Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 110
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 78
Hér eru hugmyndir að
einföldum mat í gott boð á
aðventunni. Fylltur kjúk-
lingur og vandað salat eru
réttir sem eiga vel saman.
Auðvelt að gera og gott að
njóta.
Fylltur kjúklingur
með kotasælu-, mascarpone-
og basilíkufyllingu
1 heill kjúklingur, hægt að nota bita
með beini og skinni
½ sítróna
2 dl kotasæla
2 dl mascarpone-ostur
Hnefi fersk basilíka
Hnefi fersk steinselja
1 dl ristaðar furuhnetur
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar
1 kjúklingateningur
Hitið ofn í 220 gráður. Hreinsið
kjúklinginn, stingið hálfri sítrónu inn
í hann, gerið gat á húðina á hvorri
bringu fyrir sig, sem og á leggjunum.
Farið með fingur undir húðina svo
myndist hol til að stinga fyllingunni
ofan í.
Setjið kotasælu, mascarpone og
furuhnetur í matvinnsluvél, saltið
aðeins og piprið og maukið saman.
Komið fyllingunni fyrir undir húðinni
á kjúklingnum, ekki spara hana, og
smyrjið afganginum utan á kjúkling-
inn. Saltið þá og piprið eftir smekk.
Leggið kjúklinginn í ofnskúffu eða
pott, um 2 dl af vatni út í og myljið
teninginn í vatnið.
Stingið í ofninn en lækkið hitann um
leið niður í 200 gráður. Eldið í 80–90
mínútur. Kjúklingurinn er tilbúinn
þegar kjötið nánast dettur af bein-
unum og í skúffunni verður til góð
sósa til að hafa með.
Berið fram með perusalatinu.
Salat
með steiktum perum og gráðaosti
3 perur, afhýddar og skornar í þunnar
sneiðar
25 g smjör
2 msk. furuhnetur, ristaðar
2 msk. hunang
¼ tsk. chiliflögur
200 g salat að eigin vali, klettasalat
hentar vel
1 msk. sítrónusafi
2 msk. ólífuolía
200 g gráðaostur
Salt og pipar
Mýkið perusneiðarnar í smjöri
á pönnu í 3–5 mínútur. Bætið
furuhnetunum í, síðan hunangi og
chiliflögum. Steikið saman þar til
hunangið er bráðið.
Leggið salatið á disk. Dreypið olíu
og sítrónusafa yfir, saltið og piprið
ef ykkur finnst það þurfa. Leggið
perurnar á salatið og hellið hunangs-
kryddblöndunni af pönnunni yfir.
Myljið ostinn yfir allt saman. Salatið
er bæði gott með perunum heitum
sem köldum.
Einfaldir réttir til að
elda í aðdraganda jóla
Nú er að hefj ast sá tími þegar fólk kemur meira saman og nýtur þess að eiga
ljúfa stund yfi r mat og við huggulegheit. Hlutirnir þurfa ekki að vera formlegir
við slík tækifæri, samveran eins og sér er nóg en góður matur spillir aldrei fyrir.
Halla Bára Gestsdóttir
Gunnar Sverrisson
homeanddelicious.com
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kanarí
Tenerife
2 1FYRIR
49.900
frá aðeins kr.
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð.
Netverð á mann. Verð áður kr. 99.800.
B
ir
t
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
á
sk
ilj
a
sé
r
ré
tt
t
il
le
ét
ið
ré
tt
in
g
a
t
á
s
lík
u.
h.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
ys
t
re
ys
á
n
fy
ri
rv
ar
a.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
55
3
4
6
Kanarí
Kr. 43.800 á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð á
Green Park í 19 nætur, 30. nóv. - 19.des.
Kr. 48.400 á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð á
Roque Nublo í 14 nætur, 5 - 19. desember.
Tenerife – með allt innifalið
kr. 98.600 á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð
á Villa Tagoro í 15 nætur, 5 - 20. desember.
Verðdæmi fyrir gistingu eingöngu:
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin!
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til
Kanarí og Tenerife. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1.
Við bjóðum þ ér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur.
Tenerife
5. - 20. des.
Kanarí
30. nóv. - 19. des.
5. - 19. des.
eða 22. des.
29.900 kr. aðra leið með sköttum
PIPA
R
\
TBW
A
SÍA
12
3
4
0
8