Fréttablaðið - 13.11.2012, Side 13

Fréttablaðið - 13.11.2012, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. nóvember 2012 Þegar ég gerði Alþingi grein fyrir þriggja ára fjárfestingar- áætlun ríkisstjórnarinnar síðast- liðið vor fullyrti ég að hún væri bæði mjög varfærin og skynsam- leg og hefði einnig þann tilgang að bæta stöðu ríkissjóðs. Auk þess myndi hún stuðla að verulegri atvinnuuppbyggingu og auknum hagvexti og draga úr atvinnu- leysinu. Orðrétt: „Ég tel að nú sé rétti tíminn fyrir metnaðarfulla og djarfa sóknaráætlun eins og hér er til umræðu. Við erum ein- faldlega komin á ákveðinn vendi- punkt. Hagvöxtur er að glæðast og atvinnuleysi minnkar. Nú sjáum við fyrir að við getum endurheimt fjármuni sem lagðir voru í bank- ana og ekki síður sanngjarnt gjald af fiskveiðiauðlindinni sem nú er í augsýn.“ Forystumenn stjórnarandstöð- unnar höfðu allt á hornum sér þótt þeir viðurkenndu að í áætlun- inni væri margt ágætra verkefna og framkvæmda. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði meðal annars: „[Ég] gagnrýni að ekki sé tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrir- tækjanna í landinu og að fjár- mögnunin sé reist á jafnveikum stoðum og ég hef hér farið yfir.“ Við sama tækifæri sagði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, að verið væri að útdeila peningum sem ekki væru til staðar. „Á Íslandi eru aðstæður allar eða flestar hinar bestu fyrir nýja fjárfestingu nema ríkisstjórnin sem stöðugt innleiðir nýjar reglur sem halda aftur af fjárfestingu og koma í veg fyrir verðmætasköpun en eyðir þess í stað peningum sem ekki eru til.“ Nú er ljóst að á fjárlögum verða tryggðir liðlega sex milljarðar króna til framkvæmda og verk- efna innan fjárfestingaráætlun- arinnar og var það kynnt sérstak- lega á blaðamannafundi í síðustu viku. Áður var búið að tryggja 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til fjárfestinga sam- kvæmt áætluninni í heild. Svart- sýnistal stjórnarandstæðinga var því ekki á rökum reist. En þeim reynist erfitt að horfast í augu við staðreyndir og segja nú: Jú, gott og vel, en þetta er ekki nóg! Eru það ofurskattar? Hér er erfitt að átta sig á þanka- ganginum. Stjórnarandstæðingar krefjast lægri skatta og afnáms sérstaka veiðigjaldsins og að með þeim hætti verði „tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu“. Samtímis biðja þeir ríkis valdið sífellt um meiri fjár- festingar til að örva atvinnulíf og hagvöxt eins og ég hef áður bent á. Ég tel að það standi upp á þá sem svona tala að sýna fram á það að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, sem og í öðrum greinum, geti ekki greitt svipuð opinber gjöld og tíðkast í öðrum löndum. Veiði- gjaldið sérstaka er t.d. innan við fimmtungur af framlegð útgerð- arinnar á þessu ári. Einnig má benda á að samkvæmt gögnum OECD er hlutfallsleg skattlagning hagnaðar fyrirtækja ekki sérlega íþyngjandi í samanburði við önnur lönd. Ísland var í 25. sæti á síðast- liðnu ári yfir skattlagningu hagn- aðar fyrirtækja. Norðurlöndin öll voru þar ofar okkur á listanum auk Bandaríkjanna, Frakklands, Bret- lands, Hollands og fjölda annarra landa sem við berum okkur saman við. Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt hvaða stefna er tekin með fjárfestingaráætlun ríkis- stjórnarinnar til næstu þriggja ára. Að slepptum fjárfestingum í samgöngumannvirkjum og bygg- ingu nýs fangelsis, húss íslenskra fræða og annarra bygginga er auk- inn stuðningur við rannsóknir og tækniþróun, grænt hagkerfi, skap- andi greinar og ferðaþjónustu. Ég nefni 500 milljóna króna framlag í sérstakan grænan fjárfestingar- sjóð. Ég nefni 470 milljóna króna aukið framlag í Kvikmyndasjóð. Ég nefni 250 milljóna króna fram- lag í verkefnasjóð skapandi greina. Ég nefni 500 milljóna króna aukið framlag til uppbyggingar ferða- mannastaða og 250 milljóna króna framlag til friðlýstra svæða og uppbyggingar og verndunar slíkra staða. Allt eru þetta liðir í nýrri sókn eftir efnahagshrunið. Leggjum atvinnulífinu lið Fjárfestingaráætlunin styður við efnahagsbatann. Hún grundvall- ast á gjaldtöku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endur- reisa bankana. Hún