Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 26

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 26
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Hún horfði á okkur eins og við værum ungling-ar og sagði hranalega: „Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast tölu- vert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.““ Sérfræðingurinn sem tilkynnti þeim Ólafi Inga Skúlasyni og eigin- konu hans, Sigurbjörgu Hjörleifs- dóttur, að sonur þeirra Viktor Skúli væri með Down-heilkennið var ekki að fara fínt í hlutina þegar drengurinn var einungis viku- gamall. Sjokkið og sorgin var mikil en í dag geta þau ekki hugsað sér lífið án Viktors. Ólafur Ingi, leikmaður Zulte Waregem og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er nú búsettur í smá- bænum Waregem í Belgíu ásamt eiginkonu sinni Sigurbjörgu, eða Sibbu eins og hún er kölluð, og tveimur börnum þeirra, Andreu Elínu og Viktori Skúla. Eitt og hálft ár er síðan þau fluttu til Belgíu frá Kolding í Danmörku og líkar lífið vel. „Hér er sveitalykt í loftinu og nágrannar okkar með kýr og hænur úti í garði. Okkur finnst þetta æði og höfum komið okkur vel fyrir. Maður verður samt alltaf að búa sig undir búferlaflutninga. Það fylgir atvinnu mennskunni, nú erum við bara með aðeins meiri kröfur en vanalega,” segir Sigur- björg er blaðamaður hittir þau hjónin á nútímalegan máta, með kaffibolla gegnum samskipta- forritið Skype. Jólunum verður eytt í Belgíu í ár. Ólafur Ingi er að fara að keppa leik yfir hátíðarnar og Sibba er langt komin með þriðja barn þeirra, sem er væntanlegt í febrúar. Fæddur fyrir tímann Hinn 27. mars 2011 kom sonur þeirra, Viktor Skúli, í heiminn. Fyrir eiga þau Andreu, sem nú er fimm ára gömul fótboltastelpa. Sibba átti hana fyrir tímann og var því viðbúin að þessi meðganga yrði svipuð. Þá voru þau búsett í Kold- ing þar sem Ólafur spilaði með Sønder jyskE. Viktor Skúli kom í heiminn fjór- um vikum fyrir tímann. Hann var í sitjandi stöðu svo hann var tekinn með keisaraskurði. Eins og gefur að skilja var það mikil gleðistund er þau fengu drenginn í hendurnar og undir eins voru send út gleðiskila- boð til vina og ættingja út um allan heim um að drengurinn væri fædd- ur, bæði heilbrigður og fullkominn. „Eftir smá stund var Viktor tek- inn af okkur og sendur í reglu- bundna skoðun sem átti að taka nokkrar mínútur. Þegar biðin fór að lengjast urðum við óróleg enda vildum við fá hann aftur til okkar. Klukkutíma seinna kom læknir inn til okkar og sagði að 70 prósenta líkur væru á því að Viktor væri með Down-heilkennið. Þá tók við mikill tilfinningarússíbani,“ rifjar Sibba upp og segir Ólaf hafa verið fyrstan til að átta sig á fréttunum. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara að hann væri drengurinn minn sama hvað hver segði.“ Læknarnir bentu þeim á að hann væri með öll þessi helstu útlits- einkenni sem börn með Down- heilkenni eru gjarna með, eins og lengri þverlínu í hendi og sandalatá. Sibba segir að hún hafi bent lækn- unum á að drengurinn væri mjög líkur stóru systur sinni. „Ég sagði að hann væri alveg eins og stóra systir hans, þeir hefðu ekki séð hana, og að Óli væri líka með langa línu í hendinni. Ég hélt fast í 30 prósenta líkurnar, þó að ég hafi ekki beint verið í afneitun. Óli var fyrstur til að taka út sorgina á meðan ég felldi ekki tár fyrstu dagana. Hjúkrunarkonurnar höfðu áhyggjur af mér vegna þessa en það var óþarfi. Tárin komu um leið og Óli jafnaði sig. Við skiptumst því á að gráta þessu skrýtnu daga eftir fæðinguna.“ Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason og eiginkona hans Sigurbjörg Hjörleifs- dóttir eru búsett í Belgíu ásamt tveimur börnum sínum. Líf þeirra tók nýja stefnu fyrir tuttugu mánuðum þegar sonur þeirra, gleði- gjafinn Viktor Skúli, kom í heiminn. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is MYND/NICO
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.