Fréttablaðið - 13.11.2012, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. nóvember 2012 17
Furuvellir - Akureyri
Til sölu eða leigu
Um er að ræða vel staðsetta verslunar/atvinnuhúsnæði á einni hæð.
Húsnæðið skiptist í verslun og lagerrými. Eignin er samtals 492,7 fm.
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.
Norðurbakki 17- Hafnarfirði
Glæsileg 3ja herb. fullbúin íbúð bæði með svölum og stórri verönd
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.30-18.00
Glæsileg og vönduð 105,2 fm. íbúð á 1. hæð með svölum til norðausturs og stórri og
skjólgóðri verönd til suðvesturs auk sér stæðis í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í nýlegu
lyftuhúsi. Íbúðin er innréttuð eftir höfði eigenda með extra háum innihurðum, vandaðri
eldhúsinnréttingu og afar vönduðu baðherbergi. Aukin lofthæð í íbúðinni. Gólfsíðir gluggar
í íbúðinni, gólfhiti og mynddyrasími. Af verönd er fallegt sjávarútsýni. Verð 29,0 millj.
Íbúð merkt 0105. Verið velkomin.
OP
IÐ
HÚ
S
Húsgagnasmiður óskast til að sjá um
smíði og rekstur á innréttingasvæði
á höfuðborgarsvæðinu.
Leitað er eftir sjálfstæðum, metnaðarfullum og
drifmiklum einstaklingi með haldbæra reynslu á
sviðinu. Viðkomandi þarf að geta séð um almennan
rekstur, geta haldið utan um verkefnin frá upphafi
til enda ásamt því að vera góður í mannlegum
samskiptum. Að auki þarf viðkomandi að afla
verkefna hjá verktökum og einstaklingum þegar við á.
Laun eftir samkomulagi
Starfssvið
Almennur rekstur
Smíði og uppsetning innréttinga
Finna lausnir fyrir viðskiptavini
Tilboðsgerð
Reikningagerð
Verkstjórn
Starfsmannahald
Menntunar og hæfniskröfur
Sveinspróf eða iðnmeistarapróf í húsgagnasmíði
Reynsla af rekstri fyrirtækis
Reynsla af sérsmíði, útfærslu teikninga og lausna
Geta unnið undir álagi
Viðkomandi þarf að vera íslenskumælandi
Umsókn um starfið skal senda á smidja.kh@gmail.com
ásamt ítarlegri ferilskrá, meðmælum og rökstuðningi
fyrir hæfni einstaklings í starfið
Lágafellsskóli
Náms- og starfsráðgjafi óskast í 60 – 100% starf, um
tímabundna ráðningu er að ræða.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð
nemenda, vera málsvari þeirra innan skólans og leiðbeina þeim
varðandi námsframvindu þeirra. Náms- og starfsráðgjafi vinnur
náið með stjórnendum skólans, kennurum og öðrum þeim sem
koma að stoðþjónustu skólans.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Leyfi mennta- og menningarmálaráðuneytis til að starfa sem
náms- og starfsráðgjafi.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Magnúsdóttir,
skólastjóri, í síma 5259200.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu
berast skólastjóra á netfangið johannam@lagafellsskoli.is.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 2012.
Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.
Skólaliði óskast til starfa sem fyrst í rúmlega 90%
starfshlutfall, um tímabundna ráðningu er að ræða
til júní 2013.
Starfið felst m.a. í ræstingu, gæslu með nemendum og aðstoð í
matartíma nemenda. Daglegur vinnutími frá kl. 09:30 –17:00.
Leitað er að starfsmanni sem hefur frumkvæði, er sjálfstæður í
vinnubrögðum og leikinn í mannlegum samskiptum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Stamos. Nánari upplýsingar um starfið
veitir skólastjóri í síma 5259200. Umsóknir með upplýsingum
um menntun og fyrri störf skulu berast Jóhönnu Magnúsdóttur
skólastjóra á netfangið johannam@lagafellsskoli.is.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.
AtvinnaFasteignir
Fundir / Mannfagnaður
Lesendur okkar
eru á öllum aldri
með ólíka
sýn á lífið
– og við þjónum
þeim öllum
Allt sem þú þarft
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín