Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 20
20 3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR
Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að
ekki steðjar hætta að landinu af
hernaðarógn. Öðru máli gegndi
vissulega á árum kalda stríðsins
þegar Ísland skipaði sér í varnar-
samstarf lýðræðisþjóða í Atlants-
hafsbandalaginu. Aðildin varð
mesta átakamál íslenskra stjórn-
mála en öfgaöfl á vinstri vængn-
um með Þjóðviljann sem málgagn
börðust af ákefð gegn varnarliðinu
og NATO sem tryggði friðinn. Og
eitthvað eimir enn eftir af NATO-
óvild, ef merkja má ummæli Árna
Þórs Sigurðssonar, formanns utan-
ríkismálanefndar Alþingis, í RÚV
30.11. um þátttöku Svía og Finna í
loftrýmisgæslunni sem um samd-
ist við brottför Bandaríkjahers
héðan 2006.
Norðurlandaríkin hafa stigið
það spor, þeim og öðrum til gæfu
og gagns, að eiga samstarf á sviði
varnarmála á tímum umróts í
heimsmálum. Upphaf þessa máls
var skýrsla nefndar sem Thor-
vald Stoltenberg stýrði og er
sögulegt frumkvæði um nýtt átak
Norðurlandaríkjanna. Við brott-
för Bandaríkjahers frá Keflavík
2006 má heita að öll umræða á
Íslandi um öryggismál hafi dottið
í dúnalogn og margt tekið að falla
í gleymsku. Friður eða alþjóðleg-
ur stöðugleiki eru markmið, sem
vinna verður að með þjóðum sem
við eigum með hugsjónalega sam-
leið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekk-
ert er sjálfgefið varðandi þá ógn,
sem að kann að steðja og ræða ber
á grundvelli greininga sem Íslend-
ingar sjálfir geta lagt til. Þetta var
eitt hlutverk Varnarmálastofnunar
sem illu heilli var lögð niður.
Raunveruleikinn býður ekki
upp á annað en árvekni. Ísland er
við norðurskautið, sem er ríkt af
ónýttri orku, og þess er skammt
að bíða að við verðum í alfaraleið
mikilla sjóflutninga. Lega okkar
dregur að sér aðra sem hér vilja
varanlega aðstöðu og gætu gengið
hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar
ógnir eins og skipulögð glæpa-
starfsemi, hryðjuverk, umhverf-
isslys og fjarskipta- eða netárásir.
Orkuöryggi má heita lífsskilyrði
í einangruðu landi. Í NATO eru
Eistlendingar í broddi fylkingar
varðandi samvinnu um netöryggi
enda orðið fyrir árásum Rússa á
því sviði.
Árni Þór boðar skýrslu um
þjóðaröryggi þar sem vænta má
að sú eina sýnilega vernd sem
við njótum, loftrýmiseftirlit af
hálfu vinaríkja, verði afþökkuð.
Hvernig verður samvinnu varð-
andi norðurskautið háttað? Von-
andi sendi skáldið Huang Nubo
okkur lokakveðjuna í Der Spiegel
fyrir nokkrum dögum. Þá snertir
aðild að ESB einnig öryggismál.
Þótt Evrópusambandið sé ekki
varnarbandalag felst óumdeilan-
lega öryggi í að vera innan sam-
eiginlegra landamæra þess. Efna-
hagslegt öryggi Íslands er háð
þátttöku í frjálsum innri markaði
Evrópusambandsins. Samningur-
inn um Evrópska efnahagssvæðið
tryggir ekki það meginmarkmið,
hvorki í náinni bráð eða til fram-
tíðar. Það krefst ESB-aðildar sem
þjóðinni ber að samþykkja eða
hafna þegar fyrir liggur samn-
ingur þar um, sem tekur tillit til
séraðstæðna okkar.
Verða alþingiskosningarnar
2013 örlagatími um stefnu Íslands
í öryggis- og varnarmálum?
