Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 86
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR62 ★★★★ ★ Gísli Pálmi Þýski barinn Reif upp stemninguna Það var búin að vera flott stemning á hipphopp kvöldinu á Þýska barnum þegar Gísli Pálmi steig á svið. Hann hefur verið heitasti íslenski rapparinn að undan- förnu og það var greinilegt á viðtökunum að aðdáendur GP höfðu fjölmennt. Það varð allt vitlaust. Gísli er mjög flottur á sviði og ágætur rappari. Tónlistin sem hann rappaði yfir á fimmtudagskvöldið var frekar einföld, en að sama skapi áhrifarík. Það sem gerir Gísla Pálma svona vinsælan er sennilega fyrst og fremst hvað hann er orkumikill og skemmtilegur. Það er mikill húmor í sviðs- töktunum hjá honum og textunum, sem fjalla oft um hann sjálfan. Snemma á tónleikunum byrjuðu tónleikagestir að hrópa „Úr að ofan!“ og GP varð auðvitað við þeirri bón. - tj ★★★ ★★ Samaris Listasafnið Krúttleg notalegheit Það tók ekki langan tíma fyrir sal Listasafnsins að fyllast þegar krútt- sveitin Samaris steig á svið. Ljúfir tónar sveitarinnar voru kærkomnir fyrir veðurbarða tónleikagesti sem létu sig hafa það að bíða í röð í aftakaveðri. Tríóið, skipað þeim Jófríði Ákadóttur, Þórði Kára Steinþórssyni og Áslaugu Rún Magnúsdóttur, virtist hálffeimið við þennan mannfjölda enda sögðust þau aldrei hafa spilað fyrir jafn marga áhorfendur áður. Samaris tókst ágætlega vel til. Lág- stemmd rödd Jófríðar við töfrandi klarínettleik Áslaugar er einstaklega notaleg blanda. Hápunktur tón- leikanna kom í lokin þegar Samaris tók sitt þekktasta lag, Góða tungl, sem vakti lukku meðal áhorfenda. - áp ★★★★ ★ THEESatisfaction Þýski barinn Dansandi hæfi- leikakonur Þær Stasia Irons og Catherine Harris- White mynda rappdúóið THEESatis- faction. Þýski barinn var orðinn vel stappaður þegar þær stigu á svið á fimmtudagskvöldið. Og tónleikagestir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þær hafa allt með sér þessar stelpur: Tónlistin er grúví og fersk nýsálartónlist sem minnir bæði á Erykuh Badu og r&b- sveitir eins og TLC, þær syngja mjög vel og þær lífga upp á sviðsfram- komuna með léttum og skemmtilega útfærðum danssporum. THEESatis- faction hefur verið á hraðri uppleið í tónlistarheiminum síðustu misseri. Það verður gaman að sjá hvernig ferill þeirra á eftir að þróast. Miðað við frammistöðuna á Airwaves ætti fram- tíðin að vera björt. - tj HÁTÍÐIN HELDUR ÁFRAM Fimmtudagur 1. nóvember ★★★★★ Jamie N Commons Silfurberg í Hörpu Blússyngjandi eðaltöffari Ótvíræður sigurvegari Airwaves 2012 hingað til að mati undirritaðrar og verður erfitt að toppa hann. Verandi sannur eðaltöffari mætti Jamie á svið með hatt og sólgleraugu og axlarsítt hárið fékk að njóta sín. Með viskíkenndri röddu söng hann nokkur af sínum bestu lögum sem segja má að séu eins konar bland af Nick Cave og Tom Waits, með hæfilega litlum skammti af John Mayer. Salurinn var þétt staðinn og kom það nokkrum sinnum fyrir að undirrituð gleymdi bæði stund og stað og leið eins og hún væri sú eina á svæðinu, svo vel náði hann áheyrendum á sitt band. - trs ★★★ ★★ Skálmöld Harpa, Norðurljós Hress víkingaópus Þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld spilaði á Airwaves-hátíðinni. Eftir stuttan goðasöng spilaðan af segulbandi gekk hljómsveitin á svið tilbúin til að láta að sér kveða. Flest lögin voru af nýju plötunni Börnum Loka og eins og búast mátti við var keyrslan mikil og víkingarokkið þéttofið, með öruggri spilamennsku. Alveg ágætis lög, þar á meðal Gleipnir þar sem söngvari Sólstafa var gestur. Best var þó lokalagið Kvaðning af fyrstu plötunni. Sann- kallaður víkingaópus, grípandi og hress. - fb ★★ ★★★ Shabazz Palaces Þýski barinn Snilldin skein ekki í gegn Hipphoppdúettinn Shabazz Palaces frá Seattle gerir framsækið rafhopp, alls ólíkt djassaða og fönkaða hipphopp- inu sem annar meðlimurinn gerði á árum áður með bandinu Digable Planets. Fyrsta breiðskífan, Black Up, var ein allra besta plata síðasta árs, en það gekk því miður ekki nógu vel að skila þeim hljóðheimi upp á sviðið og út í salinn á Þýska barnum. Hljóðblöndunin var í rugli framan af og stemningin eftir því. Þótt því hafi verið bjargað sem bjargað varð með öllu hressari síðari helmingi var það í raun ekki fyrr en stöllurnar úr THEESatisfaction mættu upp á svið í blálokin sem aðrir en örfáir gallharðir aðdáendur uppi við sviðið hættu að skvaldra og fóru að veita því sem fram fór almennilega athygli. - sh JAMIE N COMMONS Vakti mikla lukku með blússöng í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMARIS Ljúfir tónar. GÍSLI PÁLMI Flottur á sviði. Fullt verð: 39.990 kr. HTC Wildfire S Útsöluverð: 24.990 kr. ÚTSALA HJÁ NOVA! Stærst i skemmt istaður í heimi! Verslun Lágmúla 9 | www.nova.is Fullt verð: 29.990 kr. LG Optimus One Útsöluverð: 17.990 kr. Lágmúla 9 í dag laugardag frá kl. 11-16! 50-90% afsláttur af v öldum aukahlutum! Fullt verð: 14.990 kr. Lomo Diana F+ Útsöluverð: 10.990 kr. 500 kr. notkun á mán uði í 6 mán. fylgir öllum útsölusímum! iPad hulstur, iPad töskur, iPhone hulstur, festingar fyrir farsíma í bíla og hjól og margt margt flei ra. Fullt verð: 124.990 kr. Nýr iPad 3G+WiFi 16 GB Útsöluverð: 99.990 kr. Ný og notuð tæki á miklum afslætti. Við rýmum fyrir nýjum vörum! Sí m n ot ku n f yl gi r m eð 0 k r. N ov a í N ov a og E it t ve rð í al la , á sk ri ft o g fr el si . 1 GB í 1 mán. fylgir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.