Fréttablaðið - 13.11.2012, Page 17
GOTT RÁÐ
Lárpera (avókadó) er holl og góð. Hún er notuð í mexí-
kóskt guacamole en einnig er hún góð í forrétti, til dæm-
is rækjukokteil. Ef lárperan er ekki nægilega þroskuð er
gott ráð að setja hana í poka með einu epli og láta liggja
daglangt á eldhúsborðinu.
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • opið mán.-fös. kl. 11:00-18:00, lau. 11:00-15:00
friendtex.is • praxis.is • soo.dk
Allt að
70%
afsláttur
Rodalon sótthreinsun
Gegn myglusveppi
Eyðir lykt úr fatnaði
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 g.ise irber
Stuðnin
gs
stöngin
Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig
á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga.
Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA.
Yfir 500
0 noten
dur
á Ísland
i síðan
1999
GÓÐ HREYFING Cross-
fit er skemmtilegt og
öflugt þjálfunarkerfi sem
skilar einstökum árangri
og bættri heilsu.
MYND/GVA
CrossFit XY er nýopnuð crossfit-stöð að Miðhrauni 2. Þar er 640 fermetra æfingarými sem skiptist
í tvo stóra sali fyrir hóptíma og einn
minni sem hentar betur fyrir smærri
hópa og einkaþjálfun. „Utandyra er
svo greiður aðgangur að hlaupastígum
í hrauninu í kring og stutt í Heiðmörk-
ina. Þá er einnig boðið upp á aðgang
að heitum og köldum potti og mögu-
legt að bóka tíma í nudd,“ segir Unnar
Helgason yfirþjálfari CrossFit XY.
Crossfit er skemmtilegt og öflugt
þjálfunarkerfi sem skilar einstökum ár-
angri og bættri heilsu. „Crossfit bygg-
ist upp á stöðugt breytilegum æfingum
sem búa okkur undir að takast á við
líkamlegar áskoranir af hvaða tagi sem
er. Við hlaupum, róum, notum lóð,
ketilbjöllur, bolta og eigin þyngd svo
eitthvað sé nefnt. Þar sem crossfit er
samsett úr mörgum íþróttagreinum
þurfa allir að huga vel að grunnat-
riðum crossfit-æfinga. Við leggjum
því ríka áherslu á að iðkendur ljúki
grunnnámskeiði áður en þeir byrja að
sækja opna tíma í crossfit.“
Árangur er mælikvarði á velgengni
og hvati til að halda áfram. „Í crossfit er
árangurinn mælanlegur. Ákveðnar æf-
ingar eru framkvæmdar og árangurinn
mældur. Þær eru svo endurteknar síðar
og bornar saman við fyrri mælingar.
Þannig getur fólk fylgst með framförinni
og séð árangurinn í tölum. Það er ótrú-
lega gaman að fylgjast með fólki komast
í form sem það gat ekki ímyndað sér að
það myndi komast aftur í.“
Grunnnámsskeið hefjast hjá Cross-
Fit XY á morgun þar sem hægt er að
velja um fjóra mismunandi tíma. „Við
erum enn að taka á móti skráningum og
bjóðum upp á sérstök opnunartilboð
þar sem einn mánuður í crossfit fylgir
frítt með hverju grunnnámskeiði.“
CrossFit XY er opið alla virka daga
frá 05.45 til 20.45 og á laugardögum
frá 9 til 15 en lokað er á sunnudögum.
„Við hvetjum fólk til að líta inn og kíkja
á stöðina.“ Hægt er að sjá stundatöflu
ásamt öllum nauðsynlegum upplýsing-
um um stöðina á www.crossfitxy.is.
CROSSFIT XY
OPNAR Í GARÐABÆ
CROSSFIT XY KYNNIR Nýopnuð crossfit-stöð að Miðhrauni 2 í Garðabæ
býður upp á frábær opnunartilboð. Þar er lögð áhersla á faglega þjálfun í
skemmtilegu og jákvæðu umhverfi. Grunnnámskeið hefjast á morgun.
OPNUNAR-
TILBOÐ
Grunnnámskeið
hefjast á morgun
og hægt er að velja
um fjóra mismun-
andi tíma. Boðið
er upp á sérstök
opnunartilboð þar
sem einn mánuður
í crossfit fylgir frítt
með hverju grunn-
námskeiði. Nánar á
www.crossfitxy.is