Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 112
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 80 Svo virðist sem kertaskreytingar- áhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur lið- ur í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld. VÍNRAUTT LAKK Alexander Wang var einn þeirra sem stukku á vínrauðu bylgjuna er hann sýndi vetrartískuna en hér er lakkkápa og götóttur rúllukraga bolur í vínrauðu. VÍNRAUÐAR VARIR Rauðar varir hafa gjarna þótt hátíðlegar og engin undan- tekning á því í ár. FYLGIHLUTIR á sýningu DKNY í New York var að finna marga fína fylgihluti í vínrauðu til að flikka upp á klæðnaðinn. DRAGT Ralph Lauren sýndi vínrauða dragt og vesti með hátíðlegu yfir- bragði. NORDICPHOTOS/GETTY Vínrauður er einn af tískulitum vetrarins. Litinn mátti greina í öllu frá skóbúnaði til varalita á tískupöllunum í byrjun árs. Liturinn passar vel inn í skammdegið og um að gera að vera óhræddur við að blanda vínrauðum saman við aðra liti vetrar- ins á borð við kóngabláan, appelsínugulan, húð- litaðan og gráan. VÍNRAUTT FRÁ TOPPI TIL TÁAR Í VETUR Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt,“ segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: „Já, ætli megi ekki segja það?“ Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitt- hvað að gera á meðan. „Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kerta- skreytingar skemmtilegt jóla- föndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa,“ lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. - gun Nú sit ég við að svara póstum Erna Hrund Hermannsdóttir skreytir kerti með eigin höndum og hefur smitað marga af áhuga sínum enda deilir hún aðferðinni á síðunni Trendnet.is. ➜ Dregur dilk á eftir sér Day one Fyrir iPhone, iPad og Mac Haltu dagbók og skráðu hugsanir þína og hugmyndir. Þetta er frábært app fyrir þá sem vilja halda dagbók en eru of hræddir um að gamla bókarformið sé of opinbert. Þú getur læst appinu með einföldum fjögurra stafa kóða. Dagbókin uppfærist svo sjálfkrafa á milli símans, spjald- tölvunnar, heimilistölvunnar og far- tölvunnar. APP VIKUNNAR Skýringar: App fyrir Apple-tæki App fyrir Android-tæki App fyrir Windows *Hægt er að kaupa útgáfur af appinu til að aflæsa ýmsum eiginleikum. Matur og krydd geta haft góð áhrif á líðan og heilsu fólks. Sumar kryddtegundir hafa lengi verið not- aðar gegn ýmsum kvillum og teljast jafnvel til svokallaðrar ofurfæðu. ■ Stjörnuanís getur linnt magaverki og róað hálsinn sé fólk með hósta. Anísinn getur einnig örvað mjólkurframleiðslu mæðra með barn á brjósti. ■ Kóríander er ríkt af K-vítamínum, styrkir bein og er góð vörn gegn blóðtappa. ■ Margar rannsókn- ir benda til þess að kanill jafni blóðsykurinn hjá fólki með sykursýki 2 og lækki kólesteról. ■ Líkt og kanill getur broddkúmen haldið blóðsykurmagni jöfnu. Það er einnig góð sýklavörn og er góð vörn gegn magasárum. ■ Fennikka er ekki ólíkt lakkrís eða stjörnuanís á bragðið. Rótin er góð gegn uppþembu, vindverkjum og öðrum meltingartruflunum. Hún virkar einnig vel gegn bak- flæði. ■ Engifer er ekki aðeins bragðgóð heldur einnig þekkt læknajurt. Hún þykir til dæmis góð gegn morgunógleði og sjóveiki og sumir halda því fram að rótin hafi líka verkjastillandi áhrif. ■ Mynta þykir góð gegn meltingar- truflunum og niðurgangi. Marokkó búar telja myntute allra meina bót. HEILSUBÆTANDI KRYDDJURTIR ERNA HRUND „Ég er búin að koma mér í skemmtilegt verkefni í óléttunni,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNG Á ÖLLUM ALDRI GUÐRÚN BERGMANN UNG Á ÖLLUM ALDRI er á tilboði á 3.999 kr. í verslunum Eymundsson til 28. nóvember Fullt verð er 4.999 kr. Til hamingju EYMUNDSSON BÓKABÚÐIR með 140 ára afmælið! Þið hafið sýnt og sannað að þið eruð bóka verslun sem er UNG Á ÖLLUM ALDRI. Samfagna ykkur í dag með því að árita bókina mína í Eymundsson, Kringlunni (norðurhluta) frá kl. 15 –16 og í Eymundsson, Skóla vörðu stíg frá kl. 17–18 Kærleikskveðja Guðrún Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.