Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 13.11.2012, Qupperneq 38
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 SJÓNVARPSÞÁTTURINN Tónlistarkonan Björk Guðmunds- dóttir sendi í gærkvöldi frá sér glænýtt myndband við lagið Mutual Core. Myndbandið var tekið upp hér á landi í byrjun sumars þar sem 30 manna töku- lið lagði undir sig stúdíó Saga Film í tvo daga. „Þetta var mjög skemmtileg vinna og mikið lagt í allt. Við vorum 30 manna lið, allt Íslendingar nema leikstjórinn og aðstoðartökumaðurinn sem komu að utan,“ segir Árni Björn Helga- son hjá Saga Film. Þrátt fyrir að myndbandið sé tölvugert að stórum hluta var mikið lagt í sviðsmyndina. Meðal annars var Björk grafin í sand. „Sandurinn, eldfjöllin og stein- arnir eru meðal þess sem búið var til fyrir sviðsmyndina. Þetta var mjög flott og allir stóðu sig með prýði.“ Leikstjóri myndbandsins er Andrew Thomas Huang en hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Hægt er að skoða myndbandið á vefrás MOCAtv undir slóðinni Youtube.com/ mocatv. Mutual Core er eitt af 13 lögum á plötunni Bastards, sem bygg- ist á endurhljóðblönduðum lögum af plötunni Biophilia. Bastards kemur út þann 19. nóvember næst- komandi. - áp Björk grafin niður í sand í myndbandinu LITADÝRÐ Myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Mutual Core, var frumsýnt í gærkvöldi á netinu en myndbandið var tekið upp hér á landi í sumar. „Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tón- listin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörð- un sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmunds- son, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljóm- listarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá RÚV orðið til þess að tón- listarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Þrátt fyrir að tónlistarmönn- unum sjálfum sé flestum sama þótt þeir fái ekkert greitt, svo lengi sem þeir fái kynninguna, getur Kastljósið ekki orðið við ósk þeirra vegna samnings- ins við FÍH. Hann kveður á um að hver tónlistarmaður fái um 22 þúsund krónur fyrir hverja framkomu. Ef um fimm manna hljómsveit er að ræða nemur samanlögð greiðsla því 110 þús- und krónum. „Þetta er skrít- in staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi,“ segir Sigmar. Endurskoðun kemur til greina Fréttablaðið hefur heyrt af óánægju á meðal tónlistar- manna vegna málsins því þeir hafa ekki lengur tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri í Kastljósi. Aðspurður segist Sig- mar kannast við þessa óánægju. „Í staðinn hefur verið lagt upp með að finna tónlistinni stað í öðrum þáttum Sjónvarpsins,“ segir hann og á þar líkast til við þætti á borð við Hljómskálann, Dans, dans, dans og Djöflaeyj- una. Róbert Þórhallsson, stjórnar- maður í FÍH, segir að samning- urinn við RÚV hafi verið gerður til að stuðla að því að tónlistar- menn fái greidd lágmarkslaun fyrir vinnuna sína. „Ef einn aðili gefur út plötu og ræður fólk til að spila með sér og kynna efnið, kannski fjög- urra manna hljómsveit, hefur okkur í FÍH alltaf þótt óréttlátt að þessir fjórir menn hafi engan beinan hagnað af auglýsingu fyrir plötuna.“ Aðspurður segir Róbert vel koma til greina að endurskoða samninginn í ljósi ástands mála hjá RÚV. „Vissulega væri ekki ógáfulegt að setjast aftur að samningaborðinu. En við höfum ekki staðið þarna niður frá og meinað fólki að spila. En að sjálfsögðu setjast menn að samningaborðinu ef þetta er farið að hamla því að menn geti auglýst tónlistina sína.“ freyr@frettabladid.is SIGMAR GUÐMUNDSSON: ÁKVÖRÐUN SEM ENGINN ER SÁTTUR VIÐ Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings RÚV og FÍH ENGINN SAMNINGUR GERÐUR VIÐ STÖÐ 2 Á sama tíma og FÍH samdi við RÚV um að greiða tónlistarmönnum var enginn slíkur samningur gerður við Stöð 2. „Það hefur staðið svo- lítið í RÚV-mönnum. Stöð 2 hefur alla tíð tekið fyrir að borga fyrir þessa framkomu og það er engin rosalega ánægja hjá FÍH með það,“ segir Róbert. Samt sem áður gerði RÚV sinn samning og að sögn Róberts var hann mjög fínn. „Þeir hafa kannski meira menningargildi á markaðnum fyrir íslenska tónlist en Stöð 2,“ segir hann og bætir við að RÚV hafi einnig fengið með í pakkanum frían endurspilunarrétt á öllu því efni sem þeir eiga til í safni. SKRÍTIN STAÐA Sigmar Guð- mundsson segir það leiðinlegt að engin tónlistaratriði séu lengur í Kastljósi. Róbert Þórhallsson segir koma til greina að endurskoða samninginn við RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég horfi ekki mikið á sjón- varpsþætti og helst með öðru auganu, en fléttan í Homeland er mjög flott.“ Sigríður Heimisdóttir hefur hannað fylgi- hluta-, fata- og heimilislínu úr mokka- skinni fyrir fyrirtækið Varma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.