Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 82
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR66 FÓTBOLTI Forráðamenn enska D- deildarliðsins AFC Wimbledon vilja að MK Dons breyti um nafn og hætti að nota Dons-nafnið. Þessi lið mæt- ast í fyrsta sinn í sögunni í ensku bikarkeppninni í næsta mánuði. Bæði félög voru stofnuð í kring- um flutning Wimbledon FC til Milton Keys árið 2003. Stuðn- ingsmenn Wimbledon voru afar óánægðir með þá tilhögun og stofnuðu AFC Wimbledon árið 2002. Um leið hættu þeir að mæta á leiki gamla félagsins sem kláraði tímabilið á Selhurst Park í Lund- únum áður en það flutti til Milton Keys í september 2003. Sumarið 2004 var félagið form- lega endurnefnt MK Dons og hafa stuðningsmenn gamla félagsins alla tíð verið afar ósáttir við þessa tengingu við sinn gamla klúbb. Þess má þó geta að Wimbledon FC fór aldrei á hausinn og fyrstu árin litu forráðamenn MK Dons á sögu Wimbledon FC sem sína eigin. En því var hætt árið 2007 og nú er litið svo á að MK Dons hafi verið stofnað árið 2004. Sá maður sem er hvað óvinsæl- astur meðal stuðningsmanna AFC Wimbledon er Pete Winkelman. Hann sat í stjórn Wimbledon FC sem ákvað árið 2001 að flytja félagið og fór svo fyrir hópi fjár- festa sem keypti félagið þremur árum síðan. Þá var það í greiðslu- stöðvun. „Ég mun aðeins taka í hönd Winkelman ef ég fæ viðurkennt að hegðun þeirra hafi verið röng og að félagið ætli að hætta að nota Dons-nafnið,“ sagði Erik Samu- elson, framkvæmdastjóri AFC Wimbledon. „MK Dons hefur ekk- ert að gera með Wimbledon en þessi ákvörðun yrði að koma frá þeim – ekki mér,“ bætti hann við. AFC Wimbledon byrjaði í níundu efstu deild á Englandi en fór upp um fimm deildir á níu árum og er nú í D-deildinni. Félagið er enn í eigu stuðningsmanna Wimbledon FC sem hafa ekki gleymt sögunni. „Þetta er mikið tilfinningamál og minnir alla á hvernig félagið varð til. Við ætlum að gera okkar – spila leikinn og ná vonandi í sigur. Við fáum nú tækifæri til að sýna knattspyrnuheiminum hversu langt við höfum náð,“ sagði Samu- elson. - esá MK Dons og AFC Wimbledon mætast í fyrsta sinn: Togast á um nafnið MARKI FAGNAÐ Hermann Hreiðarsson spilaði með Wimbledon síðast þegar liðið spilaði í efstu deild, frá 1999 til 2000. Hann er eini Íslendingurinn sem spilaði með félaginu. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI HSÍ hefur aðeins átt einn handboltadúk til þess að spila á en sá dúkur var farinn að láta á sjá og þurfti viðgerð. Var því kom- inn tími á að kaupa nýtt gólf. Eftir að hafa leitað fyrir sér tókst for- svarsmönnum HSÍ að kaupa gólfið sem var notað í úrslitunum á EM í Serbíu í janúar síðastliðnum. „Við vorum að leita víða í sumar og duttum inn á þetta fína gólf. Það fékkst á ágætis verði,“ sagði Einar en hann vildi ekki gefa upp nákvæmt kaupverð. Nýtt gólf kost- ar 10-15 milljónir króna og gólfið hefur því kostað skildinginn þó notað sé. „Það er skylda að spila alla leiki á mótum EHF á gólfum sem eru eingöngu með handboltalínum. Lit- irnir skipta ekki í raun máli en það verður að vera handboltagólf.“ Teipið er rándýrt Það er talsvert verk að koma gólf- inu inn í Laugardalshöll og það tekur langan tíma að setja það upp. Það er líka dýrt eða nálægt hálfri milljón. „Það fer hátt í það. Bara teipið sem fer á dúkinn kostar um 120 þúsund. Þetta eru ansi margir metrar sem fara undir gólfið og í samskeytin. Við þurfum að nota sérstakt tvöfalt teip sem er ekki til hér á landi. Við pöntum það því hjá fyrirtækinu sem býr til þessi gólf. Svo kostar að fá vana menn í að leggja þetta því það er ekki sama hvernig þetta er gert. Starfs- menn sambandsins hafa líka farið í þetta og lækkað kostnaðinn,“ sagði Einar en svo þarf að þrífa, gera við og annað tilfallandi. „Við leggjum gólfið á daginn fyrir leik svo dúkurinn leggist almennilega að gólfinu. Svo teip- um við. Þetta getur tekið sex til átta klukkutíma hjá vönum mönn- um. Það er svo um tveggja tíma verkefni að ganga frá gólfinu eftir leiki. Þetta er mikil vinna sem menn almennt gera sér ekki grein fyrir. Það hjálpa margir til sem betur fer.“ henry@frettabladid.is Það kostar hálfa milljón að leggja gólfið á Höllina Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, er nýbúið að kaupa nýtt handboltagólf sem var frumsýnt á leik Íslands og Hvíta-Rússlands. Gólfið sjálft er mjög dýrt og það kostar einnig skildinginn að leggja gólfið fyrir hvern einasta landsleik. GULA SKRÍMSLIÐ Ísland lék sinn fyrsta leik á gula gólfinu gegn Hvít-Rússum. Það reyndist ágætlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21-landsliðs Íslands, hefur valið 45 leikmenn í æfinga- hóp sem mun koma saman í Kórn- um um helgina. Leikmennirnir 45 koma alls frá 20 félögum víðs vegar um landið. Ísland komst ekki í úrslita- keppni EM 2013 sem fer fram í Ísrael næsta sumar. Undirbún- ingur er því hafinn fyrir næstu undankeppni en þó liggur ekki fyrir hvort Eyjólfur verði áfram landsliðsþjálfari. Samningur hans rennur út um áramótin. Þess má geta að FH á flesta leikmenn í hópnum eða sex tals- ins. Keflavík og Fylkir eiga fjóra leikmenn hvort. Eingöngu leik- menn sem spila með íslenskum liðum eru í æfingahópnum að þessu sinni. - esá U21-landslið karla: 45 leikmenn í æfingahópi EYJÓLFUR Hefur stýrt U21-landsliðinu síðan 2009 en hann stýrði því einnig frá 2003 til 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Anton Sveinn McKee mun ekki keppa á EM í 25 m laug sem fer fram í Frakklandi síðar í mán- uðinum. Hann missti úr eina viku í æfingum eftir að hafa runnið til í fjallgöngu. „Við vorum að labba niður Botnsúlur í Hvalfirðinum þegar ég rann á íshellu. Ég rann niður einhverja metra og lenti á grjóti,“ sagði Anton sem fékk skekkju á spjaldhrygginn við fallið. „Það var lagað í sjúkraþjálfun en þar sem ég missti úr æfingar í eina viku taldi ég mig ekki tilbú- inn fyrir EM, enda tekur tíma að komast aftur í sitt besta form. Ég dró mig því úr hópnum og verð því heima og æfi í staðinn.“ Hann segist gera nokkuð af því að labba á fjöll. „Við félagarnir í bekknum höfum farið nokkrum sinum – þetta er skemmtileg úti- vist,“ segir hann en Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíu- leikum í sumar. Hann er átján ára gamall. - esá Anton Sveinn ekki á EM: Rann á íshellu í fjallgöngu ANTON SVEINN Keppir ekki á EM í Frakk- landi í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.