Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 26
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR26 N ú líður senn að úrslitastund í Bandaríkjunum þar sem kjósendur munu gera upp á milli Baracks Obama og Mitts Romney í forseta- kosningunum sem fara fram á þriðjudag. Kosningabaráttan hefur verið gríðarlega hatrömm og löng. Enn er tvísýnt með úrslitin og ekki útséð um hver muni halda um stjórnartaumana í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Eftir hamfarirnar sem fylgdu fellibyln- um Sandy á norðausturströnd landsins eru frambjóðendurnir og þeirra föruneyti komnir á fullt til að tryggja sigur í lykil- ríkjunum, þeim um það bil tíu ríkjum þar sem gæti brugðið til beggja vona og það ráðið úrslitum þegar upp er staðið. Eins og margir vita er forseti Bandaríkjanna ekki kjörinn með beinni kosningu, heldur tilnefna ríkin kjörmenn sem kjósa forset- ann. Kjörmenn eru í nær öllum tilfellum allir bundnir sigurvegara í sínu ríki og fjöldi kjörmanna er í samræmi við íbúa- fjölda ríkjanna. Kjörmennirnir eru alls 538 og þarf því stuðning 270 kjörmanna til að tryggja sigurinn. Úrslit eru frekar fyrirsjáanleg í flestum ríkjunum og hefur kastljósið síðustu vikur og mánuði í keppn- inni sífellt beinst meir að hylli kjósenda í lykilríkjunum. Stærstu bitarnir sem slegist verður um síðustu dagana eru Flórída, Iowa, Pennsylv- anía, Colorado, Michigan, Nevada, Virginía og New Hampshire að ógleymdu Ohio, sem er líklegast til að vera það ríki sem ríður baggamuninn en þar er lokabaráttan hafin og mun standa allt fram á þriðjudag. Misjöfn sýn á málefnin Obama hamrar á því sem hann hefur þó náð í gegn, umbótum á heilbrigðiskerf- inu, vel heppnuðum björgunaraðgerðum í efnahagsmálum á fyrstu mánuðum sínum í embætti, auknum réttindum kvenna og samkynhneigðra, lokum Íraksstríðsins, minnkandi umsvifum í Afganistan og dráp- um á helstu leiðtogum Al-Kaída og bættu regluverki í fjármálastarfsemi innanlands. Barátta Romneys snýst hins vegar um að sýna fram á að Obama hafi ekki náð tökum á efnahagsmálum á kjörtímabilinu og að stefnumál forsetans séu ekki til þess fallin að auka hagvöxt, draga úr fjárlagahalla og ríkisskuldum og fjölga störfum. Obama í betri stöðu Þegar litið er á stöðu frambjóðendanna í skoð- anakönnunum fyrir lokaáfangann eru þeir hnífjafnir hvað varðar heildarfylgi á lands- vísu, samkvæmt vefnum RealClearPolitics, sem tekur saman helstu kannanir. Hvað varðar kjörmenn er Obama í eilítið betri stöðu með 201 kjörmann vísan, en Rom- ney hefur 191. Af þeim 146 kjörmönnum sem eftir standa er Obama líklegri til að ná 89, sem myndi tryggja honum sigur. Í raun myndi honum nægja að taka Ohio, Nevada, Iowa og Wisconsin til að ná settu marki. Romney þyrfti hins vegar nauðsynlega að taka Ohio, þar sem Obama hefur haft forskot alla bar- áttuna, og að minnsta kosti eitt af minni ríkj- unum, til dæmis Colorado eða Iowa, auk þess að halda „sínum“ ríkjum. Án Ohio yrði leið Romneys að marki afar torsótt. Tölfræðingurinn Nate Silver, sem hefur hannað gríðarumfangsmikið reiknilíkan til að spá fyrir um úrslitin í kosningunum (og hefur sannað forspárgildi sitt í síðustu tveim- ur kosningum), er á því að Obama sé talsvert líklegri til að halda sjó á lokametrunum. Að hans mati ætti forsetinn að fá um 300 kjör- menn kjörna, að því gefnu að engin meiri- háttar uppákoma eigi sér stað á næstu dögum. Allt getur enn gerst Þrátt fyrir allt eru skoðanakannanir einmitt bara kannanir og óvíst hvað mun koma upp úr kjörkössunum. Úrslitin gætu til dæmis að miklu leyti oltið á kjörsókn og fleiri þáttum. Fram undan eru hins vegar lyktir á einum lengstu, óvægnustu og ófyrirsjáanlegustu kosningum seinni ára þar sem Bandaríkja- menn munu velja sér leiðtoga til næstu fjög- urra ára hið minnsta. Fjöldi kjörmanna sem þarf til sigurs: 270Barack Obama Mitt Romney Montana 3 Wyoming 3 Oregon 7 Nebraska 5 Kansas 6 Oklahoma 7 Texas 38 Idaho 4 Utah 6 Arizona 11 Missouri 10 Arkansas 6 Kentucky 8 Tennessee 11 Alabama 9 Maine Rhode Island Connecticut Massachusetts New Jersey Delaware Maryland Norður-Karólína Suður-Karólína Georgía 4 4 7 11 14 3 10 15 9 16 4New Hampshire Virginía 13 Flórída 29 Pennsylvania 20 VermontNew York 29Michigan 16Minnesota 10Norður-Dakóta 3Washington 12 201 Obama með forystu 191 Romney með forystu57 Romney með nauma forystu Kalifornía 55 Havaí 4Alaska 3 South Dakota 3 3 Ohio 18 Wisconsin 10 Iowa 6 