Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 44
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 mikið á þessu ári og ég hef verið að hugsa mikið um hvað ég vil gera. Þegar maður missir félaga sinn og vin þá fer maður að hugsa um margt annað sem er í lífinu. Það er ekki bara sundið sem er mikilvægt. Ég fór að hugsa um slíkt eftir að Alexander lést. Við vorum æfingafélagar, herbergis- félagar í keppnisferðum og mikl- ir vinir. Þegar Alexander dó fór maður að hugsa hvort þetta væri allt saman þess virði. Það fór ótrúlega mikil orka í allt sem þessu fylgdi og ég missti aðeins einbeitinguna og fókus á sundið í kjölfarið. Ég keppti á Evrópu- meistaramótinu tveimur vikum seinna. Og það var skrítið. Þegar ég fór á norska meistaramótið í sumar þá langaði mig eiginlega ekkert að keppa. Mér fannst tóm- legt og undarlegt að koma í sund- laugina til þess að keppa án þess að Alex væri þar. Ég keppti þrátt fyrir það.“ Átti erfitt með að trúa þessu Sindri var einn sá fyrsti sem kom að Alexander þar sem hann lá meðvitundarlaus á baðherbergis- gólfinu. Sundmaðurinn ungi leynir því ekki að það sé erfitt að rifja þetta atvik upp. „Það var frídagur hjá okkur. Ég fór að versla og Alexander fór í golf. Við hittumst síðdegis á her- berginu og allur hópurinn ætlaði út að borða saman. Alexander fór í sturtu og ég fór að horfa á NBA- körfuboltaleik ásamt Sverre, félaga okkar úr landsliðinu, inni á her- berginu mínu og Alexanders. Tím- inn leið og mér fannst Alexander vera mjög lengi í sturtu. Ég kall- aði á hann, fékk ekkert svar, og ég prófaði að slökkva ljósin inni á baðherberginu, en það komu engin viðbrögð. Okkur fannst þetta mjög skrítið og við vissum að það var eitthvað að. Sverre hafði keypt veiðihníf í verslunarferðinni og við notuðum hann til þess að brjóta upp lásinn á baðherbergishurðinni. Þegar við komumst inn þá lá Alex- ander þarna á gólfinu. Ég hljóp strax út til þess að ná í lækni og þjálfarana og þeir voru komnir eftir nokkrar sekúndur. Þá hófst endurlífgunin. Ég trúði því ekki að heimsmeistarinn í sundi myndi falla frá með þessum hætti. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um þetta atvik og reyni frekar að muna eftir góðu stundunum sem ég átti með Alexander.“ Eins og áður segir hefur Sindri ekki æft sund að undanförnu en hann hefur tekið ákvörðun um að halda áfram að æfa og komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016. „Á undanförnum mánuðum hef ég velt ýmsu fyrir mér. Ég ætla að byrja æfingatörnina heima á Íslandi í byrjun janúar. Það er einnig á dagskrá að ég fari til Suður-Afríku næsta sumar og verði þar meira eða minna í heilt ár. Ég þarf nýjar áskor- anir, Það sem ég ætla að gera er að æfa með ólympíumeistaran- um Chad le Clos en hann sigraði í 200 metra flugsundinu á ÓL í London og hann varð annar í 100 metra flugsundi. Þetta er spenn- andi og ég fæ þarna nýja þjálf- ara sem eru með allt aðrar vænt- ingar til mín, og ég fæ ný viðmið ef ég æfi með þeim allra besta.“ Skagamaðurinn hikar aðeins þegar hann er inntur eftir því hvort hann mæli með því að íslenskt afrekssundfólk feti í hans fótspor og gerist norskir ríkis- borgarar. „Það er ekkert auðvelt að ger- ast norskur ríkisborgari. Maður þarf að vera hér í fimm ár áður en maður getur sótt um. Ef ég hugsa um peningahliðina á þessu öllu saman þá er það kostur að vera norskur. En ég er og verð alltaf Íslendingur, það breytist aldrei.“ Sindri Þór er fæddur árið 1991 á Akranesi. Flutti til Noregs fyrir sjö árum með móður sinni og fóstur- föður, Sigurlínu Þorbergsdóttur og Ómari Þorsteini Árnasyni. Jakob Halldórsson er faðir Sindra og Sindri á fimm systkini. Sindri, sem hefur verið norskur ríkisborgari í tvö ár, á enn Íslandsmetið í 50 metra laug í 200 metra flugsundi, 2:02,97 mín. Hann á Noregsmetið í þessari grein, 2:00, 96 mín, og einnig í 100 metra flugsundi í 25 metra laug, 53,29 sek. ➜ Sindri Þór Jakobsson Það var töluvert fjallað um það í fjölmiðl-um þegar Sindri Þór Jakobs son tók þá ákvörðun að sækja um norskt ríkisfang – og hætta þar með að keppa fyrir Íslands hönd. „Ég sakna Íslands og ég verð alltaf Íslend- ingur innst inni, og það var allt- af markmiðið hjá mér að standa á verðlaunapalli á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Það var erfið ákvörðun fyrir mig að sækja um norskt ríkisfang en ég taldi það vera besta kostinn fyrir mig. Ástandið á Íslandi var með þeim hætti. Það er gert meira fyrir afreks sundmenn hér í Noregi en á Íslandi,“ sagði Sindri þegar Fréttablaðið ræddi við