Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 72
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR48 Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, hefur slegið hvert Íslandsmetið eftir annað síðustu ár með því að vera elstur manna með nýja bók á markaði. Sú nýjasta heitir Glettur og gamanmál og er sú 22. í röð- inni. Þar segir hann grínsögur af sér og samferðarmönnum sínum. Bókaút- gáfan Hólar gefur út. Vilhjálmur er 98 ára og hefur alla tíð búið á Brekku í Mjóafirði en nýlega flutti hann í þjónustuíbúð á Egils- stöðum. „Ég kann alls staðar vel við mig,“ segir hann hressilegur. „Var fjörutíu vetur í Reykjavík og kunni alltaf vel við mig. Ég er bara þannig. En ég er orðinn asskoti lélegur að ganga og er kominn með göngugrind, að öðru leyti er allt í lagi með mig.“ Er þessi góða ending í ættinni? „Fólk hefur orðið nokkuð aldrað í minni ætt en fáir komist í að verða 98. Ein frænka mín náði 100 ára aldri fyrir nokkrum árum, önnur varð 95 og þrjú elstu börnin hennar líka. Einnig var ég samtíða konu sem varð 92 ára án þess að liggja rúmföst einn einasta dag eða vitja læknis.“ Vilhjálmur er að koma úr spilum þegar hringt er í hann. „Það er spiluð félagsvist hér á fimmtudögum og ég hef mætt einu sinni áður, en hina fimmtudagana frá því ég kom hingað hef ég fengið gesti. Ég hélt ég væri búinn að gleyma spilinu en svo var ekki. Maður fær blöð til að skrifa á slagafjöldann og þar stendur líka hvað spilað er, svo þetta er nú einfalt mál.“ Hvernig gekk þér? „Bara vel en fékk engin verðlaun, hvorki háðungar- né hin.“ En þú átt alltaf nóg af sögum að segja. „Ég hef haft það og hef enn. Það sem er að koma út núna er bara gaman- sögur, meðal annars eftir börn. Ein er um það þegar ég missti fötin mín niður stigann, ætlaði að vera fyndinn og sagði: „Ja, það var gagn að þetta voru ekki sparifötin.“ Þá toppaði einn strákur mig alveg. „Ég var að hugsa að það væri gagn að enginn var í þeim.“ Vilhjálmur kveðst handskrifa allt enda sé höndin styrk enn. „Ég get ekki ort á ritvél, var að reyna það en lærði aldrei fingrasetninguna og svo fann ég að ég þurfti að handskrifa fyrst. Þórbergur var svona, svo það er ekki leiðum að líkjast! Er svo heppinn að vera laus við að verða skjálfhentur. Það var nú dálítið í minni ætt en ekki alls staðar og ég virðist hafa erft betri hlutann.“ Svo þú heldur ótrauður áfram að skrifa? „Ég á handrit til að gefa út næsta ár og þarnæsta, þegar ég verð hundrað ára ef ég lifi svo lengi. Þá á að koma út Örnefnaskrá Mjóa fjarðar með tilheyrandi örnefnasögum, en bók næsta árs á að heita Allt uppi á borðinu í samræmi við tíðarandann. Annars er ég hættur að skrifa bækur en er að gamni mínu að punkta niður minningar um ferðalögin mín, það er ekki bókarefni. Austurlandskjör- dæmið náði frá Langanesi suður að Skeiðarársandi og var ekki allt greið- fært yfirferðar. Samt lenti ég aldrei í hrakningum þá en gerði löngu seinna tilraun til að drepa mig á Öxi, fyrir bara fimm, sex árum, velti bílnum en slapp með skrekkinn.“ gun@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Ég á handrit til að gefa út næsta ár og þar næsta, þegar ég verð hundrað ára ef ég lifi svo lengi. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS ÓLAFSSON Víðilundi 9, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 19. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Anna Gunnur Vigfúsdóttir Sölvi Antonsson Sigurlaug María Vigfúsdóttir Sigurður Vigfússon Þóra Elísabet Leifsdóttir Hulda Vigfúsdóttir Ómar Stefánsson Gunnar Vigfússon Jóhanna María Friðriksdóttir Dóra Vigdís Vigfúsdóttir Ámundi Sjafnar Tómasson afa- og langafabörn Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS STEFÁNSSONAR Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Starfsfólki og vinum hans í Hlíðarhúsum eru færðar sérstakar þakkir fyrir hlýju og vináttu. Stefán Stefánsson Kristín Jóhannesdóttir Karólína Sigfríð Stefánsdóttir Þórður Björgvinsson Elín Pálsdóttir Vigfús Þór Árnason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGFÚS JÓNSSON Skúlagötu 20, fyrrverandi forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Bergljót Sigurðardóttir Sigurður Sigfússon Hrund Einarsdóttir Kristján Sigfússon Ragnhildur Sigurjóndóttir Sólveig Jónsdóttir Kristján Jónsson Finnur Hrafn Jónsson og fjölskyldur. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR DAGSSON fyrrverandi aðalbókari, sem lést á Hrafnistu föstudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Þór Ingi Erlingsson Margrét Sigurðardóttir Vigdís Erlingsdóttir Steinar Geirdal Kristrún Erlingsdóttir Jón Sverrir Erlingsson Kristín Stefánsdóttir Kjartan Erlingsson Grétar Örn Erlingsson Bryndís Anna Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON landkönnuður (1879-1962) fæddist þennan dag. „Það er ekki aðeins til skáldskapur orða heldur líka skáldskapur athafna.“ VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON RÁÐHERRA: NÍUTÍU OG ÁTTA ÁRA MEÐ NÝJA BÓK Virðist hafa erft betri hlutann VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON „Ég get ekki ort á ritvél, var að reyna það en lærði aldrei fingrasetninguna og svo fann ég að ég þurfti að handskrifa allt fyrst,“ segir Vilhjálmur, sem nú hefur gefið út Glettur og gamanmál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frímann afi var fjarskalega barngóður, fús að ræða við afabörnin og segja þeim sögur og ævintýri. Þess naut nafni hans litli enda bjó nú afi hjá foreldrum hans. Meðan Frímann yngri er enn lítill hnokki fer hann með foreldrum sínum austur að Brekku að heilsa upp á föðurfólkið. Þar gefur að líta minnisvarða, fjögurra metra háan blágrýtisdrang og brjóstmynd á af öldruðum manni með alskegg, gjörðri af meistara höndum (Einar Jónsson). Sem nú Frímann litli kemur að varðanum ásamt mömmu sinni segir hún sem svo að þarna sjái hann nú langa-langa-langafa á Brekku. Barninu verður undarlega við, rennir augum upp eftir dranginum og segir undrandi: „Nei! – Varð hann að steini?“ ÚR BÓKINNI GLETTUR OG GAMANMÁL Merkisatburðir 1660 Kötlugos hefst og fylgja því jarðskjálftar og jökul- hlaup. 1928 Tyrkir taka upp latneskt stafróf í stað þess arab- íska. 1968 Alþýðubandalagið er stofn- að sem formlegur stjórn- málaflokkur. 1978 Megas heldur tónleika í Menntaskólanum við Hamra- hlíð undir heitinu Drög að sjálfsmorði. 2007 Pervez Musharraf lýsir yfir neyðarástandi í Pakistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.