Fréttablaðið - 13.11.2012, Page 1

Fréttablaðið - 13.11.2012, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 12 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk veðrið í dag 13. nóvember 2012 267. tölublað 12. árgangur Lýg ég því? Sighvatur Björgvinsson svarar gagnrýni og segist ekki þekkja íslenska þjóð. umræða 14 GOTT RÁÐLárpera (avókadó) er holl og góð. Hún er notuð í mexí- kóskt guacamole en einnig er hún góð í forrétti, til dæm- is rækjukokteil. Ef lárperan er ekki nægilega þroskuð er gott ráð að setja hana í poka með einu epli og láta liggja daglangt á eldhúsborðinu. Rodalon sótthreinsunGegn myglusveppi Eyðir lykt úr fatnaði Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 g.ise irber CROSSFIT XYOPN Nú með bláberjabragði H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA NÝ KILJA Grafin í sand Mikið er lagt í nýjasta tónlistarmyndband Bjarkar Guðmundsdóttir. tónlist 30 TÓNLIST „Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við vilj- um fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi,“ segir Sigmar Guðmunds- son, ritstjóri Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá RÚV orðið til þess að tónlistar menn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Flestum tónlistarmönnum er sama þótt þeir fái ekkert greitt og þiggja kynn- inguna heilshugar, en samningurinn við FÍH kveður á um að hver tónlistarmaður fái um 22 þúsund krónur fyrir hverja framkomu. Róbert Þórhallsson, stjórnarmaður í FÍH, segir að samningurinn við RÚV hafi verið gerð- ur til að stuðla að því að tónlistarmenn fái greidd lágmarkslaun fyrir vinnuna sína. Aðspurður segir hann vel koma til greina að endurskoða samninginn í ljósi ástands mála hjá RÚV. - fb / sjá síðu 30 Allir eru óánægðir með tónlistarleysi í Kastljósinu vegna samnings RÚV og FÍH: Mega ekki spila frítt í Kastljósi LÆGIR OG LÉTTIR til Í dag má búast við hæglætisveðri að mestu. Horfur á stöku skúrum eða slyddu- éljum sunnan- og vestanlands en léttir heldur til N- og A-lands er líður á daginn. VEÐUR 4 4 1 3 2 4 RÓMANTÍSK GÖNGUFERÐ Í FENEYJUM Ferðamenn hafa þurft að vera vel búnir í miðbæ Feneyja síðustu tvo daga. Vatn flæðir um götur helstu verslunarhverfa og sumar búðir og heimili á jarðhæðum eru enn á floti. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Samfylkingin í Reykjavík FLOKKSVA L 16. OG 17.NÓVEMBER 2012 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FJARSKIPTI Lúkningargjöld, sem eitt síma- fyrirtæki greiðir þegar viðskiptavinir þess hringja í annað, verða allt að fjórfalt lægri um mitt næsta ár en þau eru í dag, samkvæmt nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Þá verða gjöldin lækkuð niður í 1,66 krónur á mínútu og verða þau sömu hjá öllum símafyrir tækjunum. Sem stendur eru hæstu lúkningargjöldin 6,3 krónur á mínútu. Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, segir ákvörðunina með þeim merkilegri sem stofn- unin hefur tekið. „Forsenda fyrirtækjanna við að hafa mismunandi verð þegar hringt er út úr neti þeirra hverfur við þetta. Lækk- unin mun síðan breyta símtalinu sjálfu úr því að vera hátt hlutfall af heildsöluverði í það að verða lágt hlutfall. Ég veit ekki hvort smá- söluverð á símtölum muni lækka. Það kann þó að vera. En það getur verið að fleiri aðilar komi inn á markaðinn og bjóða þá hugsanlega hagkvæmara verð fyrir neytendur.“ Í dag greiða símafyrirtækin mismunandi verð vegna lúkningar á símtölum. Þegar við- skiptavinir annarra símafyrirtækja hringja í kerfi Símans eða Vodafone eru greiddar 4,5 krónur á mínútu, þeir sem hringja í Tal greiða 5,5 krónur á mínútu og þeir sem hringja í Nova 6,3 krónur á mínútu. Ástæða þess að verðið er mismunandi er að PFS hefur heimil- að símafyrirtækjum sem eru ný á markaði að rukka tímabundið hærri lúkningargjöld. Í janúar var ákveðið að gjöldin yrðu sam- ræmd. PFS framkvæmdi í kjölfarið verðsam- anburð við nokkra evrópska farsímamark- aði og komst að þeirri niðurstöðu að íslensku símafyrirtækin mættu mest rukka 1,66 krónur á mínútu í lúkningargjöld. Það verð var fengið með því að taka meðaltal af sama gjaldi hjá sjö Evrópuríkjum. Í ágúst ákvað PFS að fresta innleiðingu hins nýja lúkning- argjalds fram til 1. júlí 2013. Frá áramótum verður gjaldið þó samræmt og öll símafyrir- tækin munu borga fjórar krónur á mínútu. - þsj / sjá síðu 10 Ákvörðun um gjaldlækkun bætir hag farsímanotenda Lúkningargjöld símafyrirtækja verða allt að fjórfalt lægri um mitt næsta ár, samkvæmt nýrri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Forstjóri hennar segir ákvörðunina eina þá merkilegustu sem stofnunin hefur tekið. krónur á mínútu er það verð sem greitt verður fyrir lúkningu símtals frá miðju næsta ári. 1,66 FENEYJAR, AP Ausandi regn og sjó- gangur hefur valdið einum mestu flóðum í Feneyjum síðan mæl- ingar þar hófust árið 1872. Vatns- elgurinn á götum borgarinnar náði mest eins og hálfs metra dýpt í gær og á sunnudag, sem er það sjötta mesta í sögunni. Flóð eru algeng á þessum árs- tíma í Feneyjum og voru enn meiri fyrir fjórum árum en nú. Árum saman hefur verið unnið að færanlegum varnargörðum sem rísa eiga upp úr sjávarbotn- inum við borgina og skýla henni fyrir öldugangi. Þeir verða ekki tilbúnir fyrr en árið 2014. Lægðin sem sökkti sjötíu pró- sentum af Feneyjum á sunnudag færði sig síðan norður á bóginn og varð til þess að um tvö hundr- uð manns þurftu að flýja heimili sín í Toskana-héraði í gær. - sh Allt á floti í Feneyjum: Ein mestu flóð síðan mælingar hófust á 19. öldLærdómsríkt og erfitt Óskar Bjarni stendur í ströngu í Danmörku. Sport 26 SIGMAR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.