Fréttablaðið - 13.11.2012, Síða 2
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
SAMFÉLAGSMÁL Íslendingum stend-
ur til boða þátttaka í samnorrænni
hönnunarkeppni sem hverfist um
að hanna vistvænar endurbætur
á byggingum á Norðurlöndunum.
Auglýst hefur verið eftir hönnun
á fimm byggingum, þar á meðal
á Höfðabakka 9 sem oft er kölluð
Bogabyggingin eða Watergate.
„Þetta er opin, þverfagleg sam-
keppni sem ekki
bara arkitektar
heldur allir geta
tekið þátt í. Í
boði er myndar-
legt verðlaunafé
sem Norræna
ráðherranefnd-
in útvegar og
alþjóðleg dóm-
nefnd mun velja
verðlaunahafa,“
segir Guðmund-
ur Tryggvi Sigurðsson, forstöðu-
maður eignaumsýslusviðs Fast-
eignafélagsins Reita, en Reitir eiga
Höfðabakka 9.
Guðmundur Tryggvi segir að
Norræna ráðherranefndin hafi
síðustu ár beitt sér fyrir þróun
vistvænna bygginga á Norðurlönd-
um. „Með það fyrir augum hefur
nefndin sett á fót verkáætlun í
nokkrum skrefum. Einn hluti er
þessi keppni,“ segir Guðmundur
Tryggvi og bætir við að í keppn-
inni sé einnig lögð áhersla á að
draga fram sérnorræn einkenni
bygginganna.
Höfðabakki 9 er sjö hæða skrif-
stofuhús frá árinu 1980. Endur-
bóta er þörf á húsinu en markmið
Fasteignafélagsins Reita er að búa
til „vistvæna skrifstofugarða“
fyrir tæknifyrirtæki og skylda
starfsemi. Að sögn Guðmundar
Tryggva voru Reitir þegar byrjað-
ir að skipuleggja endurinnréttingu
á húsinu, í samstarfi við Opin kerfi
sem hafa haft aðstöðu í húsinu um
árabil, þegar fyrirtækið var beðið
um að leggja til byggingu í keppn-
ina. „Okkar hugmyndir féllu mjög
vel að keppninni. Fasteignafélagið
Reitir og Opin kerfi urðu því fús-
lega við bóninni.“
Auk Höfðabakka 9 hefur verið
auglýst eftir endurhönnun á bygg-
ingum í Stokkhólmi, Ósló, Ball-
erup í Danmörku og Tampere í
Finnlandi. Skilafrestur á tillögum
í keppnina er til 8. febrúar. Í kjöl-
farið verða fjórar tillögur fyrir
hverja byggingu valdar og þróað-
ar áfram. Allar tuttugu tillögurn-
ar verða verðlaunaðar og þá mun
hönnunarteymið að baki þeirri
tillögu sem að lokum verður valin
best allra hljóta milljón norskra
króna skattfrjálst í verðlaunafé,
jafngildi 22,5 milljóna íslenskra
króna.
magnusl@frettabladid.is
Íslenska Watergate
verður vistvænt hús
Norræna ráðherraráðið hefur blásið til samnorrænnar hönnunarkeppni þar
sem markmiðið er að hanna vistvænar endurbætur á byggingum á Norðurlönd-
unum. Ein bygginganna er á Íslandi en fyrstu verðlaun eru 22,5 milljónir.
HÖFÐABAKKI 9 Til stendur að gera gagngerar endurbætur á Höfðabakka 9 og búa til
vistvæna skrifstofubyggingu sem hentar vel tæknifyrirtækjum og skyldri starfsemi.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GUÐMUNDUR
TRYGGVI
SIGURÐSSON
DANMÖRK Aflýsa hefur þurft tíu
rannsóknum á Kolding-sjúkra-
húsinu í Danmörku þar sem
tækjum til rannsókna á maga og
ristli var stolið um helgina. Þegar
starfsmenn mættu til vinnu á
mánudag voru skáparnir þar sem
tækin voru geymd galtómir.
Haft er eftir yfirlækninum
Lynge Kirkegaard á vef Politiken
að ólíklegt sé að hægt verði að
hagnast á sölu tækjanna í Dan-
mörku en þau eru metin á 5 millj-
ónir danskra króna eða um 112
milljónir íslenskra króna.
