Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 13.11.2012, Qupperneq 12
12 13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablað- ið um skipulagsmál og spurði skipulags- yfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leið- rétta misræmið sem er á milli austur- hluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðarhúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Upp- bygging við Gömlu höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhug- uð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borg- aryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á úti- vistarsvæðum borgarinnar, svo sem göml- um gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgar- landi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunar- svæðum, bílastæðum og gömlum athafna- svæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykja- vík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfs- nesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnu- húsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðar- álagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir átta borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hug- myndum er varða framtíð síns hverfis. Skipulag í Reykjavík Skipulags- mál Páll Hjaltason formaður skipulagsráðs Hjálmar Sveinsson varaformaður skipulagsráðs S kattahækkanir voru óumflýjanlegar til að ná endum saman í ríkisrekstrinum eftir hrun, um það eru flestir sammála. Um hitt greinir menn á, hvort gengið hafi verið of langt í skattahækkunum og þá of skammt í lækkun kostnaðar hins opinbera. Sömuleiðis er deilt um hvort viðleitni til að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfið hafi skilað tilætluðum árangri eða hvort hún sé beinlínis farin að draga úr hvata fólks til að vinna og skapa verðmæti. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila; breytingar á skattkerfinu eftir hrun hafa gert það flóknara, ógegnsærra og tor- skildara. Samtök atvinnulífsins gáfu í síðustu viku út rit um skattkerfið undir yfirskriftinni „Ræktun eða rányrkja“. Það vísar til þess að rétt eins og hægt er að ganga of nærri nytjastofni í sjónum við Ísland, þannig að hann hætti að skila verðmætum í þjóðarbúið, er hægt að skattpína fólk og fyrirtæki þannig að það hefur öfugar afleiðingar til lengri tíma; að tekjur ríkisins minnki hreinlega í stað- inn fyrir að vaxa eins og stefnt var að. SA bendir annars vegar á að skattaumhverfi í landinu eigi að stefna að því að vera sem hagkvæmast og skilvirkast tekjuöflun- artæki ríkis og sveitarfélaga. Til þess þurfi skattstofnar að vera breiðir, kerfið gegnsætt og einfalt og skattprósentur fáar og lágar. Hins vegar benda samtökin á að til þess að ýta undir fjárfestingar í atvinnulífinu þurfi rekstrarumhverfi þess að vera stöðugt. Óhóflega tíðar skattabreytingar valdi vandræðum og kostnaði. Sumar skatta- hækkanir síðustu ára hafi eingöngu aukið flækjur og gert atvinnu- lífinu erfitt fyrir, en ekki aukið tekjur eins og þær áttu að gera. Þetta hljóta að vera röksemdir sem stjórnvöld vilja skoða, í sam- vinnu við atvinnulífið. Að minnsta kosti í orði kveðnu vill ríkis- stjórnin efla erlenda fjárfestingu á Íslandi. Það hefur ekki breytzt á síðustu árum að vegna smæðar sinnar, fjarlægðar frá mörkuðum og annarra náttúrulegra ókosta þarf Ísland að bjóða enn hagstæðara rekstrarumhverfi fyrirtækja en löndin sem við erum í samkeppni við, eigi að takast að laða hingað erlenda fjárfestingu. Þróunin undanfarin ár hefur frekar verið í hina áttina, eins og SA bendir á. Fyrir hrun var íslenzka skattkerfið nokkuð samkeppnis- hæft, en fæstar breytingarnar sem gerðar hafa verið síðan hafa stuðlað að því að laða hingað erlenda fjárfesta. Þegar ríkisstjórnin svíkur beinlínis gerða samninga við atvinnulífið, eins og um lækkun tryggingagjaldsins og að aukaskattur á stóriðju gildi aðeins tiltekinn árafjölda, er ekki líklegt að erlendir fjárfestar flykkist hingað. Nú er ekki við því að búast að fyrirtækin í landinu fagni nokkurn tímann aukinni skattlagningu. Það er samt ástæða til að stjórnvöld taki mark á þeirri ábendingu SA að æskilegast væri að ríkisstjórn- in færi að eigin leiðbeiningum um að hafa samráð við þá sem eiga hagsmuna að gæta og meta áhrif breytinga við undirbúning stjórnar- frumvarpa. Núna er til dæmis sú staða uppi að ákvæði í fjárlaga- frumvarpinu um hækkun skatta á ferðaþjónustuna eru þegar farin að skaða atvinnugreinina, áður en þau hafa tekið gildi – og kannski taka þau ekki gildi óbreytt. Þetta hefði mátt forðast með því að leggja meiri rækt við samráð við atvinnugreinina. Flóknar, tíðar og ógegnsæjar skattabreytingar: Óræktarlegt skattkerfi Erfitt Prófessorarnir Gunnar Helgi Krist- insson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson eru farnir karpa um það hver gerir Bjarna Benedikts- syni erfiðast fyrir að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar segir að það sé Davíð Oddsson, sem barði á Bjarna í kringum Icesave- málið, en Hannes að það sé Þorsteinn Páls- son, sem hafi tekið sæti í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þvert á vilja landsfundar flokksins. Svo eru enn aðrir sem segja að Bjarni geri sér sjálfur erfitt fyrir með viðskiptafortíð sinni, og benda á árangur siðapostulans Vilhjálms Bjarnasonar í nýafstöðnu prófkjöri því til stuðnings. Óþægilegt Um þetta mun fólk eflaust rífast næstu vikur án þess að komast að niðurstöðu, annarri en þeirri að Bjarni eigi einhverra hluta vegna dálítið erfitt með að vera formaður Sjálf- stæðisflokksins. Það hlýtur að vera óþægileg staða fyrir hann. Hálfviti Talandi um Vilhjálm Bjarnason. Hann er hress og nú er hann senn á leiðinni á þing. Vilhjálmur er vanur því að gagnrýna flest í samfélagi sínu en þarf fljótlega að venjast því að vera andlag gagnrýninnar umfjöllunar, sem þingmenn eru og eiga að vera. Hann skortir greinilega æfingu í því, eins og kom í ljós í viðtali við DV í gær þar sem hann brást við spurningu blaðamanns með því að ýja að því að hann væri hálfviti, svo að notað sé orðalag Vilhjálms sjálfs. Sem betur fer getur Vilhjálmur enn hugsað sinn gang í hálft ár fram að kosningum. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.