Fréttablaðið - 15.11.2012, Side 44

Fréttablaðið - 15.11.2012, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 20124 Mér hefur alltaf fundist óskaplega gaman að smíða,“ segir Jóhanna sem var áður svínabóndi í Haga þar sem hún fæddist, ólst upp og bjó sín fyrstu þrjátíu hjúskaparár. Síðastliðinn áratug hefur hún búið á Selfossi þar sem leikfanga- smíðin kallar enn á hana úti í vinnuskúr. „Í barnaskóla linnti ég ekki látum fyrr en mér var leyft að sækja smíðatíma með strák- unum. Á sama tíma hafði ég mikið yndi af handavinnu og var iðin við sauma og prjónaskap,“ segir Jóhanna innan um hand- smíðuð leikföng sem bera handverki hennar fagurt vitni. „Fyrstu handsmíðuðu leikföngin voru hús og bílar fyrir strákinn minn. Síðar bættust við húsdýrin sem eru alfarið mín hönnun og seinna dúkkuvagn, vagga og fleira skemmti- legt,“ segir Jóhanna sem á í fórum sínum dásamleg leikföng sem minna á gamla og saklausari tíma. „Dag einn fékk ég stráknum mínum tré- kubb í hendur og hvatti hann til að skapa eitthvað úr honum. Úr varð traktor sem hann hannaði einn og óstuddur og er ótrú- leg smíð,“ segir Jóhanna og handfjatlar stæðilegan traktor með kerru í eftirdragi. Leikföng Jóhönnu eru vistvæn og á ómál- uð húsdýrin og bíla ber hún eingöngu dökk- græna ólífuolíu svo börn geti að skaðlausu nagað leikföngin. „Nú er ég að athuga hvort ég geti líka notað repjuolíu frá Þorvaldseyri sem er einnig kaldpressuð og vistvæn og þránar aldrei.“ Á þremur áratugum hefur heimilis iðnaður Jóhönnu undið jafnt og þétt upp á sig. „Orðsporið breiddist smám saman út og fólk tók eftir því hvað börnin undu sér vel með tréleikföngin. Ég man hvað það gladdi mig þegar kaupstaðarkrakki kom í Haga og tók tréhúsdýrin fram yfir hrúgu af plast- dýrum sem börnin mín áttu,“ segir Jóhanna og brosir. „Ég legg ofurkapp á mjúkar línur því börnum þykir notalegt að meðhöndla mjúk- an efnivið og það er staðreynd að þau verða rólegri ef þau eiga ekki á hættu að lenda á hvössum hornum. Tréleikföng eru líka níð- sterk og endast barn frá barni,“ segir Jó- hanna. Hinn 8. desember tekur Jóhanna þátt í jólamarkaði í Perlunni en annars má nálgast leikföng hennar á Facebook undir Jóhanna Haralds – Tré Leikföng eða heima í Grashaga 1a á Selfossi. Síminn er 694-5282. Hand- verk Jóhönnu fæst einnig í Varmahlíð, á Sveitamarkaðnum á Hvolsvelli, í Gesta- stofu Þorvaldseyrar, í Þingborg austan við Selfoss og Atmo við Laugaveg. Ég man hvað það gladdi mig þegar kaup staðar krakki kom í Haga og tók tréhúsdýrin fram yfir hrúgu af plastdýrum sem börnin mín áttu. Elskar að smíða barnagull Fyrir 28 árum smíðaði hagleikskonan Jóhanna Haraldsdóttir frá Haga í Þjórsárdal falleg tréleikföng handa börnum sínum. Með tímanum varð úr heimilisiðnaður þar sem Jóhanna nostrar við handgerð og traust barnagull sem alltaf standast tímans tönn. Jóhanna lætur ekki einungis duga að smíða leikföngin sjálf heldur málar þau með fögru rósamunstri og saumar í sængurföt. Á Facebook-síðu Jóhönnu má einnig sjá for- kunnarfögur pennasett sem hún rennir og gullfalleg sköft á ýmis eldhúsáhöld. MYND/SIGURÐUR SIGMUNDSSON MARGVERÐLAUNUÐ BARNAGLERAUGU FRÁ SILMO Award France iF Award Germany Red Dot Award Germany Good Design Award USA Good Design Award Japan 3 ára ábyrgð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.