Krabbameinsrannsóknum var
ekki aflýst heldur voru þær fram-
kvæmdar með tækjum sem feng-
in voru að láni. -ibs
Óvenjulegur þjófnaður:
Tækjum stolið
af sjúkrahúsi
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
gefið út ákæru á hendur manni
fyrir kynferðislega áreitni gegn
barni og brot gegn blygðunarsemi.
Honum er gefið að sök að hafa
í mars síðastliðnum, í gufubaðs-
klefa í sundlaug í Eyjafirði, káfað
innanklæða á kynfærum sjö ára
stúlku, berað á sér getnaðarlim-
inn og beðið stúlkuna að snerta
sig. Aðalmeðferð í málinu fer
fram síðar í mánuðinum í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra. Foreldri
stúlkunnar krefur manninn um
800 þúsund krónur í bætur. - sh
Sagður hafa áreitt 7 ára barn:
Ákærður fyrir
káf í gufubaði
STJÓRNSÝSLA „Það eru nokkur mál
á borðinu hjá okkur sem eru með
þræði til Panama, þannig að þetta
gæti skipt máli,“ segir Bryndís
Kristjánsdóttir skattrannsóknar-
stjóri um nýundirritaðan upplýs-
ingaskiptasamning við Panama
sem fjármálaráðuneytið kynnti í
gær.
Bryndís segir hins vegar að nú
taki við tímafrekt ferli við full-
gildingu samningsins, sem verði
líklega ekki lokið fyrr en í árs-
byrjun 2014. Þá fyrst verði hægt
að krefjast upplýsinga á grund-
velli hans. „Þá mun til dæmis
reyna á hvort það sé hægt að fá
upplýsingar aftur í tímann,“ segir
Bryndís.
Panama er 39. ríkið sem Ísland
gerir samning af þessu tagi við.
„Við fögnum hverjum samningi
sem gerður er og þetta er mik-
ilvægur liður í að berjast gegn
skattaflótta,“ segir Bryndís.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri tekur í sama streng.
„Það hefur verið mjög erfitt að
fá upplýsingar frá þeim löndum
þar sem svona mikil leynd ríkir.
Þessir nýju samningar sem búið
er að gera við ríki sem reka afla-
ndsþjónustu gefa okkur góðar
vonir um að það verði mun auð-
veldara að fást við þetta í fram-
tíðinni.“ - sh
Skattrannsóknarstjóri fagnar upplýsingasamningi við Panama en býst við töfum:
Panamaflækjur afhjúpast ekki strax
BRYNDÍS
KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÚLI EGGERT
ÞÓRÐARSON
LÖGREGLUMÁL „Ég veit bara um
einn Íslending sem hefur setið inni
hérna í Prag, í öðruvísi fangelsi.
Hann sagði að þetta væri engin
paradís,“ segir Þórir Gunnarsson,
ræðismaður Íslands í Tékklandi,
um aðbúnað í þarlendum fang-
elsum. Tvær átján ára íslenskar
stúlkur sitja nú í gæsluvarðhaldi
í Prag eftir að kókaín í kílóa vís
fannst í farangri þeirra við kom-
una þangað í síðustu viku.
Til stóð að Þórir fengi að hitta
stúlkurnar í gær en það gekk ekki
eftir. „Yfirlögregluþjónninn sem
sér um málið vill ekki að neinn tali
við þær á meðan það liggur ekki
fyrir nákvæmlega hvaða efni þetta
var og hversu mikið magn,“ segir
Þórir.
Fyrstu fréttir hermdu að í tösk-
unum hefðu verið átta kíló, en
það mun samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins vera orðum aukið.
Líklega séu kílóin ekki nema um
þrjú.
Lögreglunni í Prag þykir ljóst
að smyglið hafi verið þaulskipu-
lagt af vönum glæpamönnum.
Það megi meðal annars sjá á því
hversu rækilega efnin voru falin
í töskunum.
Stúlkurnar
voru úrskurð-
aðar í sjö mán-
aða gæsluvarð-
hald en gætu
sloppið út eftir
þrjá ef þær eru
samvinnuþýðar.
