Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 22
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álits- gjöfum hafa verið og eru sammála um það ein- asta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efna- hagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp banda- rískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauð- syn meiri aga. Meiri agi í efna- hagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleys- ið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörð- ungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða við- fangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almanna- fjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þús- und heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu“. Það er ekki agi í efnahagsmál- um. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kaup- hækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í sam- félaginu en í ljósi vona um fram- tíðarvöxt. Það er ekki agi í efna- hagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evr- ópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bank- ar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytenda- verndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrir- tæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangs- efni að dylja slóð peninga í skatta- skjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahags- málum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmála- mennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmála- menn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norð- manna sem fyrirmyndar um sam- félög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkað- ar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvísleg- um „hlutum“ og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðk- ast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðil- ar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefni- lega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmála- mönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir. Meiri aga í efnahagsmálum Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrir- tækin eru ólík. Niðurstað- an fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárð- ur hefur í tveimur grein- um borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkis- kirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurð- um. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknar- gjald, til trúfélags og þá sam- kvæmt skráningu Hagstofunn- ar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trú- félagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkis- stofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðar- ljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hag- stofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjöl- mennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að kom- ast í klúbbinn. Vegna tregðu bæj- aryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vall- arins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suður nesið til að verpa í kringum golf- brautir klúbbsins. Á biðl- istanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Sel- tjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nes- klúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyf- ingar. Rekstur golfhreyfingar innar vekur athygli. Íþróttin er tiltölu- lega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golf- vellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vell- irnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuld- ir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlaus- um ársreikningi í ár. Ársreikn- ingar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golf- völlurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nes- klúbburinn er að reyna að bæta. Kirkja og klúbbur 1.645 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER Jólabón til Jóns Gnarr Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 563 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER Já, þú varst að vekja mig Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsókna-seturs HÍ á Vestfj örðum 465 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland Oddur Steinarsson yfi rlæknir 437 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER Ímyndað skuldafangelsi Þórður Snær Júlíusson pistlahöfundur 354 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER Ja, mikið óskaplega ertu góð Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur 342 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER Ranghugmyndir yfi rvalda um rjúpnaveiði Dúi J. Landmark kvikmyndagerðarmaður 335 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER Lokasenna að Landsbankamáli Sverrir Hermannsson fv. alþingismaður 309 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER Staðreyndir um löggæslu á Íslandi Runólfur Þórhallsson lögregluvarðstjóri EFNAHAGSMÁL Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra ➜ Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmála- menn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangs- efni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. FJÁRMÁL Eggert Eggertsson fv. formaður Nesklúbbsins ➜ Nesklúbburinn er fi mmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Save the Children á Íslandi Skoðun visir.is Pekanhnetur og jurtir: 2 dl pekanhnetur 2–3 sellerístilkar, skornir í bita 1/2 blaðlaukur, skorinn smátt 1/2 rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, skorinn smátt 1 grænt epli, skorið í teninga 1/2 fenníka, skorin smátt 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður, smátt skorinn 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 4 msk fersk estragonblöð, skorin smátt 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1 msk hlynsíróp kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Kastaníuhnetur, ávextir og beikon: 2 dl kastaníuhnetur 1/2 dl furuhnetur 4 plómur, 4 apríkósur, 2 nektarínur, flysjaðar, steinninn fjarlægður og skornar í báta 1 dl vínber, steinlaus og skorin í tvennt 1 grænt epli, skorið í teninga 2 sellerístönglar, skornir smátt 8 sneiðar beikon, fínt skorið og steikt. 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1–3 msk hlynsíróp (fer eftir súrleika ávaxtanna) kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Skolið fuglinn vel undir köldu vatni að innan og utan. Þerrið vel með eldhúspappír. Saltið (gjarnan með kryddjurtasalti) að innan. Að fylla kalkúna er ekki eingöngu sem meðlæti með hátíðarrétt- inum heldur er það líka bragð- og kryddkeimurinn sem skiptir máli. Best er að matreiða kalkúnann við lágan hita og lengi í ofni. Þumalfingursreglan er 120° og 40 mínútur á kíló. Pensla hann stöðugt með bráðnu smjöri sem hefur verið kryddað með salti og pipar. Einnig er vinsælt að væta viskustykki upp úr bræddu smjörinu og leggja ofan á. Þá smyr fuglinn sig sjálfur. Að loknum eldunartímanum er fuglinn tekinn út og ofninn hækkaður upp í 220°. Þegar það hitastig er komið smellið þá kalkúnanum í ofninn og brúnið við háa hitann í nokkrar mínútur. Athugið að fara þá ekkert frá ofninum og fylgist mjög vel með svo að kalkúninn brúnist ekki of mikið og brenni. Pekanhnetur og jurtir. Blandið hnetunum og öllum jurtunum saman, nema rósmarín og timjangreinunum í víða skál. Hellið bræddu smjörinu yfir, kryddið og piprið rausnarlega með bæði hvítum og svörtum pipar. Látið brauðteningana út í og blandið vel saman með sleif. Rósmarín- og timjangreinarnar stingast svo heilar með fyllingunni þegar hún fer í kalkúnann og verða fjarlægðar að lokinni eldun. Kryddjurtagreinarnar gefa ilm og angan í fyllinguna. Kastaníuhnetur, ávextir og beikon. Blandið innihaldinu saman eins og lýst er hér að ofan. Rósmarín og timjangreinar einnig not- aðar á sama hátt. KALKÚNI OG TVÆR FYLLINGAR 5–6 kílóa kalkúni fyrir 10–12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.