Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 16

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 16
22. desember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN F réttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að bandarísk stjórnvöld teldu öryggi hafnarsvæða hér á landi ábóta- vant og krefðust úrbóta. Þau teldu óviðunandi að fámenn- ur hópur manna, sem farið hafa fram á hæli á Íslandi, kæmist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér á leið til Bandaríkjanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í samskiptum innan- ríkisráðuneytisins og bandaríska heimavarnaráðuneytisins hafi komið fram að íslenzk skip kunni að verða færð niður um öryggis- flokk, sem myndi kalla á mun ýtarlegri og tímafrekari skoð- anir íslenzkra skipa sem koma til Bandaríkjanna. „Ef af því verður er Ísland í flokki með löndum eins og Sýrlandi þar sem stríðs- ástand ríkir. Það má ekki gerast þar sem það skaðar samgöngur til og frá landinu,“ sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, hér í blaðinu á fimmtudaginn. Einkennileg staða er uppi í þessum málum. Það er lítill hópur sem reynir hvað eftir annað að lauma sér um borð í íslenzk skip; ungir útlendir karlmenn sem hafa sótt um hæli á Íslandi en langar ekki meira til að vera hérna en svo að þeir eru alltaf að reyna að komast til Ameríku með ólöglegum hætti. Það er einkum Eimskip, sem vegna Ameríkusiglinga sinna hefur orðið fyrir barðinu á tilraunum þessa litla hóps til að koma sér til Bandaríkjanna. Félagið hefur eflt öryggisviðbúnað í Sunda- höfn gríðarlega, meðal annars með þeim árangri að í fyrrinótt var hælisleitandi gripinn af öryggisvörðum og lögreglu áður en hann komst inn á sjálft hafnarsvæðið. Hann hefur áður reynt að komast um borð í skip Eimskips. Í tilkynningu frá skipafélaginu í gær kom fram að það hefði kært sjö hælisleitendur til lögreglunnar. Enn hefði ekkert verið gert í málum þeirra. Það er umhugsunarefni. Ef það hefur engar afleiðingar fyrir menn að brjótast inn á hafnarsvæðin, halda þeir því að sjálfsögðu áfram. Enda hafa sumir þessir ungu ofurhugar lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir muni halda áfram tilraunum sínum til að komast ólöglega til annarra landa. Hér þurfa stjórnvöld klárlega að grípa til einhverra úrræða. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði hér í blaðinu síðastliðið sumar að eðlilegt væri að gera kröfu um að þeim sem brytust inn á viðkvæm hafnarsvæði væri refsað. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málefni útlendinga utan EES, sem kom út í júní, var ekki fjallað sérstaklega um þann vanda sem lítill hópur hælisleitenda skapar fyrir siglingaöryggi og útflutningshagsmuni Íslands. Þar er hins vegar rifjuð upp heimild í núverandi útlendingalögum til að úrskurða útlendinga í gæzluvarðhald ef þeir sýna af sér hegðun sem gefur til kynna að af þeim stafi hætta. Í lögunum er líka að finna ákvæði um vægara úrræði lögreglu, sem er að skylda útlending til að tilkynna sig eða halda sig á afmörkuðu svæði. Það er sjálfsagt að fólk sem flúið hefur ofbeldi og ofsóknir og sækir um hæli á Íslandi fái réttláta, sanngjarna og skjóta með- ferð sinna mála og sé ekki svipt frelsi sínu að ósekju. En það er ekki hægt að líða að fámennur hópur ógni öryggi siglinga til og frá landinu eða hagsmunum íslenzkra fyrirtækja. Innanríkis- ráðherrann hlýtur að hlutast til um að lagaákvæðum sem geta hindrað slíkt sé beitt. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Jón Bjarnason hefur myndað meirihluta í utanríkisnefnd Alþingis með leiðtogum Sjálf-stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins um að hætta aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið. Það merkilega við þá tillögu er að hún segir meiri sögu um innanlandspólitíkina en utan- ríkisstefnuna. Hún varpar ljósi á ríkisstjórn sem hefur ekki vald á þeim hlutum sem hún vélar um. Margar sams konar tillögur hafa verið fluttar á kjörtímabilinu án þess að koma til atkvæða, utan ein sem var felld. Verkurinn er að VG er með aðildar- umsókn en á móti aðild. Besta leiðin til að lifa með þeirri póli- tísku tvöfeldni er að víkja sér hjá því