Fréttablaðið - 13.11.2012, Side 34
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Þjálfarinn Óskar Bjarni
Óskarsson hleypti heimdraganum
eftir Ólympíuleikana, sagði
skilið við Val og tók við danska
úrvalsdeildarfélaginu Viborg.
Óskar hefur þess utan þurft
að draga sig í hlé með íslenska
landsliðinu þar sem hann var
aðstoðarþjálfari Guðmundar
Guðmundssonar. Honum veitir
ekki af því að nýta alla sína krafta
hjá Viborg sem hefur gengið illa í
upphafi vetrar og aðeins unnið tvo
leiki það sem af er.
Gunni er alveg með þetta
„Það var sitt lítið af hverju sem
spilaði inn í að ég hætti með lands-
liðið. Gengi liðsins þar á meðal
enda erfitt að hoppa í burtu þegar
illa gengur. Ég treysti mér ekki í
það. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá
Viborg en ég vissi ekki að það yrði
svona erfitt. Ég gat því ekki haldið
áfram þó svo mig hefði langað til
þess,“ segir Óskar Bjarni. Hann
er mjög ánægður með að Gunnar
Magnússon hafi tekið sitt gamla
starf en Gunnar var einnig í þjálf-
arateymi Guðmundar og Óskars.
„Gunni er alveg með þetta. Ef
hann hefði ekki verið að fara að
taka við þessu hefði mér liðið mjög
illa yfir því að hafa ekki getað
komið og hjálpað til. Sérstaklega
þar sem það var nánast enginn
undirbúningur í boði fyrir fyrstu
leiki Arons með liðið. Ég veit að
það er allt í góðu með Gunna inn-
anborðs enda þekkir hann þetta
allt út og inn. Þetta snýst ekki um
getu Arons, enda voru þetta erf-
iðar aðstæður fyrir hann, en allir
leystu þetta með stæl.“
Þetta er búið að vera erfitt
Óskar Bjarni segir að hann sé boð-
inn og búinn að aðstoða HSÍ og
landsliðið eftir bestu getu ef þess
er óskað.
Núna fara aftur á móti allir
kraftar þjálfarans í að rífa Viborg
upp. Síðustu vikur hafa eðlilega
tekið á þjálfarann enda ekki bara
gengið illa á vellinum heldur
hefur hans stóra fjölskylda þurft
að koma sér fyrir í nýju landi en
Óskar Bjarni er giftur og á fjög-
ur börn.
„Þetta er búið að vera ansi
lærdómsríkur og erfiður tími.
Mjög skemmtilegur líka en ég
neita því ekki að þetta sé búið að
vera erfitt,“ segir Óskar Bjarni en
ofan á allt annað kom hann seint
inn í undirbúninginn hjá Viborg
þar sem hann var með landsliðinu
á ÓL í London.
„Það var ákveðin áhætta að
hoppa þangað eftir að ég tók þetta
starf að mér. Þessi lélegi árangur í
upphafi vetrar er samt ekki alfarið
því að kenna. Við erum með gríð-
arlegar breytingar á liðinu, eða
átta menn sem var skipt. Svo er
liðið 20 milljónum íslenskra króna
ódýrara en það var. Það var því
vitað að liðið yrði slakara í ár. Ég
hefði samt viljað vera kominn með
fleiri stig,“ segir þjálfarinn en það
hafa líka verið meiðsli í þunnum
leikmannahópi.
„Ég sé ekki eftir því að hafa
farið til London. Það gaf mér mikið
og ég lærði mikið af því. Var með
góða aðstoðarþjálfara í Danmörku
á meðan sem héldu þessu vel á
floti. Gummi var líka að ganga í
gegnum miklar breytingar með
sitt lið en hann hefur ekki tapað
leik á meðan það gengur ömur-
lega hjá mér. Það er því ekki hægt
að kenna Ólympíuleikunum alfarið
um þessa byrjun hjá okkur.“
Ekki raunsætt að komast í
úrslitakeppnina
Hjá Viborg er kvennaliðið stærra
en karlaliðið og meira lagt í það.
Það er ekki algengt. Óskar segir
að það séu miklar kröfur gerðar til
kvennaliðs félagsins á meðan það
sé stefnt að sæti í úrslitakeppninni
hjá körlunum.
„Að komast í úrslitakeppnina er
háleitt, og jafnvel ekki raunsætt,
markmið miðað við mannskapinn
sem við höfum í dag. Það eru aftur
á móti langtímamarkmið um að
bæta fjárhaginn og koma liðinu í
topp fjögur eftir nokkur ár. Það á
þó eftir að leggja þær línur betur
að mínu mati,“ segir Óskar en liðið
varð í sjöunda sæti í fyrra en átta
efstu komast í úrslitakeppnina.
