Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 30
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 13. nóvember
➜ Tónlist
12.15 Sópransöngkonan Arndís Halla
Ásgeirsdóttir og píanóleikarinn Antonía
Hevesi halda hádegistónleika í Norður-
ljósasal Hörpu. Aðgangur er ókeypis.
18.00 Ljóðasýning og tónleikar verða
haldnir í Safnahúsi Borgarfjarðar í
Borgarnesi.
21.00 Útskriftartónleikar Kvikmynda-
skólans verða á Café Rosenberg.
➜ Fyrirlestrar
20.00 Mannfræðifélag Íslands stendur
fyrir fyrirlestri í ReykjavíkurAkademíunni,
Hringbraut 121, 4.hæð. Dr. Unnur Dís
Skaptadóttir prófessor í mannfræði mun
flytja erindið Umhyggja úr fjarlægð: for-
eldrar og börn á þverþjóðlegum tímum.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
ARNDÍS HALLA
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM
ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU
Í DAG KL. 12:15
ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR, SÓPRAN
OG ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ
FLYTJA ÓPERUARÍUR EFTIR
MOZART, DONIZETTI, WEBER,
VERDI OG OFFENBACH.
ALLIR VELKOMNIR
– ÓKEYPIS AÐGANGUR!
Sýningarrýmið
Kunstschlag er var opnað
við Rauðarástíg í sumar. Að
því standa nokkrir mynd-
listarmenn sem vildu ekki
bíða eftir að tækifærin
bönkuðu upp á heldur skapa
sér þau sjálf.
„Það tekur í raun ekkert sér-
stakt við hjá myndlistarmönnum
eftir að námi lýkur. Á Íslandi eru
möguleikar af skornum skammti
og maður þarf að búa til sín eigin
tækifæri,“ segir Guðlaug Mía
Eyþórsdóttir en hún stofnaði gall-
eríið Kunstschlager í sumar ásamt
Baldvini Einarssyni, Ástu Fann-
eyju Sigurðardóttur, Claudiu Haus-
feld, Helga Þórssyni og Steinunni
Harðardóttur.
„Viðtökur hafa verið ótrúlega
góðar, það er greinilega vöntun á
stað eins og þessum því við tökum
við umsóknum í hverri viku og
náum alls ekki að anna eftirspurn.“
Vinna tvöfalda vinnu
Öll eru þau myndlistarmenn og
hafa vinnustofur í kjallara hússins,
þar sem þau vinna á meðan gall-
eríið er tómt.
„Það er vissulega mjög hvetj-
andi að hafa stað til að geta sýnt
það sem maður er að gera,“ segir
Guðlaug en viðurkennir að rekst-
ur gallerísins sé mikil vinna. „Auð-
vitað væri þetta talsvert auðveld-
ara ef við fengjum styrki frá ríkinu
eða borginni því eins og stendur
erum við öll í annarri vinnu til
þess að halda galleríinu gangandi.
Meðan við borgum allt úr eigin
vasa verðum við að hugsa smátt,“
segir Guðlaug og bætir við: „Von-
andi átta stjórnvöld sig einn daginn
og skilja mikilvægi þess að styðja
við menningu okkar í dag.“
Listamaður vikunnar
Galleríið er tvískipt. Annar hlut-
inn er svokallaður Basar þar sem
kaupa má samtímalist eftir ýmsa
listamenn, bæði þekkta og óþekkta.
„Okkur langaði að bæta aðgengi
fólks að myndlistinni og skapa
vettvang þar sem henni væri
komið út til almennings,“ segir
Guðlaug en bætir við að þrátt fyrir
að verkin séu á sanngjörnu verði sé
salan ekki mikil. „Það er eins og
fólk átti sig ekki á verðmætunum
sem felast í myndlist.“
Á Basarnum er vikulega valinn
listamaður til að prýða einn vegg
í Basarnum, en þá er sú vika til-
einkuð honum. „Þessi dagskrárlið-
ur varð til einfaldlega til þess að
koma til móts við allar umsókn-
irnar sem við fáum,“ útskýrir Guð-
laug.
Síbreytilegt gallerí
En hvernig sker Kunstschlager sig
úr galleríflóru borgarinnar?
„Við reynum að vinna ekki innan
ákveðins ramma. Kunstschlager er
síbreytilegur, stendur fyrir sýning-
um, uppákomum og útgáfum sem
verða vonandi fleiri í framtíðinni.
Við erum opin fyrir öllu og tak-
mörkum okkur ekki við sérstaka
stefnu eða eitthvað slíkt,“ útskýrir
Guðlaug og bætir við: „Í desember
ætlum við til dæmis að breyta gall-
eríinu í risastóran jólabasar sem
verður opinn fram á aðfangadag.
Með þessu viljum við hvetja fólk
til að gefa myndlist í jólagjöf.“
Guðlaug segir enn fremur að
opnanir í galleríinu hafi verið mjög
vel sóttar.
„Um daginn mættu til dæmis um
250 manns, þó svo að engin önnur
opnun hafi verið í bænum. Flestir
sem mæta á opnanir tengjast list-
heiminum en við viljum gjarnan
sjá fólk úr öllum áttum og hvetj-
um sérstaklega þá sem ekki fara
oft á myndlistarsýningar til þess
að koma.“
Næstkomandi laugardagskvöld
opnar Rebekka Moran sýningu í
aðalsal Kunstschlager. Gestir fá
þá líka að sjá nýja hlið á Kristínu
Ómarsdóttur rithöfundi en hún
heldur sýningu á teikningum sem
listamaður vikunnar.
halla@frettabladid.is
Skapa eigin tækifæri
KUNSTSCHLAGER Þau Claudia Hausfeld, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir og Helgi Þórsson í Kunstschlager
sem þau stofnuðu í sumar ásamt Steinunni Harðardóttur og Baldvini Einarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur,“ segir
Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa
upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýð-
enda og túlka á Súfistanum annað kvöld. „Góð þýð-
ing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið
verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er
speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og
fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á
milli.“
Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni
Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur
hann um þá bók að segja? „Þetta er Pulitzer-verð-
launabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar
hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma
fyrir í flestum köflunum en ein persóna er mið-
punktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars
að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan
sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd
inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from
the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion.
Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spil-
verks þjóðanna.“
Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu
eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu
sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún
Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto
Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á
Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðs-
son les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr
bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guð-
jónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu
Poniatowska.
Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli
og menningu á Laugavegi 18. - fsb
List þýðandans að vera ósýnilegur
ÞÝÐENDUR Á HLAÐBORÐI Arnar Matthíasson les úr þýðingu
sinni Nútíminn er trunta á Súfistanum annað kvöld.
Fréttablaðið/Daníel
ALDA LÓA LEIFSDÓTTIR mun fjalla um sýninguna Fólkið á Þórsgötu -
Skyndimyndir frá árunum 2004-2012 í Myndasal Þjóðminjasafnsins klukkan tólf í dag.
Karólína Thorarensen ljósmyndari verður gestur Öldu Lóu og aðgangur er ókeypis.
Bækur ★★
Krakkinn sem hvarf
Þorgrímur Þráinsson
Mál og menning 2012
Þorgrímur Þráinsson er einn reyndasti barnabókahöf-
undur landsins, en yfir 20 barna- og unglingabækur
hafa komið út eftir hann síðan 1989. Það vakti mikla
athygli í haust þegar hann gaf íslenskum börnum
átta bækur sínar á rafbókarformi, en fram á næsta
vor geta allir sótt sér þessar bækur endurgjaldslaust á
rafbókavefinn Emma.is.
Þessi jól kemur út heldur hefðbundnari prentútgáfa af nýjustu bókinni hans,
Krakkinn sem hvarf. Krakkinn sem hvarf segir frá hinum ellefu ára Kára sem
glímir við þau vandræði sem fylgja því að eiga brjálaðan uppfinningamann
sem föður. Það er úr vöndu að ráða þegar Kári byrlar óvart besta vini sínum
Sindra galdrasafa úr hirslum pabba síns og vinur hans verður ósýnilegur.
Söguþráður bókarinnar er skemmtilegur, en þó hélt hún illa athygli minni
þar sem persónusköpun er oftar en ekki endaslepp. Til dæmis var athyglis-
verður kafli í sögunni þar sem Kári og Sindri taka viðtal við Villa vasa sem glímt
hefur við hrottalegt einelti. Villi vasi segir sögu sína, vinirnir taka viðtalið upp
í símanum, Villi grætur, þeir faðmast allir, og Villi hverfur á brott og sést ekki
meir. Og jafnvel er erfitt að henda reiður á sögupersónum sem leika stærra
hlutverk. Mússímúss, frænka Kára sem bjargar lífi Sindra í lok bókarinnar,
birtist nokkrum sinnum á blaðsíðum bókarinnar en segir aldrei eitt aukatekið
orð.
Bókin er fyndin, en ég skellti upp úr á vitlausum stöðum, ekki yfir uppá-
tækjum Kára, fjölskyldu hans og vina, heldur yfir afkáralegu orðalagi sem
skreytir textann endrum og eins. „Skilur fullorðið fólk ekki að krakkar hlæja
alltaf og skríkja rétt áður en þeir sofna hlið við hlið. Nóttin hefur svo kitlandi
áhrif,“ hugsar hinn ellefu ára Kári með sér þegar hann veltir fyrir sér hvernig sé
að gista heima hjá besta vini sínum.
Krakkanum sem hvarf er ætlað segja sögu um prakkarastrik og strákapör, en
við lok lesturs langaði mig helst að einhver sögupersónan hringdi í barna-
verndaryfirvöld til að fjarlægja Kára frá foreldrum sínum. Faðir hans brennir
næstum því úr honum tunguna við tilraunir sínar, hann gefur syni sínum byssu
og leyfir honum að skjóta á sel sem reynist vera nágranni þeirra á nætursundi,
og hann skilur eftir eiturefni á glámbekk sem Kári kemst í og byrlar vini sínum.
Persónur bókarinnar eru ýktar, stundum fyndnar, en ekki sérstaklega við-
kunnanlegar og því snúast strákapörin oftar en ekki upp í ljótan leik í augum
lesenda. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Niðurstaða: Saga um strák sem gerir vin sinn ósýnilegan og uppátæki
þeirra í litlu sjávarþorpi. Skemmtilegur söguþráður en sögupersónur eru
ýktar og tvívíðar og lesendur eiga erfitt með að samsama sig þeim.