Illinois 20 Colorado 9 Nevada 6 Nýja- Mexíkó 5 Louisiana 8 Indíana 11 Mississippi 6 Washington DC 3 Vestur-Virginía 5 89 Obama með nauma forystu Æsispenna á endasprettinum Forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram á þriðjudag. Með þeim lýkur langri og óvæginni kosningabaráttu og enn er óvíst hvort Barack Obama eða Mitt Romney muni fara með sigur af hólmi. Þorgils Jónsson kynnti sér stöðu mála í skoðanakönnunum og áherslurnar hjá frambjóðendunum á síðustu dögunum til að tryggja stuðning kjósenda í lykilríkjunum sem allt snýst nú um. Á þessu korti, sem er unnið upp af vef RealClearPolitics, eru ríkin merkt kjörmannafjölda og þeim frambjóðanda sem hefur forskot þar, samkvæmt nýjustu könn- unum. Dökku litirnir gefa til kynna nokkuð örugga stöðu annars hvors frambjóðandans, en í ríkjunum með ljósari litum er mjórra á munum og víða er munurinn innan skekkjumarka og úrslit gætu farið á hvorn veginn sem er. Forsetakosningarnar hafa að sjálfsögðu verið í forgrunni í því kosningaferli sem nú er brátt á enda, en ekki má gleymast að kjósendur velja sér líka þingmenn, bæði í full- trúadeildina og öldungadeild. Valdahlutföllin þar geta ekki síður skipt sköpum í framtíðar- stefnumótun og lagasetningu, en eins og er hafa repúblikanar meirihluta í fulltrúadeild- inni og demókratar í öldungadeildinni. Kosið er um öll 435 þingsætin í fulltrúa- deildinni og 33 sæti af hundrað í öldunga- deildinni eru undir að þessu sinni. Staða repúblikana í fulltrúadeildinni er nokkuð sterk þar sem þeir hafa 240 full- trúa og ekkert útlit fyrir annað en að þeir haldi meirihluta sínum þar, þó eitthvað gæti saxast á. Sömuleiðis eru demókratar nokkuð öruggir með að halda meirihlutanum í öld- ungadeildinni, en eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar gætu bætt við sig einu sæti og hefðu þá 48. ■ LÍKA BARIST UM ÞINGSÆTI ÞINGHEIMUR ALLUR Kosið verður um öll sætin í fulltrúadeild bandaríska þingsins og 33 sæti af 100 í öldungadeildinni meðfram forsetakjörinu á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP ■ DÝRUSTU KOSNINGAR ALLRA TÍMA Kostnaður vegna kosningabaráttu til þings og forseta í Bandaríkjunum gæti numið allt að sex milljörðum dala (um 750 milljörðum króna) í ár. Það er meira en nokkru sinni fyrr og 700 milljónum meira en fyrra met sem sett var árið 2008. FORSETAKOSNINGAR Barack Obama (Demókrati) Framlög frá einstaklingum $631,7m Safngjafar* $180,1m Kosninganefndir flokksins $553m Eigið framlag $5.000 Annað $521.859 Mitt Romney (Repúblikani) Framlög frá einstaklingum $384,9m Safngjafar* Ekki gefið upp Kosninganefndir flokksins $360m Eigið framlag $52.500 Annað $3,1m 1.400 milljónir dala 1.100 milljónir dala 748 milljónir dala Áætluð útgjöld „SuperPAC“ styrktarsjóða sem eru óháð takmörkunum á fjárframlögum. 970 milljónir dala „Skugga- framlög“ sem alríkiskjörstjórn hefur ekki yfirsýn yfir. 500 milljónir dala (mat) *Styrktaraðilar sem leggja til meira en 50.000 dali. 142 milljónir Opinber framlög til stjórnmálaflokkanna. ÞINGKOSNINGAR445 milljónir SuperPAC framlög. 743 milljónir Framlög til fram- boða í öldunga- deild. Framlög til framboða í fulltrúadeild. MYNDIR/AP, Heimild: Center for Responsive Politics, ©Graphic News Fyrir utan kosningarnar til forseta og þings eru fjölmörg önnur málefni sem kjósendur í einstökum ríkjum geta tekið afstöðu til. 38 ríki eru með alls 176 aukamál á kjörseðlinum að þessu sinni. Sex ríki kjósa um lögleiðingu kannabisefna, fimm ríki kjósa um hjónaband samkynhneigðra (sum um hvort eigi að banna slíkt, önnur um að leyfa) og ein- stök atriði heilbrigðislaga Obama forseta eru lögð fyrir kjósendur í fjórum ríkjum. Þá eru fjölmörg mál tengd skattheimtu á kjörseðl- um víða. Meðal athyglisverðra mála í einstökum ríkjum má nefna að Kaliforníubúar taka afstöðu til afnáms dauðarefsingar, íbúar Massachusetts til lögleiðingar líknardráps og í Oklahoma er kosið um tillögu þar sem jákvæð mismunun er gerð ólögleg. ■ MÁL MÁLANNA AÐ KJÖRBORÐINU Bandarískir kjósendur geta tekið afstöðu til fjölbreyttra mál- efna auk kosninga til þings og forseta. NORDICPHOTOS/AFP 435 sæti eru í fulltrúadeild bandaríska þingsins og er kosið um þau öll á tveggja ára fresti. 100 sæti eru í öldunga- deild bandaríska þingsins. Öldunga- deildarþingmenn eru kjörnir til sex ára í senn. Kosið er um þriðjung þingsætanna á tveggja ára fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.