„Ég finn ekki fyrir mikilli
pressu þó svo það gangi illa og ég
bjóst kannski við að það yrði meiri
pressa. Ég er að fá fínan stuðning
við verkefnið og við vinnum okkur
út úr þessum vandræðum. Það
gera sér allir grein fyrir því að við
erum með slakara lið en í fyrra og
erum að gera það besta með þann
mannskap sem er til staðar.“
henry@frettabladid.is
HANDBOLTI Framkonur verða án
aðalmarkvarðar síns það sem eftir
er tímabilsins í kvennahandbolt-
anum því Guðrún Ósk Maríasdótt-
ir hefur þurft að draga
sig í hlé eftir að í ljós
kom að hún á von á barni
með kærasta sínum Árna
Birni Kristjánssyni. Guð-
rún Ósk er einn allra
besti markvörður N1-
deildarinnar og hefur
verið í kringum A-lands-
liðið síðustu árin.
„Ég tilkynnti stelpun-
um þetta eftir Stjörnu-
leikinn. Þetta var auð-
vitað áfall en þær tóku
þessu mjög vel, sam-
gleðjast og styðja mig.
Þær ætla sér stóra hluti
og ég hef enga trú á öðru
en að þær nái því. Það er ekkert ein
manneskja sem kemur veg fyrir
það,“ segir Guðrún og bætti við:
„Þetta var ekki planað en er mjög
velkomið. Þetta er bara nýr kafli,“
segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki
strax að æfa.
„Ég fór til læknis og hann sagði
að það eina sem væri hættulegt við
þetta væri að fá skot í magann. Þá
varð ég frekar stressuð og fann
alveg að ég var farin að stíga frá
boltanum í staðinn fyrir
að fara fyrir hann.
Ég hélt áfram
þrátt fyrir morg-
unógleði eða all-
an-daginn-ógleði
réttara sagt,“ sagði
Guðrún en fljótlega
tók hún þó ákvörðun
um að draga sig í hlé.
„Ég fann það að ég var
ekki lengur að standa mig
eins og ég vildi. Þá var
bara kominn tími á leyfa
öðrum að taka við,“ segir
Guðrún María. Nafna
hennar Guðrún Bjartmarz
hefur tekið fram skóna að
nýju en hún lék síðast með Framlið-
inu veturinn 2005-2006 og var þá í
hópi bestu markvarða deildarinnar.
„Það er algjör snilld að hún kom
til baka. Þetta var mjög mikið áfall
fyrir liðið held ég en það kemur
alltaf maður í manns stað. Fram er
með topplið þannig að ég hef engar
áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir
því að vera áfram í kringum liðið.
Þetta er ekki bara líkamsræktin því
þetta er félagsskapurinn líka. Ég
verð með Guðrúnu á hliðarlínunni
og við ræðum hlutina,“ segir Guð-
rún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM
í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en
segir að það hafi verið löngu ljóst
að hún yrði ekki með á EM í Serbíu
í desember.
„Ég gaf ekki kost á mér út af skól-
anum. Það var því ekki jafnmikið
áfall fyrir mig gagnvart því. Mér
er greinilega ekki ætlað að kom-
ast á stórmót,“ grínast Guðrún með
en bætti svo við: „Ég treysti bara á
það að þær komist inn á annað stór-
mót þegar ég kem til baka og að ég
fái mögulega að taka þátt í því. Það
væri gaman,“ segir Guðrún Ósk og
hver veit nema að hún mæti aftur til
leiks næsta haust.
„Ég geri nú ráð fyrir því að
koma aftur í handboltann. Maður
hættir nú ekkert svo auðveldlega.
Þetta verður sumarkríli og ég verð
kannski bara komin aftur næsta
haust. Það er aldrei að vita,“ sagði
Guðrún Ósk að lokum. - óój
TRYGGVI GUÐMUNDSSON , markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, gekk í gær frá eins árs samningi
við Fylki og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Tryggvi sem er 38 ára gamall hefur skorað 129
mörk í 232 leikjum í efstu deild fyrir ÍBV, KR og FH þar á meðal 3 mörk í 11 leikjum með ÍBV síðasta sumar.
Ég finn ekki fyrir
mikilli pressu þó svo
það gangi illa. Ég bjóst jafnvel
við meiri pressu.
ÓSKAR BJARNI ÓSKARSSON
HANDBOLTAÞJÁLFARI
Ég var farin
að stíga frá
boltanum í
staðinn fyrir
að fara fyrir
hann.
GUÐRÚN ÓSK
MARÍASDÓTTIR
MARKVÖRÐUR
FRAM Í N1 KVENNA
Lærdómsríkur og erfiður tími
Handknattleiksþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson stendur í ströngu í Danmörku. Hann hefur þurft að
flytja stóra fjölskyldu milli landa á meðan að hvorki gengur né rekur hjá félaginu sem hann þjálfar.