Þórir segir
stundum koma
fyrir að Íslend-
ingar þurfi að
gista fangaklefa í eina nótt eða
tvær í Prag. Maðurinn sem hann
hafi hitt í vor hafi setið inni í
rúman mánuð, en enginn hafi verið
eins lengi og stúlkurnar horfa nú
fram á.
„Þetta er bara ömurlegur staður.
Alls staðar er vont að vera í fang-
elsi en þetta eru engin Norðurlönd.
Þú ferð ekkert í skóla eða líkams-
rækt,“ segir ræðismaðurinn. - sh
Ræðismaður Íslands í Tékklandi fær ekki að hitta tvær átján ára íslenskar stúlkur:
Fangelsin í Prag engin paradís
ÞÓRIR
GUNNARSSON
FARANGURINN Efnin voru vandlega
falin á milli laga í töskuefninu sjálfu.
Stúlkurnar bera því við að bandarískur
maður hafi fengið þær til verksins.
VIÐSKIPTI Jón Þorsteinn Jónsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
Byrs, flutti mörg hundruð millj-
ónir króna í
erlendum gjald-
eyri frá Íslandi
á þessu ári og
því síðasta í
trássi við lög
um gjaldeyris-
höft.
Þetta kom
fram í DV í
gær, þar sem
sagði jafnframt
að málið tengdist Guðmundi Erni
Jóhannssyni, sem fór í leyfi sem
framkvæmdastjóri Landsbjargar
í síðustu viku vegna sambæri-
legra ásakana.
Jón Þorsteinn, sem nú afplánar
fjögurra og hálfs árs fangelsis-
dóm á Kvíabryggju vegna Exeter-
máls sérstaks saksóknara, sendi
frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
hann hafnar ásökununum. Við-
skipti hans hafi ekki verið í trássi
við gjaldeyrislög. - sh
Sagður stórtækur braskari:
Jón Þorsteinn
hafnar frétt DV
JÓN ÞORSTEINN
JÓNSSON
SAMFÉLAGSMÁL Hin árlega
athafnavika, hátíð athafnasemi
og framkvæmdagleði, hófst
formlega með hringingu Kaup-
hallarbjöllunnar í gærmorgun.
Athafnavikan er haldin hátíðleg í
120 löndum í öllum heimsálfum.
Einkenni vikunnar er svokölluð
Athafnateygja, númerað gúmmí-
armband sem þátttakendur eiga
að vera með á meðan þeir fram-
kvæma eitthvað verkefni. Ómar
Ragnarsson fékk fyrstu Athafna-
teygjuna þetta árið
„Þetta er mjög gott framtak,“
sagði Ómar. „Við erum það lítil
þjóð að framkvæmd einnar góðr-
ar hugmyndar getur haft veruleg
áhrif á þjóðarbúið. Þannig skapar
til dæmis CCP fleiri störf en heilt
álver.“ Það er Innovit, nýsköp-
unar- og frumkvöðlasetur, sem
stendur fyrir Alþjóðlegu athafna-
vikunni hér á landi. - mþl
Athafnavikan hringd inn:
Ómar fékk
fyrstu teygjuna
ATHAFNAVIKAN SETT Ómar Ragnarsson
fékk afhenta fyrstu Athafnateygjuna
þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þjónustumiðstöð á Íslandi
Norðmenn gera í nýrri skýrslu um
olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-
hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika
að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi.
Þrefalt lengra er að þjónusta leitina
frá Noregi. Sá flugvöllur sem næstur
er svæðinu er við Þórshöfn á Langa-
nesi og þar hafa sveitarstjórnarmenn
áttað sig á tækifærunum. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
NOREGUR
SPURNING DAGSINS
Dóri og Jónas, voruð þið á kafi
í þessu verkefni?
„Já, menn voru að drukkna.“
Dóri Andrésson og Jónas Valtýsson hönn-
uðu umslagið á nýrri plötu Péturs Ben.
Myndin á umslaginu sýnir söngvarann
á kafi í sundlaug en myndin var tekin í
Varmárlaug í Mosfellsbæ.
Þetta er opin, þver-
fagleg samkeppni
sem ekki bara arkitektar
heldur allir geta tekið þátt í.
GUÐMUNDUR TRYGGVI SIGURÐSSON
FORSTÖÐUMAÐUR HJÁ REITUM