Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 48

Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 48
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 20128 GÆÐASTUNDIR Á BÓKASÖFNUM Laugardagar og sunnudagar eru barnadagar í Gerðubergs- safni og Aðalsafni Borgarbóka- safns Reykjavíkur og þá er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera fyrir börn og fjölskyldur. Næsta sunnudag mun félagið Origami Ísland kenna japönsk pappírs- brot í Aðalsafni og í Gerðubergi verður fjölmenningarleg sögustund. Fjölmargt annað er í boði fyrir börn og unglinga í söfnum Borgarbókasafns Reykjavíkur og má þar nefna fjölskyldumorgna fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 0-6 ára. Þeir eru á miðviku- dögum milli kl. 10.30 og 11.30 í Gerðubergi og á fimmtudögum í Aðalsafni á sama tíma. Þar er boðið er upp á óformlega dag- skrá auk þess sem leikföng og bækur eru á staðnum. Þá geta nemendur í 5-10. bekk fengið aðstoð við heimanám á söfnunum auk þess sem notaleg aðstaða er í sérstökum barna- og unglingadeildum þar sem hægt er að setjast niður, lesa bækur og tímarit og láta fara vel um sig. Börn yngri en 18 ára fá frítt skírteini og mega hafa fimmtán gögn að láni í einu. SMÁFORRIT FYRIR BÖRNIN FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ FYRIR UNGLINGA SEM ANNAST YNGRI BÖRN Rauði Kross Íslands býður reglulega upp á fræðslunám- skeið fyrir unglinga 12 ára og eldri sem gæta yngri barna. Námskeiðið heitir Börn og umhverfi og þar er farið yfir ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun, leiki og leik- föng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu. Aðal- markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að umgangast börn á ýmsum aldri, þekki helstu slysavarnir og gildi þeirra og geti brugðist við algengum áverkum og veikindum barna. Námskeiðið er bæði gefandi og þroskandi og til þess fallið að auka ábyrgðartil- finningu gagnvart yngri börnum. Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum. Nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu Rauða krossins www. raudi- kross- inn.is Nokkur íslensk snjallforrit (öpp) eru til sem ætluð eru til að kenna ungum börnum fyrstu skrefin í reikningi og íslenska stafrófinu. Eftir- talin smáforrit eru til fyrir Android-síma. Þau eru ókeypis og sérstaklega hentug til að nýta í bílnum, í búðarferðinni eða bara í rólegheit- unum heima við. ReikniLeikni er ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í reikningi. Þar eru reiknings- dæmi í samlagningu, frádrætti og margföldun sett upp á einfaldan og skemmtilegan hátt. Auðvelt er að skrá svörin og um leið að óska eftir erfiðari eða léttari dæmum. Einnig má finna alla margföldunartöfluna í forritinu. Guð- röður Atli Jónsson skrifaði forritið upphaflega með dóttur sína í huga en rödd hennar hljómar í forritinu þar sem hún leiðbeinir notendum áfram. Stafrófið er einfalt forrit eftir Soffíu Gísladóttur sem ætlað er ungum börnum sem vilja læra að þekkja íslensku stafina. Farið er í gegnum stafrófið þar sem stafir og myndir eru pöruð saman undir leiðsögn leiðbeinanda. Stafaleit er einfaldur leikur frá Appverksmiðj- unni fyrir börn sem vilja þjálfa sig í að læra stafina. Markmið leiksins er að finna pör af stöfum úr íslenska stafrófinu. Þegar búið er að finna pörin kemst spilari á næsta borð. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tilnefnt til Grímunar 2012 sem besta barnasýningin Fréttatíminn Morgunblaðið Baunagrasið og Sun 18/11 kl. 13:00 ÖRFÁ SÆTI Gói Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna SÍÐASTA SÝNING!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.