getur fjölgað störfum verulega. Síðast en ekki síst má líta til þess að nái fjárfest- ingaráætlunin fram að ganga má gera ráð fyrir að hún skili umtals- verðum tekjum aftur í ríkissjóð eða sem nemur allt að þriðjungi þeirrar upphæðar sem upphaflega var lögð í hana. Fjárfestingaráætlunin styður við efna- hagsbatann. Hún grundvallast á gjald- töku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endurreisa bankana. Umfjöllun um streitu og van-líðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum for- sætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri til- finningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist ein- hverjum eldmóði og þjóðernis- kennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum. Allar götur síðan hefur verið tilfinnanlega meira ójafnvægi í samfélaginu, reiði og heift jafn- vel. Mikil umræða hefur verið um samfélagslega ábyrgð og hafa leikreglurnar verið skrif- aðar eilítið upp á nýtt. Almenn- ingur lætur til sín taka meira en áður og öðruvísi. Samfélags- miðlar og blogg hafa dafnað og má vissulega segja að við lifum á breyttum tímum hvað varðar tjáningu einstaklinga og opin- bera umræðu. Þessu fylgja ýmis vandamál sem tengja má við heilsu og líðan fólks, en við læknar, sem störfum daglega í samskiptum við fólk í öllum þjóðfélagshópum, þvert á menntunarstig og tekjumögu- leika, sjáum líka breytingu. Við höfum heyrt af því að tíðni sjálfs- vígstilrauna hafi aukist, álag á heilsugæslustöðvar og sjúkra- hús hefur verið mikið. Á sama tíma og dregin hafa verið saman seglin vegna niðurskurðar hefur vanlíðan líklega aukist. Þá hefur verið fjallað um flótta lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks til annarra landa. Við höfum eflaust glatað einhverju af okkar hæfi- leikaríka fólki í öðrum greinum sömu leið sem hefur áhrif á sam- keppnishæfni landsins til lengri tíma litið. Ísland er vonandi að ná sér upp úr þeirri kreppu sem við lentum í árið 2008, margir segjast sjá þess merki, enn aðrir telja okkur trú um að svo sé ekki. Hverju á almenningur að trúa? Enn erum við að kljást við umræðu vegna lána, erlendra sem verðtryggðra og afleiðingar hrunsins, óvissu- ástand ríkir um veigamikla þætti í samfélagi okkar eins og rekstur velferðarkerfisins, öryggi sjúk- linga virðist ógnað í öðrum hverjum fréttatíma núorðið og sökum plássleysis á sjúkrahúsi allra landsmanna liggja sjúk- lingar á göngunum. Slökkviliðs- stjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur meira að segja hótað að loka Landspítalanum verði ekki gerð bragarbót á. Þannig mætti reyndar lengi telja, er þá nokkuð skrítið að fólk finni fyrir óöryggi og vanlíðan? Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan sú að við höfum lifað við mikla óvissu undan- farin ár, umtalsvert atvinnuleysi og litla fjárfestingu hvert sem litið er, nær stöðuga neikvæða umræðu og bölsýni. Það er þessi óvissa sem hefur verulega nei- kvæð áhrif á okkur og veldur mikilli streitu. Það má færa rök fyrir því að slíkt ástand ýti undir sjúkdóma og hrörnun og ég vil halda því fram að það stytti líf einstaklinga að vera undir slíku álagi til lengri tíma. Því mætti segja að við höfum hugsanlega týnt einhverjum hluta ævi okkar vegna þessa. Við verðum að einbeita okkur að því að draga fram hinar jákvæðu hliðar lífsins og njóta þess, finna kraft til að fram- kvæma og horfa fram á veginn, á sama tíma og við stöndum enn sumpart upp í mitti í miðri á við að endurreisa Ísland. Að týna árum ævi sinnar Teitur Guðmundsson læknir HEILSA ALÞJÓÐLEGI SYKURSÝKIS - Komdu í mælingu DAGURINN! Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir blóðsykursmælingu í Krónunni Bíldshöfða Gríptu tækifærið og láttu athuga þitt blóðsykurhlutfall með einfaldri mælingu, um leið og þú verslar í Krónunni. 14.nóvember frá kl. 13-20 á morgun þér að kostnaðar lausu! Vítamínsprauta fyrir atvinnulífið Við verðum að einbeita okkur að því að draga fram hinar jákvæðu hliðar lífsins og njóta þess, finna kraft til að fram- kvæma og horfa fram á veginn, á sama tíma og við stöndum enn sumpart upp í mitti í miðri á við að endurreisa Ísland. Fjármál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.