hann í vikunni. Hann dáist að dugnaðin- um hjá íslenska sundfólkinu sem þurfti að greiða allt að 300.000 krónur úr eigin vasa til þess að komast á Evrópu meistaramótið í 25 metra laug sem nú stendur yfir. „Það er mikill aðstöðu munur hvað slíka hluti varðar ef ég miða við Noreg. Hér í Noregi er allur slíkur kostnaður greiddur af félaginu sem maður keppir fyrir eða norska sund sambandinu. Hvað varðar peningamálin þá er varla hægt að bera þetta saman. Ég get ekki lifað af þeim pen- ingum sem ég fæ fyrir að vera í sundinu en það er enginn kostn- aður sem ég þarf að greiða. Ég fæ styrki hér og þar en ég þarf að ná betri árangri til þess að komast í þá stöðu að geta lifað af sundinu. Ef ég hefði komist á Ólympíuleikana í sumar þá hefði ég fengið styrk frá Olympiatop- pen og það hefði dugað til að geta lifað af sundinu. Það er fáránlegt að þurfa að borga kostnað sem fylgir því að keppa fyrir landið sitt. Ég hef hitt marga á keppnis- ferðum á undanförum árum og ég held að það sé bara á Íslandi þar sem landsliðsmenn þurfa að borga fyrir keppnis ferðir.“ Reynslunni ríkari Árið 2012 hefur verið viðburða- ríkt hjá Sindra og hann segist vera reynslunni ríkari. Og svip- legt andlát eins besta sundmanns heims, Alexanders Dale Oen, hafði mikil áhrif á Sindra. „Ég hef ekkert æft í tvo mán- uði og ég er núna í námi með- fram vinnu. Það gerðist svo Verð alltaf Íslendingur innst inni Sindri Þór Jakobsson gerðist norskur ríkisborgari fyrir tveimur árum og hann er nú þegar fremsti flugsundsmaður Norð- manna. Skagamaðurinn tók sér frí frá sundinu eftir að æfingafélagi hans féll frá með sviplegum hætti. Sindri var sá fyrsti sem kom að Alexander Dale Oen þar sem hann lá meðvitundarlaus á hótelherbergi í Bandaríkjunum. Einn þekktasti íþróttamaður Noregs, Alexander Dale Oen, var aðeins 26 ára gamall þegar hann lést. Hann landaði heimsmeistaratitlinum í 100 metra bringusundi árið 2011. Þar með varð hann fyrsti norski sundmaðurinn sem náði þeim árangri. Silfurverðlaun hans frá Ólympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008 voru fyrstu verðlaun Norðmanna í sundi á ÓL. Oen sigraði á HM árið 2011 aðeins þremur dögum eftir hryðjuverkin í Ósló og Útey. Alls létust 77 manns í þeirri árás. Norska þjóðin og sundmaðurinn sýndu miklar tilfinningar þegar hann stóð efstur á verðlaunapallinum og norski þjóðsöngurinn var leikinn. Oen var á þeim tíma ljósið í myrkrinu. Sundmaðurinn lést í Flagstaff í Arizona í Bandaríkj- unum í lok apríl á þessu ári. Dánarorsökin reyndist vera hjartaáfall. Læknir norska landsliðsins, Ola Röensen, reyndi lífgunartilraunir á sundmanninum á hótelinu í Arizona en þær tilraunir báru ekki árangur. Við krufningu kom í ljós að Oen hafði verið með hjartasjúkdóm sem hafði ekki komið fram í ítarlegum læknisrannsóknum. Oen hafði glímt við meiðsli í vinstri öxl í langan tíma áður en hann fór í æfingabúðirnar í Bandaríkjunum og læknar fundu ekki hver ástæðan var fyrir meiðslunum. Talið er að verkirnir sem hann var með á þessu svæði hafi í raun og veru verið lítil hjartaáföll. Oen var fæddur í Bergen í Noregi 21. maí árið 1985. Hann hóf að æfa sund aðeins fjögurra ára gamall. Hann kom margoft hingað til Íslands til æfinga en Oen og Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, voru nánir vinir. Alexander Dale Oen M YN D /CH RIS RO N ALD H ERM AN SEN , FAN APO STEN Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Dvalið er frá föstudegi til sunnudags, gist í íbúð eða í vel búnum eins og/eða tveggja manna herbergjum á Perluströnd. Allur matur er innifalinn auk aðgangi að baðhúsinu Kjarnalundi, sundlaugum, heitum pottum, nuddpotti, víxlböðum og gufuböðum. Yoganámskeið er á dagskrá á meðan dvöl stendur. Lagt er upp með yogaæfingum og kennsla er innifalin sem nýtist þátttakendum í framhaldi af námskeiði. Arnar Erlingsson er lærður yogakennari og yogaeinkaþjálfari og hefur m.a. verið með námskeið fyrir Golfklúbb Hveragerðis. Golfkennari er Einar Lyng Hjaltason – PGA golfkennari og hefur víðtæka reynslu af golfkennslu og fararstjórn golfferða erlendis. Námskeiðin verða haldin 7.-9. desember, 14.-16. desember og 11.-13. janúar. Kynningaverð í desember 38.000 kr. Heilsustofnun bíður upp á Yoganámskeið fyrir golfáhugafólk og keppnisfólk. Um er að ræða helgardvöl fyrir pör eða einstaklinga sem vilja ná góðum tökum á einbeitingu í daglegu lífi sem síðan nýtist m.a. við golffimi af ýmsu tagi. Berum ábyrgð á eigin heilsu Yoganámskeið og sveiflugreining í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.