Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 40
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40
1. SÆTI
Illska eftir Eirík Örn Norðdahl.
Hönnun kápu: Alexandra Buhl.
„Ég var á báðum áttum með þessa
kápu en féll fyrir henni að lokum.“
Örn Úlfar Sævarsson.
„Fallegir litir og flott hönnun.
Allt við þessa kápu vekur forvitni,
óspennandi tannburstaglas í miðju
listaverki, „ídyllískt“ landslagið
á kaldranalegum baðherbergis-
veggnum og hvert er þessi pínulitli
bréfbátur að sigla?“
Brynhildur Björnsdóttir
„Hvernig tengist þessi aðlaðandi
landslagsmynd með vaski og tann-
bursta illsku? Vel heppnuð hönnun
sem ætti að moka lesendum að
bókinni.“
Vigdís Þormóðsdóttir
„Ein flottasta kápan í ár. Ævintýra-
heimurinn á bak við hversdags-
legan vaskinn og glasið með
tannburstanum er áhrifarík á
lágstemmdan hátt.“
Valur Grettisson
„Langflottasta bókakápan. Algert
listaverk. Draumkennd og súrrealísk,
einföld en samt uppfull af einhverju
sem mann langar að skoða nánar.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
Illska
þykir
allra
best
Jólabókaflóðið er
skollið á með öllu til-
heyrandi, þar á meðal
hinum árlega sam-
kvæmisleik þar sem
fundinn er kostur
og löstur á bóka-
kápum vertíðarinnar.
Fréttablaðið fékk
nokkra álitsgjafa til að
vega og meta bóka-
kápurnar í ár.
Álitsgjafar Fréttablaðsins
Andrés Jónsson almannatengill
Arnór Bogason grafískur hönnuður
Ásgrímur Sverrisson dagskrárstjóri í Bíó Paradís
Brynhildur Björnsdóttir dagskrárgerðarkona
Brynja Þorgeirsdóttir dagskrárgerðarkona
Hilda Jana Gísladóttir dagskrárstjóri á N4
Júlía Margrét Alexandersdóttir
blaðamaður á Morgunblaðinu
Ólafur Sindri Ólafsson þýðandi
Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona
Roald Viðar Eyvindsson blaðamaður
Stígur Helgason blaðamaður á Fréttablaðinu
Valur Grettisson blaðamaður á Vísi
Vigdís Þormóðsdóttir fj ölmiðlafræðingur
Þórhildur Ólafsdóttir dagskrárgerðarkona og dómari í
Gettu betur
Æsa Guðrún Bjarnadóttir bókmenntafræðingur
Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður hjá Fíton
Um sumar kápur voru álitsgjafar nær
einróma en um aðrar voru skiptar
skoðanir. Þannig þóttu sumum kápur
bæði Illsku og Undantekningarinnar
ekki upp á marga fiska. „Maður fær
nú bara illt í augun við að handfjatla
þennan grip,“ sagði Roald Eyvindsson
um Illsku. „Vekur upp minningar um
bókakápur á verkum Fay Weldon frá
9. áratug 20. aldar– og það eru ekki
meðmæli!“
Á hinn bóginn þótti sumum Ár
kattarins og Ósjálfrátt dæmi um
velheppnaðar kápur. „Litirnir á þessari
kápu virka vel saman og hlutföllin
líka,“ sagði Vigdís Þormóðsdóttir um
Ósjálfrátt. „Enn fremur er gaman að
vera minntur á tilvist hluta, eins og
ritvéla, sem einu sinni þóttu sjálf-
sagðir en eiga nú heima á safni. Það er
dálítið eins og að stíga inn í tímavél.“
Fleiri umdeildar kápur:
Íslenskir kóngar eftir Einar Má
Guðmundsson.
Hönnun kápu: Alexandra Buhl.
