Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 34
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR34 E inn sólríkan vor morgun árið 2007 vaknaði ég snemma, teygði úr mér í svefnrofunum og fyrsta hugsunin sem kom upp í koll- inn var: Ég verð að fljúga,“ segir Anita Hafdís Björnsdóttir, for- fallinn svifvængjafíkill. „Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að fara að því, en stökk fram úr og gúggl- aði svifdrekaflug, fann síma- númer og hringdi um leið. Þeir bentu mér á að það væri svo lítið vesen að fara að fljúga á svif- dreka og spurðu hvort ég þekkti svifvængjaflug. Ég hafði aldrei heyrt á það minnst en það hljóm- aði vel og ég skráði mig á nám- skeið. Eftir það varð ekki aftur snúið.“ Flugbakterían heltók Anitu og tveimur árum seinna sagði hún upp vinnunni og lagðist í flakk til að geta flogið sem víðast. „Við ákváðum tvær vinkonur að ferðast um allan heiminn í tvö ár og fljúga. Það plan breyttist reyndar pínulítið, við höfðum ekki fjármagn í meira en sex mánuði en vorum ákveðnar í því að við hlytum að fá vinnu hér og þar á leiðinni. Það plan gekk ekki alveg upp. Okkar leiðir skildi því eftir sex mánuði en við héldum báðar áfram að ferðast og finna okkur vinnu hingað og þangað, sem þýddi að stoppin á hverjum stað urðu lengri en við höfðum planað í upphafi. Það var allt í lagi og við fengum vinnu hvor í sínu lagi hjá svifvængja- fyrirtækjum sem sjá um ferðir fyrir hópa. Núna er ég búin að verða mér úti um kennararétt- indi á svifvængi og vinn við það í Höfðaborg í Suður-Afríku. Sú vinna eiginlega bara datt upp í hendurnar á mér í fyrra vetur en þá hafði ég hugsað mér að vera heima yfir veturinn og borga upp skuldirnar frá ferðalaginu, fá mér vinnu og vera almennileg. Ég gat samt alls ekki slegið hendinni á móti þessu tilboði sem fólst í því að búa í Suður-Afríku og læra að fljúga með farþega gegn því að vinna frítt hjá svifvængjafyrir- tæki. Þar vann ég í þrjá mánuði og upp úr því bauðst mér vinna við farþegaflugið núna í vetur.“ Varstu á einhverjum tíma- mótum í lífinu þarna 2009? „Nei, alls ekki. Ég var alveg súpersátt við líf mitt þá. Fannst ég svakalega heppin að hafa rúmlega þrí- tug loksins fundið það sem mig langaði að vinna við. Það var grafísk hönnun og ég fór og menntaði mig í henni, kom heim og fékk æðislega vinnu og bara gat ekki verið lukkulegri. En svo uppgötvaði ég flugið og það tók yfir líf mitt, má segja.“ Hvað er svona æðis- legt við að fljúga? „Það er pínulítið erfitt að útskýra það, en frelsis- tilfinningin er engu lík og líka það að vera algjörlega í núinu. Þú ert ekkert að fást við neitt annað á meðan þú flýgur, bara þú og nátt- úruöflin, engin vél, og meiri jarðtengingu hef ég varla fundið ann- ars staðar en í loftinu þótt ótrú- legt megi virðast. Maður sér lífið frá algjörlega nýju sjónar horni. Þegar maður flýgur í fyrsta skipti upplifir maður eigin lega yfir sig, tekur andköf og hljóðar af ham- ingju og geðshræringu. Þetta er algjörlega ný sýn á lífið.“ Er svifvængjasamfélagið á Ís- landi orðið stórt? „Það er óðum að stækka. Bara á þessum fimm árum sem ég hef flogið hefur svif- vængjafólki fjölgað alveg ótrú- lega mikið, að minnsta kosti um helming. Núna eru það í kring- um hundrað manns á landinu öllu sem fljúga á svifvængjum, mis- mikið en allir eitthvað.“ Hvar er skemmtilegast að fljúga? „Eins frábært og það er að ferðast og fljúga erlendis, þá er Ísland alltaf uppáhalds flug- staðurinn minn. Flugveðrið er ekki gefins og maður er alltaf sér- staklega þakklátur þegar maður kemst í loftið. Hér upplifi ég líka mesta frelsið. Enda- laust af fjöllum og engin tré til að flækja málin með lendingar- svæði.“ En nú er f ram undan nýtt ævintýri í Tansaníu eftir ára- mótin, ekki satt? „Jú, 29. janúar legg ég fótgangandi af stað með vænginn minn upp Kilimanjaro í Tansaníu, hæsta frí- standandi fjall heims, tæplega sex þúsund metrar. Áætlað flug- tak af toppnum er svo 5. febrúar. Ég verð eini Íslendingurinn í 200 manna alþjóðlegum hópi sem mun slá alls konar heimsmet með uppátækinu og safna einni milljón dollara til góðgerðarmála á svæðinu. Ég hef hing- að til ekki verið sér- staklega mikil fjallgöngumann- eskja, hef til dæmis aldrei farið upp Esjuna nema fljúgandi, svo fram undan eru stífar æfingar og mikill undirbúningur. En ég er voðalega veik fyrir ævintýrum og hafði enga góða ástæðu til að segja nei þegar mér bauðst að fara með. Eftir að hafa ferðast frjáls um heiminn og upplifað alls konar aðstæður sem annað fólk býr við finnst mér ómetanlegt að fá þetta tækifæri til að gefa smá til baka. Að henda mér fram af hæsta fjalli Afríku fyrir góð málefni er bara upplagt.“ Óhljóð og andköf af hamingju Anita Hafdís Björnsdóttir byrjaði að fljúga á svifvæng fyrir fimm árum, heillaðist gjörsamlega, sagði upp vinnunni og hefur síðan verið á flugi hér og þar um heiminn. Nú býr hún í Suður-Afríku og flýgur með farþega á svifvængnum sínum. Hún sagði Friðriku Benónýsdóttur frá fluginu, frelsinu, flakkinu og nýju ævintýri sem er í uppsiglingu. TIL Í SLAGINN Anita algölluð og tilbúin að takast á loft. AFRÍKA Table Mountain í Höfðaborg, Anita er þessi á appelsínugula vængnum fremst.BERFÆTT Á FLUGI YFIR FRANSKRI STRÖND „Þetta er algjörlega ný sýn á lífið.“ FEGURÐ Kvöldsólarflug í Herdísarvík. SJÓNARHORN FUGLSINS Á flugi í Úlfarsfelli séð yfir til Reykjavíkur. MYNDIR/EINKASAFN STUTTA STUND Á JÖRÐU NIÐRI Anita var á Íslandi í sumar en er nú farin á ný til Suður-Afríku, þar sem ný ævintýri bíða hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég teygði úr mér í svefn- rofunum og fyrsta hugs- unin sem kom upp í kollinn var: Ég verð að fljúga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.