Fréttablaðið - 13.11.2012, Page 6
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
1. Hvenær var pödduvefur Nátt-
úrufræðistofnunar opnaður?
2. Hver framleiðir sjónvarpsseríu
upp úr Aldingarði Ólafs Jóhanns
Ólafssonar?
3. Hver leikstýrir kvikmyndinni
Argo?
SVÖR:
1. Í ágúst 2009. 2. Robert Redford. 3. Ben
Affleck.
Allt frá fjöru til fjalla
lÍs en kus
Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn
13. nóvember næstkomandi, kl. 17.00 á
Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmeginn.
MATVÍS félagar
STOKKHÓLMUR, AP Norræna flug-
félagið SAS mun á næstunni fækka
starfsmönnum sínum um 40% eða
um 6.000 manns með uppsögnum
og sölu dótturfélaga. Þá verða laun
og lífeyrisgreiðslur starfsmanna
lækkuð til að létta undir rekstri
félagsins sem á í verulegum fjár-
hagsvandræðum.
Það er ekki síst samkeppni við
evrópsk lággjaldaflugfélög sem
hefur reynst SAS erfið síðustu
ár. Flugfélagið hefur ekki skilað
hagnaði í fjölda ára en með þess-
um aðgerðum hyggst flugfélagið
lækka árlegan rekstrarkostnað um
þrjá milljarða sænskra króna, jafn-
gildi ríflega 57 milljarða íslenskra
króna. Rickard Gustafsson, fram-
kvæmdastjóri SAS, segist gera
sér grein fyrir því að hagræðing-
araðgerðirnar séu sársaukafull-
ar fyrir starfsmenn en segir þær
óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og
veru síðasta tækifærið okkar ef við
ætlum að tryggja rekstrargrund-
völl félagsins,“ segir Gustafsson.
SAS er að helmingi í eigu
sænska, danska og norska ríkisins
en hinn helmingurinn er í eigu fjár-
festa, þar á meðal hinnar sænsku
Wallenberg-fjölskyldu. - mþl
Norræni flugrisinn SAS á í verulegum fjárhagsvandræðum:
SAS fækkar starfsmönnum um 40%
SAS Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög
hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum.
NORDICPHOTOS/AFP
ORKUMÁL „Bandaríkin eru í farar-
broddi víðtækra breytinga í olíu-
og gasframleiðslu, sem munu hafa
áhrif í öllum heimshlutum,“ sagði
Maria van der Hoeven, yfirmaður
Alþjóðlegu orkumálastofnunarinn-
ar, þegar ný skýrsla stofnunarinn-
ar um horfur í þróun orkumála var
kynnt í London í gær.
Í skýrslunni er því spáð að í byrj-
un næsta áratugar verði Bandarík-
in farin að framleiða meiri olíu en
nokkurt annað land. Upp úr 2030 er
svo talið að Bandaríkin verði farin
að flytja út meiri olíu en þau kaupa
af öðrum löndum.
Þá spáir stofnunin því að næstu
áratugina verði hægt að ná fram
stórauknum orkusparnaði, „þannig
að árið 2035 verði orkusparnaður í
heiminum orðinn nærri jafnmikill
og fimmtungur heildareftirspurn-
arinnar var árið 2010.“
Stofnunin telur að strax árið
2015 verði endurnýjanlegir orku-
gjafar orðnir næststærsta orku-
lind jarðar, næst á eftir kolum, og
árið 2035 verði þeir orðnir nánast
jafn mikilvægir og kolin.
Enn fremur spáir stofnunin því
að olíuverð muni smám saman
lækka á næstu árum og verði
komið niður í 89 dollara á tunnuna
árið 2015. Þessu síðasta er að vísu
spáð með þeim fyrirvara að verð-
sveiflur geti orðið vegna efnahags-
örðugleika eða stjórnmálakreppu í
sumum helstu olíuframleiðsluríkj-
unum. - gb
Alþjóðlega orkumálastofnunin spáir viðsnúningi næstu áratugina:
Bandaríkin verða aðalolíuveldið
OBAMA OG OLÍAN Barack Obama Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttunni
bjartsýnn á framtíð Bandaríkjanna í orkumálum. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAGSMÁL Sjö fulltrúar hafa
verið kosnir í fjölmenningarráð
Reykjavíkurborgar og voru úrslit
í kosningunum tilkynnt í gær.
Candace Alison Loque frá
Filippseyjum, Aleksandra
Chlipala frá Póllandi, Jessica
Abby VanderVeen frá Bandaríkj-
unum, Harald Schaller frá Þýska-
landi, Tung Phuong Vu frá Víet-
nam, Juan Camilo Roman Estrada
frá Kólumbíu og Josephine Wanj-
iru frá Kenýu voru kjörin. Fjöl-
menningarráðið er kosið til
tveggja ára. - þeb
Sjö fulltrúar frá sjö löndum:
Nýtt fjölmenn-
ingarráð kosið
VÍSINDI Loftsteinadrífan Leonídar
nær hápunkti sínum um næstu
helgi. Nokkrir tugir loftsteina
munu þá sjást á klukkustund er
þeir brenna upp í andrúmslofti
jarðarinnar.
Stundum geta loftsteinadríf-
ur orðið afar tilkomumiklar.
Aðstæður til að sjá drífuna eru
ákjósanlegar að þessu sinni enda
mun tunglið ekki hafa teljandi
áhrif á ljósasýninguna.
Stjörnuáhugamenn spenntir:
Loftsteinadrífa
nær hápunkti
ALÞINGI Sérfræðinganefnd gerir
ekki veigamiklar athugasemdir
við drög stjórnlagaráðs að stjórn-
arskrá, en nefndin skilaði skýrslu
um vinnu sína í gær. Henni var
falið að meta drögin út frá laga-
tæknilegum forsendum.
Auk lagatæknilegra ábend-
inga skilaði hópurinn almennum
athugasemdum í skilabréfi. Þar
leggur hann til að ýmis atriði
verði skoðuð nánar. Á meðal
þeirra er að meta áhrif breyting-
anna í heild sinni.
„Ekki hefur hins vegar farið
fram heildstætt og skipulegt mat
á áhrifum stjórnarskrártillagn-
anna í heild. Það verkefni kallar
á þverfaglega vinnu sem hópnum
var ekki falin. Hópurinn gerir ráð
fyrir að slíkt mat muni fara fram
á vettvangi Alþingis en bendir að
auki sérstaklega á þau atriði sem
að hans mati kalla einkum á nán-
ari skoðun,“ segir í skilabréfinu.
Síðan eru fjölmörg atriði tínd til.
Birgir Ármannsson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis,
segir hið þrönga umboð hópsins
skýra það að engar veigamiklar
athugasemdir hafi verið gerðar.
Hópurinn geri tæplega 80 laga-
tæknilegar breytingatillögur og
listi að auki upp álitamál sem
þinginu beri að skoða. Nefnir
hann sérstaklega heildstætt mat
á áhrifum tillagnanna.
„Ég tel útilokað að ljúka þessu
verki fyrir lok kjörtímabilsins,
svo vel sé. Tæknilega séð getur
Alþingi samþykkt frumvarp
sem byggir á þessum grunni
eftir nokkurra mánaða meðferð
í þinginu. Ég óttast að málið fái
þá ekki þá skoðun sem þörf kref-
ur og venja er að viðhafa þegar
stjórnarskrárbreytingar eiga sér
stað.“
Valgerður Bjarnadóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar, segir vinnu hóps-
ins mjög vandaða og gagnlega.
Hún segir að nú þurfi að fara
yfir ábendingar hópsins. Þær
séu góðar og muni nýtast í vinnu
þingsins. En hvenær á hún von á
frumvarpi um nýja stjórnarskrá?
„Þetta eru svo margar síður að
það tekur einhvern tíma að koma
þessu í rétt horf, en vonandi í lok
þessarar viku eða byrjun næstu.“
kolbeinn@frettabladid.is
Kalla eftir mati á áhrifum
stjórnarskrárbreytinganna
Sérfræðinganefnd segir skorta heildstætt mat á áhrifum stjórnarráðsbreytinga. Nefndin skilaði skýrslu í
gær þar sem farið var yfir lagatæknileg atriði. Von er á frumvarpi um stjórnarskrá á næstu dögum.
Forseti Íslands
■ Í bráðabirgðaákvæði er tekið
fram að takmörkun á fjölda
kjörtímabila forseta sé ekki
afturvirk.
■ Eiðstafur forseta er tekinn upp í
stjórnarskrá.
■ Tekið er á því hver leysi úr ef
ágreiningur rís um hvort forseti
sé tímabundið eða varanlega
ófær um að gegna starfi.
■ Tekið er fram að forseti skipi
forsetaritara.
■ Kveðið er á um að mæla skuli
fyrir um lagalega ábyrgð forseta
í lögum.
Utanríkismál
■ Til að ná betra samræmi við
vilja stjórnlagaráðs er gefið færi
á minniháttar framsali ríkisvalds
án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Dómsvald
■ Nokkrum hugtökum breytt til
að ná betra samræmi við vilja
stjórnlagaráðs.
Dæmi um ábend-
ingar hópsins
SKÝRSLUNNI DREIFT Magnús Orri Schram og Margrét Tryggvadóttir tóku við nokkur
hundruð blaðsíðna skýrslu hópsins í gær líkt og aðrir nefndarmenn. Von er á frum-
varpi um nýja stjórnarskrá öðru hvoru megin við næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEISTU SVARIÐ?