Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 12
12 3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Samkvæmt þeirri siðferðis-reglu sem mótar lífsafstöðu þjóðlíf og löggjöf á Íslandi, þá er skylt annaðhvort að láta afskiftalaust ellegar hæla uppí hástert sérhverju verki sem unnið er lakar en í meðallagi. Sé unnið betur, er verið að brjóta grundvall- arboðorð þjóðfélagsins um lýðræð- islegt meðallag og þar með vakin upp lýðræðisleg öfund; og opinberir aðiljar verða að skerast í leikinn og úrskurða alt smjör gæðasmjör.“ Þessar setningar úr Íslendinga- spjalli Halldórs Laxness eru að sönnu settar á blað löngu áður en menn tóku að rífast um stjórnar- skrána á Alþingi. En öll meðferð þess máls bend- ir til að siðferð- isreglan sem skáldið lýsir lifi enn góðu lífi hálfum fimmta áratug síðar. Sá skammi tími sem stjórn- lagaráði var ætlaður leyfði ekki þau vönd- uðu vinnubrögð sem endurskoð- un stjórnarskrár krefst. Pólitísk ábyrgð á því verklagi hvílir á herð- um forsætisráðherra. Hann hefur nú úrskurðað að hálfnað verk sé fullkomin stjórnarskrá, samin af þjóðinni sjálfri og þar af leiðandi hafin yfir gagnrýni. Engum dettur lengur í hug að setja smjör á markað án þess að hreinlæti við framleiðsluna sé vott- að og það standist gæðapróf sér- fróðra manna. Þetta er gert til að vernda neytendur, án þess að nokk- ur hafi borið brigður á bragðskyn þeirra. Í manna minnum hefur eng- inn mjólkurbússtjóri hafnað gæða- eftirliti með þeim rökum að það væri móðgun við neytendur. Forsætisráðherra vill hins vegar ekki að sérfræðingar segi álit sitt á stjórnarskrárgerðinni því að það feli í sér vantraust á fólkið í land- inu. Er allt smjör gæðasmjör? ÞORSTEINN PÁLSSON Stjórnarskrárhugmyndirn-ar eru róttækar um flest þau atriði sem ekki eiga heima í stjórnarskrá held- ur almennum lögum eða stefnu- yfirlýsingum stjórnmálaflokka. Þar er til að mynda verið að lofa ómældum útgjöldum úr ríkissjóði og mæla fyrir um stjórn fiskveiða. Þetta eru viðfangsefni sem snerta hugmyndafræðilegar átakalínur stjórnmálanna. Stjórn- arskráin á hins vegar að geyma þær leikreglur sem slíkar ákvarð- anir eru teknar eftir á hverjum tíma. Kjósendur velja þingmenn til að taka þær ákvarðanir á grund- velli stefnuyfirlýsinga. Þeir skipa þeim málum síðan með almennum lögum. Þegar meirihlutinn ætlar að festa eigin pólitík sína í stjórnar- skrá, þannig að örðugra verði að skipta um stjórnarstefnu í almenn- um kosningum, er verið að eyði- leggja stjórnarskrána. Hún er þá ekki lengur skipulagsskrá eða grundvallarlög. Lýðræðið veikist að sama skapi. Þegar kemur að þeim efnisatrið- um sem lúta beint að stjórnskipu- lagi ríkisins fer lítið fyrir róttæk- um hugmyndum en því meir fyrir ruglingslegri hugsun og skorti á rökvísi. Ýmis álitamál hafa verið rædd á undanförnum árum varð- andi vald forseta Íslands og stöðu Alþingis. Vissulega er gerð tilraun til að taka á þeim viðfangsefnum. Af gögnum stjórnlagaráðs má ráða að margvíslegar hugmynd- ir hafa verið uppi. Trúlega er það vegna tímaskorts að lausnin hefur verið sú að hræra þeim saman fremur en að greina í sundur. Niðurstaðan er óvissa um margt og skortur á rökrænu samhengi. Frekar er dregið úr pólitískri ábyrgð en að auka, og ákvarðana- taka verður óskilvirkari þegar þörf er á skilvirkni. Ruglandi og róttækni Þó að veigamikil rök mæli með viðhaldi þingræðis-reglunnar mátti rökræða róttækar hugmyndir eins og aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds og jafnvel leyfa fólki að taka afstöðu til þeirra. Þess í stað er lagt til að fjölga þingmönnum stjórnarflokka til að ráðherrar þurfi ekki að mæta við atkvæðagreiðslur á Alþingi. Öll skynsemi mælir þó með því að fækka þingmönnum verulega. Veigamikil rök hníga í þá átt að sameina forsetaembættið stöðu forseta Alþingis eða fela forsætis- ráðherra að gegna þjóðhöfðingja- skyldunum. Þá er það tímaskekkja að lög séu háð undirritun handhafa framkvæmdavaldsins. Með öllu er sneitt hjá róttækri hugsun um stjórnskipuleg efni