Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 80
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR56 menning@frettabladid.is Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld hefur sent frá sér skáldsöguna Stekk. Þar glímir ung kona, Alexandra Flask, við ómótstæðilega löngun til að stökkva fram af svölum íbúðar sinnar í Barcelona. Hvernig dett- ur skáldum slíkt söguefni í hug? Aðalpersónan, Alexandra, segir sögu sína í fyrstu persónu í bókinni þannig að við sjáum hlutina einung- is með hennar augum. Hvernig kona er hún utan frá séð? „Hún er dálít- ið sérstök og hefur sínar eigin hug- myndir um lífið. Er hálf rótlaus en samt er ekki hægt að segja að hún sé beinlínis að leita að sínum stað í tilverunni. Hún er ekki mjög skipu- lögð og lætur bara ráðast hvað hún gerir þann daginn, er dálítið hvat- vís. Kannski á hún svolítið bágt, en mér finnst hún mjög skemmtileg. Viðhorf hennar eru hressileg og öðruvísi.“ Að refsa sér sjálfur Þessi árátta hennar að skemma lík- amann, um hvað snýst hún? „Sú árátta snýst auðvitað um ýmislegt hjá fólki. En þetta er bara saga Alexöndru og fjallar um það hvernig hún hefur hagað sínu lífi. Hún er ekkert sérlega ánægð með ýmislegt úr foríðinni. Það snýst ekki um það að henni hafi verið gerður einhver miski heldur hefur hún sjálf ekki verið til fyrirmynd- ar og vill refsa sér fyrir það. Það er held ég frekar óalgengt að fólk taki af skarið með það, sérstak- lega þar sem ekki er um bein lög- brot að ræða heldur siðferðissyndir sem fólk burðast oft með á samvisk- unni út lífið. Alexandra vill losna við sektarbyrðina með því að refsa líkamanum en það er algjörlega bundið hennar viðhorfum og henn- ar sögu. Svo má auðvitað lesa þetta á öðru plani ef fólk vill og horfa þá til áherslunnar sem er á líkam- ann í okkar samfélagi. Hvað hann er dáður og dýrkaður, hversu mikil áhersla er lögð á að allir séu eins og líti vel út og allt íþróttaafrekaæðið. Það er svo óskaplega margt í sam- félaginu sem snýst í kringum lík- amann. En það eru ekkert allir sem hafa líkama sem hægt er að móta og þjálfa og gera alla þessa hluti við. Sumir fæðast með líkamann lask- aðan, sumir lenda í slysum og það er ýmislegt sem getur komið í veg fyrir þessa líkamsræktun. Það má held- ur alls ekki gera líkamanum eitt- hvað slæmt, maður á alltaf að passa það að gera honum gott. Maður á að fara í megrun, í lýtaaðgerðir, út að hlaupa, maður á að gera svo margt fyrir líkamann. Alexandra hins vegar íhugar að stökkva fram af svölum, ekki til að farga sér, held- ur til að dæma líkamann úr leik. Að einhverju leyti er þessi frásögn leið til að velta því fyrir sér hvað gerist ef líkaminn dettur út úr jöfnunni.“ Ekki hluti af erótísku bylgjunni Það er töluvert um erótískar lýsing- ar í bókinni, ertu kominn inn á eró- tísku bylgjuna? „Nei, guð minn góður, ég hafði nú ekki einu sinni áttað mig á þeim tengslum. Það er hins vegar eigin- lega óhjákvæmilegt þegar maður fjallar um líkamann að erótíkin blandist inn í. Þessi bók fjallar um fólk með líkama og hvernig það reynir að losna við ofurvald hans. Ég er þarna til dæmis að skrifa um platónskt samband sem gengur út á það að afneita hvötum líkamans, og hins vegar hvernig fólk stend- ur í líkamlegum samskiptum við aðra án þess að vera heilt í því. Er að skoða hvað maður upplifir. Það þarf nefnilega ekkert að vera hefð- bundið kynlíf sem fólki finnst eftir- minnilegast heldur alls konar aðrir hlutir, bæði líkamlegir og andlegir. Og það var ekki þannig að ég sæi 50 gráa skugga auglýsta og ákvæði að skrifa kynlífslýsingar inn í söguna.