hafi verið vanmetnar áður, þar sem sjálfsvígum hefur ekki fjölgað eins og skráðum tilraunum. Guðbjartur segir mikla vinnu vera unna varðandi forvarnir gegn sjálfsvígum, bæði innan skóla- og heilbrigðiskerfisins. Hann segir jákvætt að fá nýjar upplýsingar inn í þá vinnu en ítrekar nauðsyn þess að vinna hlutina heildstætt eins og áætlanir innan heilbrigð- iskerfisins gera ráð fyrir, meðal annars með innleiðingu rafrænn- ar sjúkraskrár. Í Fréttablaðinu í gær sagði Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, að tölur um fjölgun sjálfsvígstilrauna gætu þýtt að um hafi verið að ræða vanmat á fyrri tölum, þar sem eiginlegum sjálfs- vígum hafi ekki fjölgað jafnmikið. sunna@frettabladid.is Lítið fer til forvarna við sjálfsvígum Velferðarráðuneytinu hafa ekki verið birtar tölur yfir komur á LSH vegna sjálfsvígstilrauna. Ráðherra skoðar málið. Sjö milljónir á ári í forvarnir gegn sjálfsvígum og 200 í varnir gegn umferðarslysum. ÁHUGAVERÐAR TÖLUR Velferðarráðherra ætlar nú að kalla eftir upplýsingum frá Landlækni varðandi sjálfsvíg og láta skoða þær innan ráðuneytisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÍNA, AP Víðtækar öryggisráðstaf- anir hafa verið gerðar í Peking nú þegar 18. flokksþing kínverska Kommúnistaflokksins nálgast. Sumar kunna að koma einkennilega fyrir sjónir. Ekki má skrúfa niður rúður í leigubifreiðum í Peking, ekki kaupa sér fjarstýrða flugvél nema með leyfi lögreglu og bannað er að sleppa dúfum úr búrum. Þá er fullyrt að hnífar og blýanta- yddarar hafi verið fjarlægðir úr hillum verslana og gengur orð- rómur um að lögreglan skoði borð- tenniskúlur vandlega til að ganga úr skugga um að á þeim sé ekki að finna nein skilaboð um mótmæla- aðgerðir. Þá fullyrða mannrétt- indasamtök að einstaklingar, sem þekktir eru fyrir að hafa staðið að mótmælum eða undirskriftasöfn- unum hafi verið handteknir. Ekkert einsdæmi er að stjórn- völd víða um heim herði öryggis- ráðstafanir þegar stærri viðburðir nálgast. Þetta gerði til dæmis borg- arstjórnin í London þegar Ólymp- íuleikar voru haldnir þar. Ekki er þó vitað til þess að leigubílstjórum hafi fyrr verið gert að fjarlægja úr bílum handföngin, sem notuð eru til að skrúfa niður rúður. - gb Kínastjórn vill að flokksþing gangi snurðulaust: Ekki rúm til mótmæla milljónir króna eru eyrnamerktar forvörnum gegn sjálfsvígum á ári hverju. 200 milljónum er varið í forvarnir gegn umferðarslysum. 7,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.