af þessu tagi. Nú má einnig endurskoða stjórn- arskrána með hófsemd. Eigi að síður þurfa breytingarnar að full- nægja kröfum um aukinn skýr- leika, skilvirkni og ríkari pólitíska ábyrgð. Helsta áhugaverða nýmæl- ið snýr að kosningafyrirkomulag- inu. Þó að þær hugmyndir kalli á stjórnmálafræðilega úttekt miða þær að því að brjóta upp meingall- að kerfi og verðskulda því frekari skoðun og umræðu. Spurningin er þessi: Er ekki vegur að forystumenn stjórnlaga- ráðsins og sérfræðingar í lögum, stjórnmálafræðum og hagvísind- um taki að sér það hlutverk sem mjólkurbússtjórar og gæðaeftir- litsmenn hafa á sínu sviði og knýi á um að vinnslu stjórnarskrármáls- ins verði lyft úr því fari að hæla í hástert því sem unnið er lakar en í meðallagi? Að hæla í hástert Með notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskipta- vinum og tengingu við afgreiðslukerfið frá Advania er rekstraráhæa tengd kortaviðskiptum takmörkuð. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428. Fyrirtæki snúa posanum að viðskiptavinum F réttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl. Þetta finnst Árna Guðmundssyni, formanni Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, slæmt og hann kallar eftir því að lögreglan taki fyrir auglýsingarnar, enda séu þær bannaðar. Hann telur að ástæðan fyrir því að auglýsingarnar birtist sé sú að lögreglan taki bannið ekki nógu alvarlega. Ástæðan er miklu frekar sú að bannið við áfengisauglýsingum heldur ekki í raun og getur ekki gert það. Auglýsingar um áfenga drykki birtast í útlendum blöðum og tímaritum, á erlendum vef- síðum sem Íslendingar skoða, á íþróttavöllum sem sjónvarpað er frá í íslenzku sjónvarpi og þannig mætti áfram telja. Áfengis- og tóbaksverzlunin auglýsir meira að segja glaðhlakkalega bolluupp- skriftir sem „hressa upp á samkvæmið“ í bæklingum sínum. Það er kannski ekkert skrýtið að lögreglan leggi ekki mikið á sig við að stöðva auglýsingu á Facebook þegar sams konar auglýsingar eru í þúsundum útlendra tímarita í hillum bókabúðanna og rúmast innan ramma laganna. Samkvæmt áfengislögum er bannað að auglýsa áfenga drykki með meira en 2,25% áfengismagni. Léttöl má hins vegar auglýsa. Þetta notfæra áfengisframleiðendur og -birgjar sér og auglýsa vörumerki sín grimmt undir þeim formerkjum að verið sé að auglýsa léttöl. Nú vill Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra loka þeirri smugu í lögunum og banna líka auglýsingar á óáfengum drykkjum sem eru seldir í umbúðum sem eru „svo líkar umbúðum áfengra drykkja að hætta sé á ruglingi á áfengu vörunni og hinni óáfengu“. Afleiðingarnar af því banni yrðu eingöngu þær að skaða hags- muni innlendra framleiðenda, sem mættu ekki auglýsa vöru sem þó er löglegt að framleiða og selja í almennum verzlunum. Erlendir framleiðendur hefðu áfram óheftan aðgang að íslenzkum neytendum í gegnum áðurnefndar leiðir og myndu að sjálfsögðu nýta sér hann. Þetta væri ekki sízt bjánalegt vegna þess að framleiðsla áfengra drykkja er einn af vaxtarsprotum atvinnulífsins. Undanfarin ár hafa sprottið upp lítil brugghús víða um land sem eru umhverfisvæn, höfða til ferðamanna, nota innlent hráefni og skapa atvinnu í heima- byggð – algjörlega eftir sniðmáti atvinnustefnu flokks innanríkis- ráðherrans. Vegna þess að áfengisauglýsingar eru í orði kveðnu bannaðar eru ekki til neinar reglur, sambærilegar og í nágrannalöndum okkar, um hvernig þær eiga að vera. Það væri nær að hætta tvískinnunginum og hræsninni og leyfa áfengisauglýsingar, en setja í staðinn skilyrði um hvernig á að hátta birtingu þeirra. Það mætti til dæmis kveða á um að þær mættu ekki birtast í sjónvarpi fyrr en seint á kvöldin og að auglýsendur væru skyldaðir til að upplýsa neytendur um skað- semi ofneyzlu áfengis. Slík stefna myndi þjóna betur markmiðinu um að vernda börn og unglinga fyrir skaðlegum áhrifum áfengis en núverandi ástand. Hriplekt og hræsnisfullt áfengisauglýsingabann: Bannað en þó ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.