“ Hin góða alþjóðavæðing Sögusvið síðustu skáldsögu þinnar, Sólar sögu, var Bologna og í Stekk er sögusviðið Barcelona. Hvers vegna velurðu að skrifa um útlönd? „Ég veit það eiginlega ekki. Hef reyndar verið mikið í útlöndum bara ein á ferð og labbandi. Ég held að þannig upplifi maður ein- hvern veginn allt. Enginn talar við mann, enginn truflar mann, maður bara tekur inn allt í umhverfinu og meltir það. Einhvern veginn hefur viljað þannig til að þessar upplif- anir hafa orðið að sögum, já og auð- vitað ljóðum líka. Í Bologna var það reyndar borgin sjálf sem var meginstefið í sögunni en í þessari bók er fókusinn meira á fólkið og aðstæður þess.“ Það hefur verið tilhneiging í íslenskum skáldsögum undan- farin ár að sögusviðið sé erlendis. Kanntu skýringu á því? „Ég held að það skapist bara af auknum ferðalögum og sjálfstæði fólks. Bæði fjárhagslegu sjálf- stæði, sem reyndar hefur svo aftur skroppið saman undanfarið, en líka með auknu framboði af lággjalda- flugferðum, þannig að Íslendingar hafa verið mikið á ferð og flugi og dvelja gjarnan svo lengi á hverjum stað að það skapast grundvöllur til að skrifa eitthvað um hann af viti. Þetta er hin góða alþjóðavæðing.“ Hefur þú búið í Barcelona? „Ja, ég fluttist ekki búferlum þangað beinlínis, en ég hef verið þar mánuðum saman oftar en einu sinni sem gestur. Hef eignast þar mjög góða vini og finnst Katalónar yfirhöfuð frábært fólk.“ Skáldsögur eru vesen Það eru tíu ár síðan hin skáldsag- an þín, Sólar saga, kom út. Verður jafnlöng bið eftir næstu skáldsögu? „Eftir að Sólar saga kom út var ég harðákveðin í að skrifa aldrei aðra skáldsögu. Og er það eiginlega núna líka. Þetta er svo mikið vesen. Miðað við ljóðin er þetta svo mikið að hafa yfirsýn yfir. Kannski venst þetta samt og mér finnst ég reynd- ar hafa lært mikið af þessari vinnu. Og þó ég segi núna „aldrei aftur“ verð ég örugglega búin að gleyma því í febrúar. Ég á aðra hálfklár- aða skáldsögu sem verður bara að koma í ljós hvort ég hef kjark til þess að klára.“ fridrikab@frettabladid.is Hvað gerist ef líkaminn er tekinn úr jöfnunni? TÍU ÁR Eftir að Sólar saga kom út fyrir tíu árum var Sigurbjörg harðákveðin í að skrifa aldrei aftur skáldsögu. Hún segist vera sama sinnis núna en verði áreiðanlega búin að gleyma því áður en langt um líður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Laugardagur til lista Arion banki býður upp á fyrirlestur Markúsar Þórs Andréssonar, um myndlistarmanninn Helga Þórsson. Fyrirlesturinn er haldinn í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19 í dag, laugardag kl. 13.30. Jafnframt verður opnuð sýning á verkum Helga í Borgartúni 19. Allir velkomnir - Arion banki. Þau voru ljós á leiðum okkar Tónlistardagskrá við kertaljós í minningu ástvina Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu við Fossvogskirkju. Kópavogskirkjugarður, Hólavallagarður og Gufuneskirkjugarður eru opnir að venju. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna Dagur myndlistar Myndlistarmenn SÍM bjóða landsmenn velkomna á vinnustofur sínar um land allt í dag laugardaginn 3. nóvember kl. 14:00-17:00 í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Keflavík, Seltjarnarnesi, Eyjafjarðarsveit, Hveragerði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði, Egilstöðum, Akureyri, Ísafirði. Sjá kort og nánari upplýsingar á www.dagurmyndlistar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.