ÁLAG Í DANMÖRKU Veturinn verður væntanlega mjög lærdómsríkur fyrir Óskar Bjarna í Danmörku. Byrjunin hefur verið erfið en
liðið vann mikilvægan leik um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Markvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir verður ekki meira með kvennaliði Fram í handboltanum í vetur:
Hélt fyrst áfram þrátt fyrir morgunógleðina
GUÐRÚN ÓSK MARÍASDÓTTIR Hefur
staðið sig vel í marki Framliðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lengjubikar karla í körfu
Skallagrímur-Grindavík 81-108 (43-56)
Stigahæstir: Carlos Medlock 27, Páll Axel
Vilbergsson 21, Trausti Eiríksson 8/14 fráköst,
Birgir Þór Sverrisson 8, Davíð Ásgeirsson 7 -
Jóhann Árni Ólafsson 24/6 stoðsendingar, Aaron
Broussard 23, Þorleifur Ólafsson 17/7 fráköst/6
stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson
12, Ármann Vilbergsson 9, Samuel Zeglinski 8/5
stoðsendingar.
Snæfell-Hamar 97-75 (44-28)
Stigahæstir: Hafþór Ingi Gunnarsson 24, Stefán
Karel Torfason 16/9 fráköst, Asim McQueen 13/8
fráköst, Jay Threatt 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson
9, Jón Ólafur Jónsson 7 - Örn Sigurðarson 18/12
fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 17, Halldór
Gunnar Jónsson 16, Jerry Lewis Hollis 9.
Stjarnan-Fjölnir 112-82 (56-37)
Stigahæstir: Dagur Kár Jónsson 22, Brian Mills
16/8 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 16/4
fráköst, Björn Kristjánsson 14/8 stoðsendingar,
Fannar Freyr Helgason 8/6 fráköst, Sigurður Dagur
Sturluson 8/4 fráköst, Jovan Zdravevski 8, Kjartan
Atli Kjartansson 6/10 fráköst, Justin Shouse 6/12
stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 6 - Arnþór
Freyr Guðmundsson 15/5 stoðsendingar, Tómas
Heiðar Tómasson 14/6 stoðsendingar, Björgvin
Hafþór Ríkharðsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar,
Gunnar Ólafsson 11, Elvar Sigurðsson 9, Sylverster
Cheston Spicer 7/5 fráköst, Smári Hrafnsson 6.
Njarðvík-Valur 117-70 (63-37)
Stigahæstir: Nigel Moore 17/4 fráköst/6
stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 16/5
stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 16/5 stoð-
sendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/5 stolnir,
Friðrik E. Stefánsson 11/6 fráköst, Magnús Már
Traustason 10 - Chris Woods 20/6 fráköst, Hlynur
Logi Víkingsson 11, Atli Rafn Hreinsson 10, Ragnar
Gylfason 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6.
Bikar karla í handbolta
Stjarnan 2 - Afturelding 19-35
Víkingur - Akureyri 34-35 (Framl.)
Valur 2 - Valur 19-26
Afturelding 2 - Selfoss 27-40 (12-19)
Stjarnan - Fram 23-22
ÚRSLIT Í GÆR
KÖRFUBOLTI Mike D’Antoni er
tekinn við sem þjálfari Los
Angeles Lakers í NBA-deildinni
en ekkert varð af því að Phil
Jackson tæki við Lakers-liðinu í
þriðja sinn.
Jackson hafði áhuga á að taka
við Lakers en kröfur hans voru
alltof háar. Hann vildi meðal ann-
ars fá sömu völd hjá félaginu og
Pat Riley er með hjá Miami Heat.
Lakers ákvað að gera frekar
þriggja ára samning við D’Ant-
oni með möguleika á fjórða árinu.
D’Antoni fær tólf milljónir doll-
ara fyrir þessi þrjú ár eða 1.550
milljónir íslenskra króna.
Það vekur athygli að Lakers
veðji á D’Antoni að taka við
stórstjörnuliði sínu þar sem
allt minna en NBA-titill eru
vonbrigði. D’Antoni hefur aldrei
komist með sín lið í lokaúrslitin
(10 tímabil) og lið hans hafa tapað
12 af síðustu 15 leikjum sínum
í úrslitakeppni (New York 2011
0-4, Phoenix 2008 1-4 og Phoenix
2007 2-4). D’Antoni var látinn
fara frá New York Knicks í fyrra
eftir 24 töp í fyrstu 42 leikjunum.
Til samanburðar þá hefur
Jackson unnið 11 meistaratitla og
stýrt sínum liðum til sigurs í 69
prósent leikja í úrslitakeppni (229
af 333). - óój
Los Angeles Lakers í NBA:
Völdu D’Antoni
frekar en Phil
MIKE D’ANTONI Hefur ekki komist alla
leið með sín lið. NORDICPHOTOS/GETTY