Fréttablaðið - 13.11.2012, Side 18
FÓLK|HEILSA
Margir Norðmenn sleppa því að fara í tanneftirlit árum saman vegna þessa ótta. Norskur
tannlæknir, Jon Nordmo, segir að
flestir uppgötvi þegar þeir komi loks
að tækninni hefur fleygt fram í tækjum
sem nútímatannlæknar nota. „Fólk
verður hissa yfir hversu auðvelt það
er í raun að koma til tannlæknis,“ segir
Jon sem hefur starfað sem tannlæknir
í 24 ár í samtali við NRK. Hann hvetur
fólk til að panta tíma til skoðunar. Þá
er hægt að taka röntgenmyndir og
meta ástand viðkomandi.
Flestir tannlæknar þekkja þennan ótta.
Sumir þora vart að opna munninn,
aðrir svitna og skjálfa og enn aðrir
eru óttaslegnir við sprautu. Einnig er
til fólk sem fær innilokunarkennd í
stólnum. Best er að koma reglulega til
tannlæknis því það kemur í veg fyrir
meiriháttar viðgerðir. Hægt er að halda
tönnunum heilbrigðum með reglulegu
eftirliti. Tannlæknirinn segir að margir
kostir séu í boði fyrir þá sem þjást af
alvarlegum kvíða. Hægt sé að gefa lyf
sem hefur róandi áhrif en stundum
gagnast að hafa róandi tónlist í eyr-
unum á meðan viðgerð er framkvæmd.
Tannlæknirinn metur hvað hentar
hverjum og einum. Gott er að láta vita
af hræðslunni strax. Þá er hægt að
grípa til nauðsynlegra hjálpargagna og
heimsóknin verður þægileg fyrir alla
aðila.
ÓTTAST TANNLÆKNINN
Rannsóknir sýna að einn af hverjum tíu Norðmönnum er hræddur við að fara
til tannlæknis og fer því ekki til hans árum eða áratugum saman.
NÚTÍMA TANN-
LÆKNASTOFA
Á undanförnum árum
hefur tækjabúnaður
tannlækna breyst
mikið jafnframt því sem
tækninni hefur fleygt
fram.
JÓLABLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER
Meðal efnis
Í blaðinu:
Jólaljósin, kökur, sætindi,
skraut, föndur, matur,
borðhald, jólasiðir og venjur.
Bókið auglýsingar tímanlega:
Atli Bergmann
atlib@365.is
512 5457
Benedikt Freyr Jónsson
benni@365.is
512 5411
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is
512 5427
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is
512 5432
ENN TÍMI Jónína
Ó. Kárdal, náms- og
starfsráðgjafi hjá HÍ,
segir nemendur enn
hafa nægan tíma til að
búa sig undir prófin sem
brátt skella á.
MYND/ANTON
Nú fer tími prófa að renna upp hjá mörgum. Margir finna fyrir einhverri spennu eða kvíða fyrir
próf en það þarf ekki endilega að vera
neikvætt. Gera þarf greinarmun á
milli hvetjandi kvíða sem gerir það að
verkum að við erum tilbúin að leggja
meira á okkur en alla jafna og hins
vegar kvíða sem er lamandi og kemur í
veg fyrir árangur. „Ein ástæða streitu á
próftímabili getur verið sú að nemandi
telur sig vera illa undirbúinn undir próf-
ið og verður þar af leiðandi óöruggur
varðandi efnið. Það er ýmislegt hægt að
gera til að gera próftímabil markvisst
og árangursríkt,“ segir Jónína Ó. Kár-
dal, náms- og starfsráðgjafi hjá Háskóla
Íslands.
Nú um miðjan nóvember er enn
nægur tími til að undirbúa sig fyrir
prófin með því að skipuleggja sig vel og
forgangsraða fyrirliggjandi verkefnum.
Náms- og starfsráðgjafa er að finna á
öllum skólastigum og hægt er að leita
til þeirra ef viðkomandi vill fá aðstoð
við undirbúning prófa. „Prófundirbún-
ingi má skipta í þrennt; skipulag og
námstækni, efnislegan undirbúning og
persónulegan undirbúning. Skipulag
og námstækni fela meðal annars í sér
að gera tímaáætlanir, forgangsraða
verkefnum og rifja námsefnið reglulega
upp. Einnig er nauðsynlegt að gæta að
lengd á vinnulotum og velja heppilegt
námsumhverfi.“
Jónína segir nemendur á öllum
skólastigum fá margar vísbendingar frá
kennurum um hvað eigi helst að leggja
áherslu á í námsefninu og hvernig eigi
að undirbúa sig efnislega. Vísbending-
arnar geta meðal annars falist í þeim
glærum sem kennarar láta nemendum
í té, kennsluáætlunum og eldri prófum.
„Hægt er að líta á próf sem ákveðið
verkefni eða mælikvarða á þekkingu.
Hver og einn reynir að hafa áhrif á
gengi í prófum með því að undirbúa sig
bæði námslega og persónulega, eins
vel og hann getur. Persónulegur undir-
búningur felst meðal annars í jákvæðri
hugsun og sjálfstali. Þegar við höfum
undirbúið okkur vel og segjum við okk-
ur sjálf að við ætlum að gera eins vel og
við getum á prófi erum við að hugsa á
uppbyggilegan hátt. Rétt er að forðast
neikvæðar hugsanir sem einkennast af
fullyrðingum á borð við „þetta get ég
aldrei“ eða „ég mun aldrei ná að komast
yfir allt efnið“ og svo framvegis,“ segir
Jónína. Ekki má gleyma að hvíld, góð
hreyfing, slökun og hollt mataræði eru
þættir sem stuðla að velgengni og huga
þarf vel að á próftíma sem og öðrum
tímum.
Frekari upplýsingar um prófundir-
búning má meðal annars nálgast á vef-
síðu Náms- og starfsráðgjafar Háskóla
Íslands, nshi.hi.is.
■ lilja.bjork@365.is
PRÓFIN NÁLGAST
ÁLAGSTÍMI Um leið og jólaundirbúningur fer að hefjast fara þeir sem eru í
námi að huga að prófum. Þá er mikilvægt að hugsa vel um sál og líkama.
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir