Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 8
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
SAGAN ÖLL Í gær hófst upphafið að endalokum timburhússins sem staðið hefur á baklóðinni á Njálsgötu 33 frá árinu 1907.
Unnur Guðjónsdóttir, eigandi hússins, segir því ekki hafa verið viðbjargandi þar sem það hafi verið undirlagt af veggjatítlum.
Unnur, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa skipulagt hópferðir til Kína, segir að á lóðinni verði byggt nýtt hús sem gegni
því hlutverki að vera kínverskt menningarsetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tímans tönn á Njálsgötu
Palestínumaður skotinn við Gasa
1 Ísraelskir hermenn drápu einn Palestínumann og særðu hátt í tug annarra við landamæri Gasastrandar í gær. Palestínumennirnir höfðu farið nær
landamærunum en ísraelsku hermennirnir töldu óhætt að hleypa þeim.
Þetta er fyrsta dauðsfallið síðan samið var um vopnahlé á miðvikudag. Partur
af vopnahléssamningnum var loforð Ísraela um að opna landamæri Gasa-
strandar.
Byssumaður í ævilangt fangelsi
2 Sænski byssumaðurinn Peter Mangs hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir tvö morð og fimm morðtilraunir í Malmö. Hann þarf einnig
að greiða 1,2 milljónir sænskra króna, jafnvirði nærri 2,4 milljóna íslenskra,
í skaðabætur. Hann var handtekinn í nóvember árið 2010, grunaður um á
annan tug skotárása sem einkum beindust gegn innflytjendum í Malmö.
Kínversk vegabréf ýfa upp nágranna
3Kínakort í nýjum kínverskum vegabréfum hefur vakið harða gagnrýni í Taívan, Víetnam og fleiri nágrannaríkjum. Á kortinu er Taívan og allt
Suður-Kínahafið sýnt sem kínverskt yfirráðasvæði, þrátt fyrir að nágrannaríkin
séu ekki á sama máli. Í Víetnam hafa landamæraverðir neitað að stimpla í
kínversk vegabréf og líta svo á að með því væru þeir að staðfesta afstöðu kín-
verskra stjórnvalda.
Yfirmaður Kongóhers rekinn
4 Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó, hefur rekið yfirmann herráðs landsins, Gabriel Amisi herforingja, eftir að í ljós kom að hann hefði selt uppreisn-
armönnum vopn. Uppreisnarmennirnir hafa náð borginni Goma á vald sitt
og hóta því að taka höfuðborgina Kinshasa líka. Uppreisnarmennirnir njóta
stuðnings frá nágrannaríkinu Rúanda og hafa einnig ítök í her Kongó.
1
4
2
3
HEIMURINN
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
5
2
3
7