að greiða atkvæði. Stjórnar meiri- hluti hverju sinni getur svæft mál. VG hefur nýtt sér þá aðstöðu vel. Þegar dregur að kosningum þurfa samstarfsflokkar í ríkis- stjórn iðulega að draga fram sér- stöðu sína. Það gefur stjórnar- andstöðu tækifæri til að reka fleyg í samstarfið. Í þessum tilgangi grípa menn oft gæsina þegar hún gefst, hvert sem málefnið er. Eftir því sem kosningar hafa nálgast hefur VG gengið lengra í báðar áttir í Evrópumálunum. For- ystumenn þeirra hafa notað stærri orð um andstöðu sína við aðild. Á sama tíma hafa þeir teygt sig lengra en vænta mátti með efnis- legum skuldbindingum varðandi samningsafstöðuna. Í því sam- bandi má nefna að Ísland hefur þegar lýst því án fyrirvara að stefnan sé að taka upp evru. Að grípa gæsina Samkomulag stjórnarflokk-anna um aðildarumsókn-ina fólst í því að endanlegur samningur yrði borinn undir leið- beinandi þjóðaratkvæði áður en þingmenn þyrftu að taka afstöðu til hans. Þessi aðferð var lykillinn að því að VG gæti haft tvöfalda afstöðu í málinu. Hún átti að gera flokknum kleift að vera á móti í þjóðaratkvæði án þess að það hefði áhrif á stjórnarsamstarfið. VG kaus að loka augunum fyrir því að í samningum sem þessum er efnisleg afstaða tekin smám saman allan samningstímann. Enga athygli hefur hins vegar vakið að stjórnarflokkarnir koll- vörpuðu á dögunum þessu lykil- atriði í samkomulaginu um með- ferð aðildarumsóknarinnar. Það gerðist þegar þingmenn þeirra urðu sammála um frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem þeir flytja. Þar eru tekin af öll tví- mæli um að aðildarsamning á að leggja fyrst fyrir Alþingi. Verði aðildarsamningur sam- þykktur sem lög fær þjóðin eftir það raunverulegt úrslitavald um hvort þau taka gildi. Þetta þýðir að þingmenn VG geta ekki snú- ist gegn samningi ef þeir verða áfram í ríkisstjórn með Samfylk- ingunni nema með því að rjúfa samstarfið fyrst. Ætli þeir að vera á móti á næsta kjörtímabili verða þeir að eiga samstarf við aðra flokka en Samfylkinguna nema hún sé tilbúin til að fórna málinu. Þetta er mikil breyting. Forystumenn stjórnarflokk- anna hafa lýst vilja til áfram- haldandi samstarfs eftir kosning- ar. Nýtt samkomulag þeirra um lokameðferð hugsanlegs aðildar- samnings er til bóta en kallar á skýringar af beggja hálfu. Kjós- endur eiga rétt á að vita hvernig þeir ætla að halda á þessu stóra máli á næsta kjörtímabili í ljósi þeirra breytinga á málsmeðferð sem þeir áforma að stjórnar- skrárbinda fyrir þinglok. Samkomulagslyklinum breytt Í þessu ljósi er skiljanlegt að stjórnarandstaðan noti það tækifæri sem Jón Bjarnason hefur boðið upp á til að valda óróa í stjórnarliðinu. En í því eru þó líka fólgnar málefnalegar hætt- ur, sérstak lega fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Framsóknarflokkurinn ætlar fyrst og fremst að höfða til óánægðra kjósenda VG. Samstarf við VG eftir kosningar er því rök- réttur kostur. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á hinn bóginn að höfða til miklu breiðari hóps. Hættan við meiri- hlutamyndun nú með Jóni Bjarna- syni er sú að kjósendur fái á tilfinn- inguna að leiðtogar hans sjái helst möguleika á ríkisstjórn með VG. Þeir tveir flokkar geta bara náð saman um andstöðu við Evrópu- sambandið. Samstarf þeirra myndi því þýða fjögurra ára frestun á við- reisn landsins. Þetta yrði vatn á myllu Bjartrar framtíðar, sem þá gæti höfðað til óánægjufylgis jafnt frá Sjálf- stæðisflokki sem Samfylkingu eins og gerðist í borginni. Vinni frambjóðandi frjálslyndari arms Samfylkingar innar formanns- slaginn gæti þetta jafnvel hjálp- að honum að minnka yfirvofandi atkvæðaflótta til Sjálfstæðis- flokksins. Málefnalega er svo ljóst að vegna ástandsins á fjármálamörkuðum heimsins er jafn ótímabært núna að segja nei og já. Hyggilegast er að haga viðræðunum þannig að þjóðin geti tekið ákvörðun eftir mitt næsta kjörtímabil um endanlegan samn- ing. Þá eru allir kostir opnir þegar ætla má að við vitum sjálf hvað við getum og viljum í peningamálum. Ekki rétti tíminn til að taka ákvörðun www.mundo.is Lítill hópur hælisleitenda er ógn við siglingaöryggi: Úrræðin eru til Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.