Varnarsamvinna
og Norðurlöndin
Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að
árið 2011 hafi í fyrsta skipti meiri-
hluti íslenskra fyrirtækja sem
gera upp í erlendri mynt ákveð-
ið að gera upp ársreikning sinn í
evrum. Hingað til hefur Banda-
ríkjadollarinn verið vinsælasta
uppgjörsmyntin. Þetta er áhuga-
verð staðreynd því dómsdagsspá-
menn í bloggheimum og einstaka
fjölmiðill hafa í langan tíma reynt
að sannfæra íslenskan almenn-
ing að evran sé ótækur gjaldmið-
ill og að Evrópa standi í ljósum
logum. Það er greinilegt að þessi
íslensku stórfyrirtæki eru ekki á
sama máli.
Þegar Alþingi ákvað árið 2009
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu var eitt af markmiðunum
að kanna möguleika á því að taka
upp evru og koma þannig á stöðug-
leika í íslensku efnahagslífi. Síðan
þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku
efnahagslífi og aðildarviðræðurn-
ar dregist á langinn. En það hefur
ekkert breyst varðandi þá stað-
reynd að íslenskt efnahagslíf er
í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt
bendir til annars en að við þurfum
á utanaðkomandi aðstoð að halda
til að koma okkur út úr þeirri úlfa-
kreppu.
Hvort það er aðild að Evrópu-
sambandinu sem getur aðstoðað
okkur á eftir að koma í ljós því ekki
er búið að ljúka viðræðunum. En
eina leiðin til að komast að því er að
ganga þá götu til enda sem Alþingi
ákvað fyrir rúmum þremur árum.
Síðan er það íslensku þjóðarinnar
að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu
hvort hún er sátt við það sem úr
þeim viðræðum kemur.
Það er því sorgleg staðreynd að
til séu pólitískir flokkar og hags-
munasamtök sem hamast eins
og rjúpan við staurinn að útiloka
íslenska þjóð frá því að kjósa um
þetta stóra hagsmunamál íslensks
almennings. Ekki er ljóst hverra
erinda sumir forráðamenn þess-
ara afla ganga því þeir hafa lýst
því yfir að þeir myndu alltaf segja
nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama
hve hagstæður samningur við ESB
væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil
er ábyrgð þeirra manna sem halda
þessu blákalt fram.
Nýlega kom hópur áhrifafólks úr
atvinnulífinu, verkalýðshreyfing-
unni, háskólasamfélaginu og öllum
helstu stjórnmálaöflunum saman
og sendi frá sér mjög beinskeytta
yfirlýsingu. Þar er meðal annars
skorað á stjórnvöld að halda áfram
með aðildarviðræðurnar við Evr-
ópusambandið og að taka upp ný
vinnubrögð í íslenskri pólitík. Loka-
orð þeirrar yfirlýsingar eru mjög
sterk og langar mig að gera þau að
mínum lokaorðum í þessari grein;
„Ekki er rökrétt að veikja stöðu
Íslands með því að loka á einstaka
kosti meðan ekki er vitað að aðrir
séu færir. Við skorum því á fólkið í
landinu að taka höndum saman um
öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum
sínum til að þrýsta á stjórnmála-
flokkana og treysta samstöðu um
þjóðarhagsmuni, festu í alþjóða-
samskiptum og eflingu hagstjórnar
á Íslandi. Þannig verða samkeppn-
ishæfni og ásættanleg lífskjör þjóð-
arinnar tryggð til framtíðar.“
Meirihluti fyrirtækja
gerir upp í evrum
Varnarmál
Einar
Benediktsson
fv. sendiherra
Evrópumál
Andrés
Pétursson
fjármálastjóri
Rannsóknaþjónustu
Háskóla Íslands
og formaður
Evrópusamtakanna
Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
úr sjóðnum.
Tilgangur Þórsteinssjóðs er að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla
Íslands og að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu
og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.
Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2012.
Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám
eða hyggja á nám við Háskóla Íslands skólaárið 2013–2014. Heildarfjárhæð
styrkja er að hámarki tvær milljónir króna.
Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu HÍ,
hi.is og sjóðavef HÍ, sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnastjóra
styrktarsjóða og hollvina, helgab@hi.is, sími 525 5894.
STYRKTARSJÓÐIR
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
12
31
48
Styrkir til blindra og sjónskertra
nemenda við HÍ