„Þessi kápa
stendur algjörlega
upp úr í ár. Ekki
nóg með að hún
skeri sig úr fjöld-
anum með því
að vera frumleg,
fögur, stílhrein
og töff, þá er hitt
mikilvægara að
þessi sniðuga og
fallega mynd af
ættartrénu talar beint til manns með
sterku myndmáli sem vekur hug-
renningartengslin írónía, klíkuskapur,
ættarveldi, hroki– sem er í fullkomnu
samræmi við innihald bókarinnar.“
Brynja Þorgeirsdóttir
„Við fyrstu sýn er þetta hræddur,
úrsérvaxinn kolkrabbi. Ef sú er ætl-
unin hefði kannski mátt útfæra hana
aðeins betur.“ Brynhildur Björnsdóttir
Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Hönnun kápu: Emilía Ragnarsdóttir.
„Ég er enn ekki
viss hvort mér
finnst þetta
rosalega flott eða
ofboðslega ljótt.
Hallast að hinu
fyrrnefnda samt
og kápa sem á
annað borð getur
vakið þessar tví-
blendnu tilfinn-
ingar á heiður skilinn.“
Ólafur Sindri Ólafsson
„Þessi kápa höfðar ekki til mín og
segir mér lítið.“ Hilda Jana Gísladóttir
BESTU KÁPURNAR
UMDEILDAR KÁPUR
1. SÆTI
Húsið eftir Stefán Mána.
Hönnun kápu: Emilía Ragnarsdóttir.
„Höfundur má þakka fyrir að landsmenn
virðast ekki láta val sitt á lesefni ráðast af
umgjörðinni. Gamaldags kápa sem gerir
út á nafn höfundar með hallærislegri
útkomu.“ Roald Viðar Eyvindsson
„Óvanalegt feilspor hjá annars flottum
hönnuðum á vegum Forlagsins. Mér
finnst þessi eiginlega bara frekar viðvan-
ingsleg.“ Æsa Guðrún Bjarnadóttir
„Vissulega draugaleg kápa og segir manni
strax að um spennusögu sé að ræða, en
fær stóran mínus fyrir ófrumleika og
flatneskju.“ Þórhildur Ólafsdóttir
„Þessi blanda fer ótrúlega hallærislega
saman, eldur, hvítir draugastafir og svo
klisjukenndur titillinn. Í raun minnir
kápan á lélega hrollvekju frá níunda
áratugnum.“ Valur Grettisson
„Góður drengur og hörku höfundur. En
þessi kápa er ekki fyrir minn smekk.“
Andrés Jónsson
VERSTU KÁPURNAR
2. SÆTI
Bjarna-Dísa eftir Kristínu
Steinsdóttur.
Hönnun kápu: Alexandra Buhl.
„Litirnir eru fallegir og heillandi
hvernig konan er mótuð af landinu
og landið eða kortið af henni. Flott
kápa.“ Brynhildur Björnsdóttir
„Fallegt letur, einföld og heillandi
útfærsla, ljúfir litir – bókarkápa sem
þröngvar sér ekki upp á skilningar-
vitin en er lokkandi og stendur upp
úr í bókaflóðinu.“
Þórhildur Ólafsdóttir
„Litirnir tóna vel saman og notk-
unin á Íslandskortinu fer vel við efni
bókarinnar. Letrið í sjálfum titlinum
er svolítið ofnotað í ár, fór til dæmis
líka vel á Fantasíubókinni.“
Æsa Guðrún Bjarnadóttir
„Flott andstæðuspil – tilfinningar
gegn staðreyndum.“
Ásgrímur Sverrisson
3.-4. SÆTI
Boxarinn eftir Úlfar Þormóðsson.
Hönnun kápu: Jón Ásgeir Hreinsson.
„Ég er alltaf hrifin af svona retró-ljós-
myndum og svo kallast hún fallega á við
efnið.“
Maríanna Clara Lúthersdóttir
„Ótrúlega flott ljósmynd og gefur margt
til kynna um efni bókarinnar. Maður
leggur allan mögulegan skilning í káp-
una aðra en þann sem hún vísar aug-
ljóslega til, það er að segja íþróttarinnar
sjálfrar. Kápa sem kýlir þig kaldan.“
Valur Grettisson
3.-4. SÆTI
Rof eftir Ragnar Jónsson.
Hönnun kápu: Ragnar Helgi Ólafsson.
