Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 44
FÓLK|| F LK | 44 | FÓ K | HELGIN JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER Meðal efnis Í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir og venjur. Bókið auglýsingar tímanlega: Atli Bergmann atlib@365.is 512-5457 Benedikt Freyr Jónsson benni@365.is 512 5411 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is 512 5427 Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is 512 5432 Menningar- og listahátíðin Vetur-nætur hófst á Ísafirði fimmtu-daginn 1. nóvember og stendur yfir til morguns sunnudag. Hátíðin, sem fyrst var haldin árið 1997, var upphaf- lega framtak öflugs áhugahóps sem unnið hafði að menningar- og ferða- málum í bænum. Veturnætur voru endurvaktar fyrir sjö árum og hafa síðan verið fastur liður í bæjarlífinu. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsinga- fulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir hátíðina vera nokkurs konar samheiti viðburða sem haldnir séu í bænum þessa daga. „Í raun eru það fyrirtækin og íbúar bæjar- ins sem eru nokkurs konar bakhjarlar hátíðarinnar. Menningarvitar, búðar- eigendur og vertar í bænum reyna að leggja sitt af mörkum, til dæmis í formi lengri opnunartíma. Það er síðan helsta hlutverk bæjaryfirvalda að taka dag- skrána saman og stuðla að einstaka viðburðum, sem við reynum þó að ætt- leiða hægt og rólega frá okkur.“ ÁRLEGIR PRJÓNYMPÍULEIKAR Af viðburðum sem bærinn stendur fyrir má nefna kertafleytingu í fjöruborðinu í Neðstakaupstað og árlegum Prjón- ympíuleikum, en þar verður keppt í 10 garða sprettprjóni, 30 garða langprjóni og 4x10 garða boðprjóni. Að öðru leyti eru það einstaklingar auk fyrirtækja og stofnana í bænum sem sjá um flesta viðburði. Hálfdán nefnir þar helst til sögunnar Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, sem eru tvær stórar menningarstoðir í bænum. RÖLT Á MILLI HEIMILA Meðal nýjunga í ár nefnir Hálfdán tón- leika undir heitinu Heimilistónar, sem eru margir stuttir tónleikar sem haldnir verða á heimilum í bænum. Þar gefst bæjarbúum kostur á að rölta milli húsa og hlýða á tónlist ásamt því að njóta kaffiveitinga. Aðsókn á hátíðina hefur verið góð undanfarin ár að sögn Hálfdáns og hann býst við góðri þátttöku í ár. Nánari upplýsingar má finna á www. isafjordur.is/veturnaetur. LISTALÍF Á ÍSAFIRÐI Ísafjörður fyllist af fólki þessa dagana þegar menningar- og listahátíðin Vetur- nætur verður haldin í bænum sjöunda árið í röð. HÁTÍÐ Í BÆ Hálfdán Bjarki Hálfdáns- son, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar. MYNDIR/HALLDÓR SVEINBJÖRNS- SON FJÖLBREYTT ATRIÐI Öllum aldurshópum er sinnt á Veturnætum. Hljóðheimar bjóða upp á allar helstu lausnir í hljóðvinnslu, svo sem upptökur á tónlist fyrir hljómsveitir, hljóðblöndun, „masteringar“, „overdub“ og eftirvinnslu á hljóði í kvikmyndum. „Við höfum útsett tónlist fyrir einstaklinga og hljómsveitir. Hljóðverið hjá okkur er líka til leigu og hafa þá hljómsveitir og einstaklingar komið og tekið upp sjálfir. Við höfum einnig tekið upp tónleika fyrir ýmsa tónlistarmenn bæði hér í Reykjavík og á landsbyggðinni. Til dæmis voru hljómsveitirnar Valdimar og Tilbury nýlega að ljúka upptökum hér hjá okkur í Hljóðheimum,“ segir Guðni Einarsson, annar eigenda Hljóðheima. Í byrjun hausts fóru strákarnir í Hljóðheimum af stað með nokkurs konar skóla þar sem þeir eru með námskeið í tónlistarsköpun, plötusnúðanámskeið, einstaklingskennslu í upptökum og hljóðblöndun og gítarkennslu. Kennslan er fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Á námskeiðunum er kennt á tónlistarforritið Ableton Live. „Það hefur verið metaðsókn í námskeiðin og kennsluna og við höfum þurft að setja fólk á biðlista fyrir næstu námskeið og í kennsluna. Skemmtilegt er að segja frá því að stelpur hafa verið í auknum mæli að skrá sig og er það góð þróun, þar sem strákar hafa yfirleitt verið í meirihluta í þessum geira. Þekking nemenda er misjöfn, allt frá algjörum byrjendum upp í tónlistarmenn sem vilja slípa eða bæta við þekkingu sína með hjálp tölvutækninnar,“ segir Guðni. Eins og er hafa Hljóðheimar einungis verið með námskeið í Reykjavík en laugardaginn 17. nóvember næstkomandi verða þeir með námskeið í tónlistarsköpun í Hljóðfærahúsinu á Akureyri. Frekari upplýsingar má fá á Hljóðheimar.is. og þar er einnig hægt að skrá sig á öll námskeið og í kennslu. NÝTT HLJÓÐVER HLJÓÐHEIMAR KYNNA Hljóðheimar er nýtt hljóðver sem stofnað var í júní af Guðna Einarssyni og Kristni Evertssyni og er staðsett í Höfðatúni 12b. Í HLJÓÐVERI Guðni Einarsson er annar tveggja eigenda Hljóðheima, sem bjóða upp á allar helstu lausnir í hljóðvinnslu. MYND/ANTON KENNSLA „Það hefur verið metaðsókn í nám- skeiðin og kennsl- una og við höfum þurft að setja fólk á biðlista fyrir næstu námskeið og í kennsluna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.