Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 48
1896 1918 1920 – 1945 1967 – 1980 1946 – 1967 1811 1875 bls 2 Viðskipti og verslun blómstraði í München á þessum tíma. Borgin var hlið inn í lönd Suður-Evrópu og gatna- mót verslunar á bökkum fljótsins Ísar. Duglegir íbúar borgarinnar bjuggu við ágæt lífskjör en lifðu þó í ótta við ýmsar ógnir, ekki síst eldsvoða sem voru tíðir og óttuðust margir íbúar stöðugt að missa allar eigur sínar í eldi. Hinn vinsæli konungur, Maximillian I., sem oftast var kallaður Max kóngur, skildi þessar áhyggjur og stofnaði Almenna brunabótafélagið. Þar með lagði hann hornstein að einni farsæl- ustu tryggingasamsteypu Þýskalands sem blómstrar enn þann dag í dag og býður þjónustu sína meðal annars á Íslandi. Árið 1822 var um ein milljón bæverskra húsa orðin brunabótatryggð og stöðugt hélt áfram að bætast í hópinn. Efnahagslægð var í Vestur-Þýskalandi á áttunda áratugnum en þá var dr. Robert Wehgartner við stjórnvölinn hjá Bayerische Versicherungskammer. Hann lagði kapp á að reisa nýjar skrif- stofubyggingar og íbúðir; svo langt gekk þetta að gárungarnir sögðu að stofnunin væri fremur byggingaverktaki en tryggingafélag. Wehgartner verður ævarandi minnst fyrir íbúðabyggingar og félagslegar umbætur, bæði meðal starfsmanna og út fyrir þeirra raðir. Hann lést skyndi- lega og fyrir aldur fram árið 1974. Bayerische Versicherungskammer óx og dafnaði á seinni hluta áttunda áratugarins þrátt fyrir þýsku kreppuna. Á þriðja og fjórða tug 20. aldar voru stofnuð mörg mikilvæg félög innan samsteypunnar, til dæmis Trygginga- samband Bæjaralands, Bæjaralands- tryggingin og Sjúkrasamlag opinberra starfsmanna. Allt eru þetta enn mikil- vægir stólpar samsteypunnar. Bayerische Versicherungskammer fór ekki varhluta af heimskreppunni fremur en önnur fyrirtæki. Á þessum örlagatímum lauk Hans Otto Schmitt stjórnartíð sinni. Hann er talinn höfundur laga um opinberar tryggingar en nýjungar þeirra koma sér vel fyrir ýmsar deildir stofnunarinnar. Undir handleiðslu hans voru ýmsar réttarreglur færðar saman í einn laga- bálk og færðist þá um leið stjórnun frá ríki og löggjafa til sjálfra stofnananna. Þessar nýjungar áttu stóran þátt í að bæta hagkerfið og urðu því um leið lyftistöng fyrir efnahag Bayerische Versicherungskammer. Stjórnunin færist til sjálfra stofnananna sem bæta hagkerfið Dafnar þrátt fyrir þýsku kreppuna Óttinn við eldinn Konunglegt tryggingafélag Opinber stofnun breytist í nútímalegt viðskiptafyrirtæki Tuttugasta öldin Með tilskipun Loðvíks II. af Bæjaralandi færðist Almenna brunabótafélagið undir stjórn sérstakrar opinberrar stofnunar og hlaut nafnið Konunglega brunabótafélagið. Fyrsti forstjóri þessa félags var lögfræðingurinn og búfræðingurinn Matthäus von Jodlbauer. Í hátíðarræðu sem hann hélt í tilefni af 25 ára starfsafmæli félagsins sagði hann: „Hvað hefur áunnist? Ég svara því í stuttu máli: Traust fólksins.“ Tryggingahugsjónin, það að vera hluti af heild og njóta hjálpar hennar ef í nauðir rekur, festist í sessi í huga fólks og varð að leiðarljósi á 20. öldinni allt til dagsins í dag. Rudolf Herrgen tók við forstjórastarfinu árið 1946 – í kjölfar heimskreppu og heimsstyrjaldar. Þá hafði óðaverðbólga rýrt eigur stofnunarinnar mjög. Herrgen beið það verkefni að endurbyggja 16 tryggingadeildir og samlög stofnunarinnar. Á næstu árum breyttist þessi opinbera stofnun í nútímalegt viðskiptafyrirtæki. Annað afrek Rudolfs Herrgens var framlag fyrirtækisins til lista. Hann reyndi að færa listina nær fólkinu, t.d. með því að halda tónleika í húsakynnum stofnunarinnar og láta prenta listaalmanak. Enn þann dag í dag heldur Bayerische Versicherungskammer hústónleika með upprennandi hljóðfæraleikurum, skipulegg- ur listsýningar og styrkir félagsmál. Þetta ár hvarf viðbótin „konunglega“ úr nafni félagsins. Með falli konungdæmisins varð heiti fyrir- tækisins einfaldlega Tryggingastofnun Bæjaralands – Bayerische Versicherungskammer. Í desember þetta ár fékk stofnunin enn nýtt nafn, Konunglega brunabóta- félagið hét nú Hin konunglega trygginga- stofnun Bæjaralands (Königliche Bayerische Versicherungskammer) enda hafði margvísleg starfsemi auk brunatrygginga færst undir stofnunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.