„Klassískt mótív þar sem titill og mynd-
ræn útfærsla kallast á. Sker sig vel frá
öðrum á bókahlaðborðinu með sterku
og einföldu myndmáli.“
Ásgrímur Sverrisson
„Þetta finnst mér flott hönnun, tók eftir
henni um leið. Flott mynd, flott fram-
setning – kápan dregur mig að sér. Ég
strauk yfir hana í bókabúð um daginn
til að athuga hvort skilin sem sjást í
miðjunni séu í alvörunni. Bók sem fær
mann til að snerta sig kemur manni til.“
Þórhildur Ólafsdóttir
5. SÆTI
Undantekningin eftir Auði Övu
Ólafsdóttur.
Hönnun kápu: Ragnar Helgi
Ólafsson.
„Oftast er það einfaldleikinn
sem virkar best og hér er guð í
smáatriðunum. Texti og myndir
eru þrykkt beint framan á bókina
sjálfa sem er því í raun kápulaus.
Einföld og látlaus myndbygging
sem gerir lesandann forvitinn.“
Arnór Bogason
„Þetta er ein af allra fallegustu
kápunum, þessi vínrauði litur,
léreft og þrykk skapar löngun
til að strjúka bókinni. Hún fær
smá mínus fyrir að minna um
of á fallegustu kápu síðasta árs,
Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævars-
dóttur.“
Brynja Þorgeirsdóttir
„Þessi kápa þykir mér alveg
æðisleg, kvenleg, falleg og mjúk
viðkomu. Kápan er eiginlega
punkturinn yfir i-ið á þessari
yndislegu bók. Ég myndi velja
hana flottustu kápu ársins.“
Hilda Jana Gísladóttir
2. SÆTI
Íslendingablokk eftir Pétur
Gunnarsson
Hönnun kápu: Jón Ásgeir Hreins-
son
„Pétur Gunnarsson, sá afbrags-
höfundur, á betra skilið en þetta
ósannfærandi og óspennandi
klastur.“ Ásgrímur Sverrisson
„Sniðug hugmynd í orði kveðnu,
en foxljótt í framkvæmd.“
Örn Úlfar Sævarsson
„Þetta er voða ljótt. Þetta
minnir mig á einhverja gamla
auglýsingu... fyrir jógúrt– gæti það
verið?“
Maríanna Clara Lúthersdóttir
„Þessi kápa er svo vond að hún er
næstum góð. Perlan sem geimskip.
Ha ha ha.“ Vigdís Þormóðsdóttir
3.-4.SÆTI
Vestfirskar konur í blíðu og stríðu 3.
Finnbogi Hermannsson tók saman.
Hönnun kápu: Nína Ivanova.
„Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
Vestfirskar konur eiga svo miklu betra
skilið.“ Örn Úlfar Sævarsson
„Þetta er glæsileg kona– en maður
hlýtur að spyrja sig af hverju hún er í
galakjól þarna uppi á bjarginu. Henni
lítur út fyrir að vera kalt. Svo er um-
gjörðin eitthvað voða mis…“ Maríanna
Clara Lúthersdóttir
3.-4. SÆTI
Ár kattarins eftir Árna Þórarinsson.
Hönnun kápu: Jón Ásgeir Hreinsson.
Lítur út eins og hálfmeltur köttur í
maga. Það er líklega ekki hughrifin sem
skáldið er að vonast eftir. Kattarauga í
gotnesku líki að gráta blóði. Er það ekki
full dramatískt? Valur Grettisson
5. SÆTI
Ósjálfrátt eftir Auði
Jónsdóttur.
Hönnun kápu: Lubbi.
„Aftur fær fínn höfundur slæma
grafíska meðferð. Skelfilega
fráhrindandi og klúðurslega
samansett.“
Ásgrímur Sverrisson
„Hugmyndin var þegar orðin
klisja þegar ritvélin á myndinni
kom af færibandinu. Bónusstig
fyrir að útfæra klisjuna illa líka.“
Ólafur Sindri Ólafsson
1 2 3-4 3-4 5
1 2 3-4 3-4 5