Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 3. nóvember 2012 59
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 03. nóvember
➜ Sýningar
11.00 Tvær sýningar opna í Hafnar-
borg. Sýningin Lauslega farið með
staðreyndir - sumt neglt og annað
saumað fast er sýning á textílverkum
eftir Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur og
sýningin Hinumegin er sýning á verkum
eftir Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.
14.00 Sýning Helgu Harðardóttur
opnar í Bókasafni Kópavogs.
15.00 Sýning á ljóðum Ísaks Harðar-
sonar, málverkum Jóns Stefánssonar og
hljóðverki Sigrúnar Jónsdóttur verður
opnuð í Listasafni ASÍ. Aðgangur er
ókeypis.
16.00 Poul R. Weile sýnir málverk,
teikningar og verk unnin með klippi-
tækninni í SÍM salnum í Hafnarstræti.
Sýningin stendur aðeins yfir helgina.
17.00 Útgáfuhóf og opnun örsýningar
verður í Kaffihúsinu Álafossi. Fagnað
verður útgáfu sýningarskrárinnar Lýð-
veldið - eyrin, planið, fjaran.
19.00 Sýning á klippiverkum Pouls
R. Weile opnar á Forréttabarnum,
Nýlendugötu 14.
20.00 Klæðskera- og kjólasaumsnem-
ar á fataiðnbraut í Handverks og Hönn-
unarskólanum, Tækniskólanum, halda
tískusýningu í Víkinni Sjóminjasafni
Reykjavíkur, Grandagerði 2. Sýningin
er á vegum Unglistar og í samstarfi við
Hitt-Húsið.
➜ Söfn
14.00 Smástundasafnið verður í
Bryggjusal Edinborgarhússins. Þema
safnsins að þessu sinni er Skemmtun.
Nánari upplýsingar á smastundasafnid.
wordpress.com.
➜ Umræður
10.30 Jóhannes Þór Skúlason sagn-
fræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar verður gestur
í opnu laugardagsspjalli Framsóknar
í Reykjavík að Hverfisgötu 33. Fjallað
verður um Svissneskt lýðræði og hvort
það henti okkur.
➜ Opið Hús
14.00 Opið hús og kaffisala verður
haldin í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópa-
vogsbraut 1C. Sýning á munum vist-
manna, kaffisala á vegum Soroptimista-
klúbbs Kópavogs og margt fleira.
➜ Tónlist
14.00 Tónlistarhátíðin Iceland Airwa-
ves stendur nú yfir í Reykjavík. Nánari
dagskrá má skoða á http://iceland-
airwaves.is.
22.00 Rokksveit Jonna Ólafs ásamt
Gunna Óla úr Skítamóral skemmta á
veitingahúsinu Árhúsi, Hellu. Öll gull-
aldarlögin tekin með trukki og dívu.
22.00 Hljómsveitin Thin Jim heldur
útgáfutónleika á Græna Hattinum, Akur-
eyri. Miðaverð í forsölu er kr. 2.000.
23.00 Sváfnir Sigurðarson og Tómas
Tómasson skemmta á Ob-La-Dí-Ob-
La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
➜ Fyrirlestrar
15.00 Félag áhugamanna um
heimspeki stendur fyrir fyrirlestri í
Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut
121, 4.hæð. Elmar Geir Unnsteinsson,
doktorsnemi í heimspeki við City
University of New York, heldur erindið
Meiningar og aikmeiningar: málspekin
eftir Wittgenstein og Grice.
Sunnudagur 04. nóvember
➜ Uppákomur
20.00 Vonarstrætisleikhúsið kyrjar
svokallaða rútubílasöngva í Iðnó. Felix
Bergsson leiðir sönginn og allir þátt-
takendur fá texta í hendurnar til að
syngja með.
➜ Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
19.00 Bridge tvímenningur er spilaður
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir
velkomnir.
➜ Sýningar
14.00 Upphaf, sýning á olíumálverkum
Kolbrúnar Ingimarsdóttur opnar í Bog-
anum, Gerðubergi. Verkin á sýningunni
eru af landslagi og fuglum.
➜ Kvikmyndir
15.00 Breska heimildarmyndin Mansj-
úría, sigur sem oft vill gleymast er sýnd
í MÍR, Hverfisgötu 105. Myndin er á
ensku og aðgangur er ókeypis.
➜ Dagskrá
14.00 Boðið verður upp á greiningu
á gömlum gripum að kostnaðarlausu í
Þjóðminjasafni Íslands. Að þessu sinni
verður sérstök áhersla á silfurgripi.
➜ Leikrit
14.00 Möguleikhúsið kynnir tónleik-
inn Ástarsaga úr fjöllum í Gerðubergi.
Leikurinn er ætlaður fyrir börn og er
miðaverð kr. 2.200.
➜ Tónlist
14.00 Tónlistarhátíðin Iceland Airwa-
ves stendur nú yfir í Reykjavík. Nánari
dagskrá má skoða á http://iceland-
airwaves.is.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
17.00 Kórtónleikar verða haldnir í
Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Lux
aeterna. Schola cantorum flytur tónlist
í tilefni Allraheilagramessu. Miðaverð er
kr. 3.000/2.500.
20.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur
tónleika í tónleikasalnum Tónbergi,
Akranesi. Gestasöngvari verður Krist-
jana Stefánsdóttir. Tónleikarnir eru í
tengslum við Vökudaga, menningar- og
listahátíð á Akranesi og eru haldnir í
tilefni af 70 ára afmæli Akraneskaup-
staðar. Aðgangseyrir er kr. 2.900.
➜ Leiðsögn
14.00 Sýningarstjórarnir Kristín G.
Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir
verða með leiðsögn um sýninguna
Átökin í lífi Ásmundar í Ásmundarsafni.
14.00 Boðið verður upp á barna-
leiðsögn í umsjá Helgu Einarsdóttur í
Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er
ætluð börnum á aldrinum 8-12 ára og
er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
NÁM Í SNYRTIFRÆÐI
Beauty Academy er einkaskóli sem býður upp á
nám í snyrtifræði til sveinsprófs.
Nám í snyrtifræði er kjörið fyrir þá sem vilja
framtíðarstarf sem er bæði fjölbreytt og skapandi.
Skólinn býður upp á fyrirmyndar aðstöðu og er vel
búin nýjustu tækjum til náms og kennslu.
Áhersla er lögð á fagmennsku og framsýni kennara
og er makrmið skólans að úskrifa framúrskarandi
nemendur.
NÆSTA ÖNN HEFST 26. NÓVEMBER.
Nýnemar eru teknir inn í nóvember, mars og ágúst.
Námið er lánshæft hjá LÍN
KYNNINGARKVÖLD FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 8. NÓVEMBER KL: 18:00
Námið tekur eitt ár og hentar öllum aldurshópum.
Kenndar eru alls 65 einingar á framhaldskólastigi.
ANDLITSMEÐFERÐIR FÖRÐUN NUDD VAXMEÐFERÐIR LÍKAMSMEÐFERÐIR
FÓTSNYRTING HANDSNYRTING NAGLAÁSETNING
Í SNYRTIFRÆÐI NÁMI ER MEÐAL ANNARS KENNT:
facebook.com/fashionacademyreykjavik www.fashionacademy.is Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 571 51 51